Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 40
24 18. ágúst 2008 MÁNUDAGUR Kaplakrikavöllur, áhorf.: 738 FH Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 23-4 (8-2) Varin skot Gunnar 1 – Zankarlo 8 Horn 6-2 Aukaspyrnur fengnar 16-15 Rangstöður 3-3 GRINDAV. 4–5–1 *Zankarlo Simunic 8 Bogi Rafn Einarsson 7 (90., Michael J. Jóns. -) Zoran Stamenic 7 Eysteinn H. Hauksson 7 Jósef Kr. Jósefsson 7 Andri St. Birgisson 6 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Ramsay 6 Jóhann Helgason 6 Tomasz Stolpa 2 (52. Alexander Þórar. 4) Gilles Mbang Ondo 3 (81. Aljosa Gluhovic -) FH 4–3–3 Gunnar Sigurðsson 6 Höskuldur Eiríksson 6 (73. Guðm. Sævars. -) Dennis Siim 6 Tommy Nielsen 6 Hjörtur L. Valgarðss. 7 Matthías Vilhjálms. 4 Björn D. Sverrisson 6 (73. Ásgeir G. Ásgeirs. -) Davíð Þór Viðarsson 6 Tryggvi Guðmunds. 4 Atli Guðnason 4 Matthías Guðmunds. 3 (79. Jónas Garðars. -) 0-1 Andri Steinn Birgisson (66.) 0-1 Garðar Örn Hinriksson (6) FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona sem vann argentínska liðið Boca Juniors 2-1 í æfingaleik. Eiður spilaði í 63 mínútur en Carles Puyol og Samuel Eto´o tryggðu spænska liðinu sigur með mörkum í uppbótartíma. - hþh Eiður Smári Guðjohnsen: Byrjaði gegn Boca Juniors FÓTBOLTI Valur tapaði fyrsta leik sínum í rúm tvö ár fyrir KR í gær. Valur hafði unnið 23 leiki í röð og voru taplausar í 33 leikjum í deild- inni þar til í gær. Aðeins þrjú stig skilja liðin að þegar þrjár umferðir eru eftir. Fyrri hálfleikurinn var mjög var- færnislega leikinn af báðum liðum og var hann jafn framan af. Það var dæmigert fyrir markadrottninguna Margréti Láru Viðarsdóttur að sjást varla fyrsta hálftímann þar til hún sneri af sér varnarmann upp úr engu og kom Val yfir. Staðan 0-1 í hálfleik, sem var verðskulduð staða. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði í upphafi seinni hálfleiks þegar hún vann boltann vel af Ástu Árnadótt- ur, komst ein gegn Randi Waarum og skoraði örugglega. Valsbekkurinn brást við með tvö- faldri skiptingu og annar vara- maðurinn, Hallbera Guðný Gísla- dóttir, lét strax til sín taka. Hún átti þrumuskot í stöngina og upp úr sömu sókn fékk hún boltann á fjær- stönginni, skaut boltanum í sömu stöng og áður en nú fór boltinn inn í staðinn fyrir út. Glæsilegt mark hjá Hallberu. Forysta Vals varði aðeins í nokkr- ar mínútur. Eftir mikinn barning í teignum kom Guðrún Sóley Gunnars- dóttir boltanum yfir línuna af miklu harðfylgi og jafnaði leikinn aftur. Ásta átti í erfiðleikum með Hólm- fríði í seinni hálfleik og þegar stund- arfjórðungur lifði leiks braut hún á KR-stúlkunni innan teigs. Þorvaldur Árnason, góður dómari leiksins, dæmdi réttilega vítaspyrnu. Olga tók hana, Waarum varði en Olga náði frákastinu og kom KR yfir. Fleiri mörk voru ekki skoruð og KR-stúlkur gátu fagnað sigri. „Leik- urinn byrjaði rólega en við unnum okkur inn í hann. Það var kjaftshögg að fá á okkur markið í fyrri hálfleik en við ákváðum í hálfleik að taka okkur saman í andlitinu og við gerð- um það svo sannarlega. Frá mínum bæjardyrum séð var þetta sann- gjarn sigur,“ sagði Olga, sem finnst KR hafa sannað að það hafi jafnt gott lið og Valur. Hún hefur þó enga trú á því að KR geti orðið meistari. „Nei, í sjálfu sér ekki. Þetta er algjörlega í þeirra höndum og þær þurfa virkilega að misstíga sig ef þær ætla að tapa titl- inum. Við ætlum bara að einbeita okkur að bikarnum, það er okkar keppni eins og er.“ Freyr Alexandersson, annar þjálf- ara Vals, viðurkenndi að sigur KR hefði verið sanngjarn. „Já ég verð að segja að þetta séu sanngjörn úrslit. Það var eitthvað ekki í lagi í okkar leik, það er alveg ljóst. Það er ekki eðlilegt að við fáum á okkur þrjú mörk hér á KR-velli,“ sagði Freyr, sem vill að stelpurnar bregð- ist við á réttan hátt. „Það er eins gott að liðið sýni nú úr hverju það er gert. Það þarf að sýna þann karakter sem býr í liðinu, það þýðir ekkert annað. Það verður bara enn sætara að vinna næst. Það er ekkert gefið í þessu, hvað þá sjálfgefið. Við vissum fyrir leikinn að titillinn væri okkar að vinna og hann er markmið númer eitt áfram,“ sagði Freyr. hjalti@frettabladid.is Fögnuði Valsstúlkna slegið á frest Sigur KR á Val í gær hleypir spennu aftur í Landsbankadeild kvenna. Þrjú stig skilja liðin að þegar þrír leikir eru eftir. Olga Færseth segir að sigurinn sanni að KR standi jafnt Val að getu. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N FÖGNUÐUR KR-stúlkur fagna hér sigrin- um. Lengst til vinstri er Freyr Alexanders- son, annar þjálfara Vals, við hlið Helenu Ólafsdóttur, þjálfara KR, sem hleypur til stelpnanna sinna. FÓTBOLTI FH-ingar horfðu á eftir stigunum og toppsætinu í rigning- unni í Kaplakrika í gær þrátt fyrir að ráða lögum og lofum í 0-1 tapleik á móti Grindavík í gær. Bitlítill sóknarleikur liðsins vann ekkert á mannmargri vörn Grind- víkinga og Zankarlo Simunic varði síðan hvað eftir annað á frábæran hátt þegar FH-ingar pressuðu á lokakaflanum. Grindvíkingar unnu sinn sjötta útileik í röð og enn á ný voru það meistarataktar frá Scott Ramsay sem gerðu út um leikinn. Ramsay fiskaði aukaspyrnu úti á hægri kanti og sendi síðan stórhættuleg- an bolta inn á fjærstöng þar sem Andri Steinn Birgisson stóð einn og óvaldaður og skoraði. Þolin- mæði Grindvíkinga hafði skilað sér og þeir snúa því enn á ný heim til Grindavíkur með þrjú stig í far- teskinu. Andri Steinn Birgisson var hetja Grindavíkur og hann var kátur í leikslok. „Þetta er ótrúlega ljúft. Þeir eru ógnarsterkir og sennilega með eitt besta liðið í dag. Fyrir- fram var maður sáttur með jafn- tefli á móti FH á útivelli en við vissum að þeir væru þreyttir eftir leikinn á móti Aston Villa. Við sögðum því að ef að það væri ein- hvern tímann möguleiki á að vinna FH þá væri það núna,“ sagði Andri Steinn, sem virtist vera aleinn í markteignum þegar hann skoraði. „Ég náði að losa mig undan honum og það var síðan erfitt að klúðra þessu eftir það. Við Scotty þekkj- um hvor annan mjög vel,“ sagði Andri Steinn. Hljóðið í FH-ingum var ekki eins gott. „Við vorum með boltann allan tímann en þegar við dekkum ekki mennina í aukaspyrnum þá fáum við það í bakið. Það er hrika- legt að í svona leik þar sem við erum svona mikið með boltann að það sé ekki meiri hreyfing og kraftur í sóknarleiknum,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, hundsvekktur eftir leikinn. „Það vantaði einhvern áhuga hjá okkur og þetta var mjög dapurt,“ sagði Davíð, sem vildi ekki meina að leikjaálagið hefði eitthvað um það að segja. „Það er engin afsökun. Við komum bara ekki tilbúnir í þennan leik. Við erum búnir að missa toppsætið í bili en við verð- um bara að gjöra svo vel að ná því aftur,“ sagði Davíð að lokum. - óój Enn ná Grindvíkingar að vinna á útivelli: Bitlaus FH-sókn skilaði engu GRIMMUR Varnarmaðurinn Eysteinn Húni Hauksson hjá Grindavík stígur hér í veg fyrir framherjann Atla Guðnason hjá FH. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.