Fréttablaðið - 18.08.2008, Síða 41

Fréttablaðið - 18.08.2008, Síða 41
MÁNUDAGUR 18. ágúst 2008 25 Fylkisvöllur, áhorf.: 747 Fylkir ÍA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 18-14 (13-8) Varin skot Fjalar 4 – Trausti 9 Horn 5-4 Aukaspyrnur fengnar 14-17 Rangstöður 5-3 ÍA 4-3-3 *Trausti Sigurbjö. 8 Aron Ýmir Pétursson 5 (70., Kári Steinn 5) Árni Thor Guðmunds. 6 Helgi P. Magnússon 7 Guðjón H. Sveinsson 5 Jón Vilhelm Ákason 6 (78., Árni I. Pjeturs. -) Pálmi Haraldsson 6 Arnar B. Gunnlaugs. 7 Þórður Guðjónsson 3 Stefán Þór Þórðarson 6 (56., Vjekoslav Svad. 5) Björn B. Sigurðarson 7 FYLKIR 4-3-3 Fjalar Þorgeirsson 5 Andrés M. Jóhann. 5 Valur F. Gíslason 6 Ólafur Ingi Stígsson 6 Kristján Valdimars. 5 (56., Hermann. A. 6) Halldór A. Hilmisson 5 (62., Haukur Ingi G. 7) Ian David Jeffs 5 Kjartan Á. Breiðdal 6 Ingimundur N. Ósk. 7 (70., Kjartan Andri 5) Allan Dyring 3 Jóhann Þórhallsson 5 1-0 Ingimundur Níels Óskarsson(9.), 1-1 Stefán Þór Þórðarson (45.), 1-2 Björn Bergmann Sigurðarson (54.), 2-2 Valur Fannar Gíslason (86.). 2-2 Einar Örn Daníelsson (4) BREIÐABLIK 4-1 FJÖLNIR 1-0 Prince Rajcomar (2.), 1-1 Ólafur Páll Johnson (6.), 2-1 Sjálfsm. (36.), 3-1 Nenad Z. (42.), 4-1 Guðm. Kristj. (90.). Kópavogsvöllur, áhorf.: 982 Þóroddur Hjaltalín (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 14-7 (8-2) Varin skot Casper 1 – Þórður 4 Horn 12-2 Aukaspyrnur fengnar 13-13 Rangstöður 4-2 Breiðablik 4–4–2 Casper Jacobsen 6, Arnór S. Aðalsteins. 7, Guðmann Þóris. 7, Finnur Orri Margeirs. 8, Kristinn Jóns. 6, Jóhann Berg Guð- mundsson 7 (68. Nenad Petrovic 6), Arnar Grétars. 7, *Guðmundur Kristjáns. 8, Nenad Zivanovic 7 (90., Hörður Bjarnas. -), Marel Baldvins. 6, Prince Rajcomar 7 (76. Magnús Páll Gunnarsson -). Fjölnir 4–3–3 Þórður Ingas. 4, Magnús Einars. 7, Kristján Hauks. 5, Óli S. Flóvents. 4, Gunnar V. Gunnars. 6, Heimir S. Guðm. 5, Ágúst Gylfas. 4 (58. Ásgeir Ásgeirs. 5), Ólafur P. Johnson 6 (74. Davíð Rúnars. -), Pétur G. Markan 6 (86., Andri V. Ívars. -), Ólafur P. Snorrason 5, Gunnar M. Guðmundsson 5. FÓTBOLTI Fylkismenn settu enn einn naglann í kistu Skagamanna með því að jafna leikinn, 2-2, í blálokin á Fylkisvelli í gærkvöldi. Leikur ÍA hefur vissulega farið batnandi í síðustu leikjum en á meðan liðið vinnur ekki verður útlitið dekkra og dekkra. „Ég hélt í sannleika sagt að við værum að fara að halda þetta út eftir stórskotahríð Fylkismanna, en það gekk ekki upp. Það vantaði smá upp á að þrauka þetta út. Menn mega ekki missa trúna á þetta en ég held að við þurfum að vinna fimm af síðustu sex leikj- um okkar í deildinni til þess að bjarga okkur,“ sagði Arnar Gunn- laugsson, þjálfari ÍA, í leikslok. Skagamenn sóttu meira í fyrri hálfleik á meðan Fylkismenn lágu til baka og beittu skyndisóknum. Gestirnir gerðu svo réttilega til- kall til vítaspyrnu strax á 9. mín- útu þegar Valur Fannar Gíslason braut greinilega á Birni Berg- mann Sigurðarsyni en dómarinn Einar Örn Daníelsson kaus að flauta ekki. Skagamenn héldu áfram að sækja í kjölfarið en það voru Fylkis menn sem tóku forystu í leiknum á 22. mínútu þegar Ingi- mundur Níels Óskarsson skoraði af stuttu færi eftir að Trausti Sigur björnsson hafði varið vel frá honum skömmu áður. Jafnræði var með liðunum eftir markið og ekki mikið að gerast þangað til Stefán Þór Þórðarson náði að jafna metin rétt áður en flautað var til hálfleiks. Snemma í seinni hálfleik tóku Skagamenn svo forystu þegar Jón Vilhelm Ákason átti sendingu sem markvörðurinn Fjalar Þor- geirsson misreiknaði illilega og Björn Bergmann skallaði í autt markið. Eftir markið féllu Skagamenn allt of langt til baka og hleyptu Fylkismönnum inn í leikinn, sem gengu á lagið og sóttu án afláts. Heimamenn fengu víti á 67. mínútu þegar Trausti braut á varamanninum Hauki Inga Guðnasyni, sem lífgaði mjög upp á sóknarleik Fylkismanna. Trausti gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði slaka vítaspyrnu Vals Fannars Gísla sonar. Stuttu síðar gerðu Fylkismenn tilkall til þess að fá vítaspyrnu á ný þegar Haukur Ingi var í bar- áttunni í teignum. Dómarinn beitti þess í stað hagnaðarregl- unni og Haukur Ingi fékk opið skotfæri en Trausti varði vel frá honum. Skagamenn voru aftur á móti heppnir að sleppa með að fá spjald fyrir að brjóta á Hauki Inga. Lokamínúturnar voru spennu- þrungnar og þegar menn héldu að Skagamenn myndu komast í burtu með þrjú stig bar sóknar- þungi Fylkismanna loks árangur. Valur Fannar Gíslason skallaði boltann af harðfylgi í netið og jafnaði leikinn 2-2 og þar við sat. Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með sína menn í leikslok. „Auðvitað hefði maður viljað vinna leikinn en það fellur ekki alltaf með manni. Enn og aftur sýndum við samt mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir og það var algjört lykilatriði fyrir okkur að tapa ekki þessum leik,“ sagði Leifur. - óþ Skagamenn eru komnir í botnsæti Landsbankadeildar karla eftir 2-2 jafntefli gegn Fylkismönnum í gærkvöld: Útlitið enn dekkra hjá Skagamönnum BARÁTTA Fylkismaðurinn Kristján Valdimarsson reynir hér að tækla Skagamanninn Jón Vilhelm Ákason. Kristján þurfti síðar að yfirgefa völlinn eftir samstuð við Fjalar Þorgeirsson, markvörð Fylkismanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fjölnismenn töpuðu fimmta leik sínum í röð þegar þeir mættu Breiðabliki á Kópavogsvelli í gær. Blikar unnu verðskuldaðan 4-1 sigur. Eftir að hafa farið á kostum stóran hluta sumarsins eru Grafarvogspiltar að gefa eftir en þjálfarinn Ásmundur Arnarsson segist viss um að hans menn muni snúa við blaðinu. „Ég er alls ekki sáttur við okkar leik í dag. Varnarleikurinn var slakur í fyrri hálfleik og við fórum yfir það í hálfleik en þá fór bitið úr sókninni. Það var voða lítið í gangi hjá okkur,“ sagði Ásmundur. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað er að en við förum bara vel yfir hlutina og reynum að rífa hugarfarið upp.“ Leikurinn byrjaði fjörlega og bæði lið höfðu náð að skora eftir sex mínútur. Eftir það tóku Blik- ar völdin, spiluðu virkilega vel og voru komnir í 3-1 fyrir hálf- leik. Þeir stjórnuðu leiknum að mestu og voru með leikinn í öruggum höndum í seinni hálf- leik. Guðmundur Kristj- ánsson rak síðasta naglann í kistu Fjölnis í upp- bótar tíma. Ungu strákarnir í Breiðabliks- liðinu héldu áfram að blómstra. „Ég er mjög ánægður með sigurinn og spilamennsk- una. Við vissum að við værum að mæta mjög spræku liði. Þeir sýndu hvað í þeim býr gegn Val en fengu ekki það úr þeim leik sem þeir vildu. Við sóttum til sig- urs, það var alveg klárt að við ætluðum okkur sigur í þessum leik,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, sem enn fær að halda mottunni góðu. „Við spiluðum mjög skynsam- lega í seinni hálfleik. Við vonuð- umst til að fá opnanir og svo var gaman að sjá Guðmund klína honum inn undir lokin. Þetta var nokkuð öruggt fannst mér,“ sagði Ólafur. Guðmann Þórisson og Prince Rajcomar fengu tækifæri í byrj- unarliði Blika á nýjan leik eftir mikla bekkjarsetu í síðustu leikj- um. Þeir stóðu svo sannarlega fyrir sínu, Guðmann var örugg- ur í vörninni við hlið hins sautján ára Finns Orra Margeirssonar sem átti frábæran dag og Prince skilaði marki. „Prince er búinn að vera á varamannabekknum lengi og það er vegna þess að mér finnst aðrir hafa staðið sig betur. Ég ákvað að setja hann inn í kvöld til þess að reyna að sjá hvort hann gæti brugð- ist við því að hafa verið á bekknum og hann gerði það ágætlega. Guðmann kom inn í miðvörð- inn fyrir Srdjan og spil- aði mjög vel,“ sagði Ólafur að lokum. - egm Breiðablik vann Fjölni örugglega 4-1 í gærkvöld: Fimmta tap Fjölnis

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.