Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 34
18 18. ágúst 2008 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Það getur verið gaman að velta fyrir sér óvæntum tengingum á milli menningar-kima. Eitt mánudagskvöldið fyrir tveimur vikum tvinnuðust skemmtiþátturinn So You Think You Can Dance og nýjasta kvikmyndin um Leðurblökumanninn saman á furðulegan hátt. Jókerinn ógeðfelldi sem hlykkjast um tjöld kvikmyndahúsanna hefur hugsanlega getið af sér, og jafnframt þegið áhrif frá, sérkennilegan dansstíl sem fór að láta á sér kræla í Los Angeles-borg á níunda áratug síðustu aldar. Það sem tengir þetta tvennt er nefnilega hryllingstrúðurinn; óhugnan- leg vera sem lætur alltaf reglulega á sér kræla í hinum ýmsu formum afþreyingarmenningar. Óljóst er hvert hryllingstrúðurinn rekur rætur sínar, en hlutdeild hans í martröðum barna og fullorð- inna er óumdeild. Jóker Leðurblökumannsins hefur birst almenningi í ýmsum útgáfum, en nýjasta birtingarmynd hans á kvikmyndatjaldinu tengir hann á einkennilegan hátt við dansstefnuna krump. Jókerinn í meðförum Heath Ledger hreyfir sig undarlega; hann er hokinn og kippist til á ólíklegustu stundum. Sama má segja um iðkendur krumpdansins, en dansinn sá var upprunalega bardagadans, stiginn af meðlimum götugengja sem gjarnan klæddu sig upp í íburðamikla trúðabúninga til að auka á fáránleikann og óhugnaðinn. Krump hefur á síðari árum farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina og er meðal annars dansaður í danskeppniþættinum So You Think You Can Dance. Ekki er laust við að sjónvarpsáhorfendum renni kalt vatn milli skinns og hörunds þegar dansarar stíga krump á sjónvarps- sviðinu, enda tengingin við voðaverk hryllingstrúða ótvíræð. Vondir trúðar hrella almenning NOKKUR ORÐ Vigdís Þormóðsdóttir Mamma! Haltu þér nú! Við erum með fréttir! Þú ert að verða amma! Nei, en dásam- legt! Veit Kamilla um þetta, Jóakim? Það er með Kamillu, mamma! Nei, en dásamlegt! Gleymdu því, þú færð ekki fartölvu. Almáttugur Farðu í buxur! Hvað er þetta, pabbi? Þetta er skvass- spaðinn minn. Hvað er skvass? Skvass... hérna... Ég skal sýna þér. Það er íþrótt þar sem maður á að slá lítinn bolta, svon- AHH!! Við skulum bara segja að það sé íþrótt sem ég hef vaxið frá. Núúú... Eins og skokk og arm- beygjur, þá? Ég hef ekkert að fela, herra dómari!Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.