Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 6
6 27. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR RV U n iq u e 0 60 80 1 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Servíettur NexxStyle 39x39cm 80stk, ýmsir litir Satiné Clean, gólfsápa Brial Clean, alhliða hreinsiefni Kristalin Clean, baðherbergishreinsir Into WC Clean Lotus eldhúsrúllur Lotus WC pappír Lotus Maraþon Plus Lotus WC Júmbó Lotur T-Þurrkur Lotus V-Þurrkur Nánar i upplý singar veita s ölume nn og ráðgja far RV Umhverfisvottaðar vörur - fyrir sumarbústaðinn, veiðihúsið og ... ÍÞRÓTTIR „Þegar fimmtíu milljón- irnar eru komnar á sambandið í einhvern sjóð, það er lúxus sem við höfum ekki lifað við undanfarin ár,“ segir Sigurjón Pétursson, vara- formaður Handknattleikssam- bands Íslands. Ríkisstjórn Íslands ákvað í gær að styrkja sambandið um fimmtíu milljónir króna. HSÍ skilaði tæpum fjórum millj- ónum króna í hagnað á síðasta ári. Sigurjón segir að þegar núverandi stjórn tók við árið 1996 hafi skuldir sambandsins verið um 188 milljón- ir. Auk styrksins frá ríkisstjórninni hafa þrjár safnanir verið í gangi undanfarnar vikur. Ekki er enn vitað hversu mikið hefur safnast en talið er að það séu um tuttugu milljónir króna. „Upphafleg áætlun við undir- búning undir Ólympíuleikana hljóðaði upp á átján milljónir, en síðan kom gengisfelling og flug- miðarnir hafa hækkað mikið líka, svo kostnaðurinn er um 25 milljón- ir.“ Sigurjón segir að um tíu millj- ónir hafi safnast í fyrirtækjasöfn- un og þeir fjármunir hafi farið upp í þessa kostnaðarhækkun. Sú hækkun var ekki eini óvænti kostn- aður HSÍ á árinu því kvennalands- liðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri komst óvænt inn á heims- meistaramót og var kostnaður við það á bilinu fimm til sjö milljónir. - þeb Ríkisstjórnin styrkir Handknattleikssamband Íslands og safnanir hafa gengið vel: Um sjötíu milljónir til HSÍ LANDSLIÐIÐ HSÍ hefur fengið fjárstuðn- ing frá ríkinu, fyrirtækjum og einstakl- ingum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMGÖNGUR „Þetta er slæmt fyrir okkur hvað peninga varðar og svo teljum við að það hefði verið skynsamlegra að fá góða höfn í Þorlákshöfn sem hefði þjónað Suðurlandi í heild og jafnvel höf- uðborgarsvæðinu,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölf- uss, um nýja höfn fyrir Vest- mannaeyjaferjuna Herjólf sem reist verður á Landeyjasandi. Við það leggjast siglingar Herjólfs til Þorlákshafnar af. Landeyjahöfn og nýr Herjólfur eiga að vera tilbúin síðla árs 2010. Ólafur Áki segir höfnina í Þor- lákshöfn verða af 20 prósentum af árlegum tekjum, en það eru 20 milljónir króna. Að auki tapast afleidd störf og þjónusta vegna umsýslu við skip og farþega. Ólafur Áki telur að hyggilegra hefði verið að stækka höfnina í Þorlákshöfn og kaupa nýjan og aflmeiri Herjólf sem hefði getað siglt milli lands og Eyja á einni og hálfri til tveimur klukkustund- um. Þótt sjóleiðin yfir á Land- eyjasand verði stutt bætist við talsverður akstur á höfuðborgar- svæðið. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, kveðst skilja sjónarmið Ólafs Áka en vera ósammála þeim. „Aðrir kostir voru skoðaðir út í ystu æsar en þóttu ekki vænlegir.“ Hann segir að í Þorlákshöfn þurfi menn að laga sig að vænt- anlegum breytingum. „Þessir góðu nágrannar okkar eru að missa spón úr aski sínum en framkvæmdir eru hafnar og því óþarfi að berja höfðinu við stein- inn. Við stöndum fyllilega við bakið á atvinnuuppbyggingu í Þorlákshöfn en hvert og eitt sveitarfélag verður að ákveða hvernig það stendur að sínum samgöngumálum og við getum ekki blandað saman samgöngu- málum í Vestmannaeyjum og atvinnumálum í Þorlákshöfn.“ Ólafur Áki gagnrýnir ekki ein- asta uppbyggingu Landeyjahafn- ar heldur líka framgang málsins. „Aldrei var leitað eftir áliti okkar og höfum við þó þjónað Eyja- mönnum í áratugi. Þá hefur okkur ekki verið tilkynnt formlega um að Herjólfur hætti að sigla hing- að árið 2010. Okkur er gert að gera þriggja ára fjárhagsáætlun og það eru furðuleg vinnubrögð að tilkynna okkur ekki um þetta með formlegum hætti,“ segir Ólafur Áki. bjorn@frettabladid.is Ölfus tapar á Herjólfs- höfn á Landeyjasandi Sveitarfélagið Ölfus verður af 20 milljónum á ári þegar Herjólfur hættir að sigla til Þorlákshafnar. Bæjarstjórinn segir að skynsamlegra hefði verið að byggja upp stórskipahöfn í Þorlákshöfn. Bæjarstjóri Vestmannaeyja hafnar því. LANDBÚNAÐUR Réttað verður í Baldursheimsrétt og Hlíðarrétt í Mývatnssveit um helgina og eru það fyrstu fjárréttir haustsins. Samkvæmt upplýsingum frá Landssamtökum sauðfjárbænda má búast við að flest fé verði í Auðkúlurétt, Miðfjarðarrétt og Stafnsrétt í Vestur-Húnavatns- sýslu, en í þeim verður réttað 6. september, og í Silfrastaðarétt í Skagafirði og Þverárrétt í Borgarfirði, en í þeim verður réttað 15. september. Á hinn bóginn er viðbúið að flest fólk verði í Reykjaréttum á Skeiðum (13. sept.), Tungnarétt- um í Biskupstungum (13. sept.) og Ölfursréttum í Ölfusi (22. sept.). - bþs Bændur sækja fé af fjalli: Fyrstu réttirnar eru um helgina DREGIÐ Í DILKA Réttað verður í Mývatnssveit um helgina. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 19. september. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir sex þjófnaðarbrot, þar af fimm innbrot inn á heimili í Hafnarfirði og Garðabæ. Fram kemur í dómnum að brotaferill mannsins hafi verið samfelldur, hann sé atvinnulaus, hafi lítil tengsl við land og þjóð og hafi lýst því yfir hjá lögreglu og fyrir dómi að hann framfleyti sér með afbrotum. Yfirgnæfandi líkur séu því á að hann haldi áfram afbrotum gangi hann laus. - sh Atvinnuleysingi í varðhaldi: Framfleytir sér með afbrotum Mótorkross í Kolgrafarfirði Samþykkt hefur verið í umhverfis- nefnd Grundarfjarðar að heimila gerð mótorkrossbrautar í Hrafnkelsstaða- landi í Kolgrafarfirði. Kolgrafarfjörður er austan við Grundarfjörð. SNÆFELLSNES STJÓRNMÁL Leiðir til að auka viðskipti milli Íslands og Albaníu og afleiðingar innrásar Rússa í Georgíu var meðal umræðuefna á fundi Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra og Sali Berisha, albansks starfsbróður hans, í Albaníu í gær. Geir er þar í opinberri heimsókn. Af hálfu albanskra stjórnvalda var þakkaður stuðningur Íslands við aðild Albaníu að NATO og ítrekaður stuðningur Albaníu við framboð Íslands til setu í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna. Geir hitti einnig forseta Albaníu og forseta albanska þingsins, í gær. - bþs Forsætisráðherra í Albaníu: Alþjóðamál og samskipti rædd BANDARÍKIN, AP Hillary Clinton var aðalræðumaður kvöldsins í gær á landsfundi bandaríska Demókrata- flokksins í Denver og ítrekaði eindreginn stuðning sinn við Barack Obama. Bæði leggja þau nú alla áherslu á að sannfæra stuðningsmenn Clintons um að greiða Obama atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Nærri þriðjungur þeirra er tregur til. Landsþing demókrata hófst á mánudaginn með ræðu Michelle Obama, eiginkonu Baracks, þar sem hún hrósaði eiginmanni sínum í hástert. Einnig hélt Edward Kennedy öldungadeildarþingmaður tilfinn- ingaþrungna ræðu þar sem hann, þrátt fyrir alvarleg veikindi, hét fundargestum því að mæta á þing í janúar þegar Obama tæki við forsetaembættinu af George W. Bush. Á mánudagskvöld voru um hundrað manns handteknir í Denver þegar átök urðu milli lögreglu og hóps mótmælenda sem trufluðu umferð. Lögregl- an segist hafa þurft að beita piparúða þegar mótmæl- endur fóru yfir öryggislínu, en mótmælendur segja lögregluna hafa ráðist á hópinn að tilefnislausu. Þá var maður handtekinn í Denver með vopn og fíkniefni í bifreið sinni. Tveir félagar hans voru einn- ig handteknir og eru grunaður um að hafa haft í hyggju að myrða Obama, en lögreglan segir þó að aldrei hafi Obama stafað nein hætta af þeim. - gb Obama og Clinton reyna að sameina demókrata fyrir forsetakosningar í haust: Hillary ánægð með Obama JOE BIDEN Í kvöld kemur röðin að varaforsetaefni Demókrata- flokksins að láta ljós sitt skína á landsþinginu, en á morgun tekur Obama formlega við útnefningu sem forsetaframbjóð- andi. NORDICPHOTOS/AFP GENGIÐ TIL FUNDAR Forsætisráðherrar Albaníu og Íslands. VIÐ BRYGGJU Herjólfur siglir frá Vestmannaeyjum til Land- eyjahafnar frá og með síðari hluta ársins 2010. Við það verður sveitarfélagið Ölfus af 20 milljónum króna á ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÓLAFUR ÁKI RAGNARSSON ELLIÐI VIGNISSON Vilt þú virkja Bitru á Hellis- heiði? Já 56,1% Nei 43,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er nauðsynlegt að íslenskir lög- reglumenn klæðist skotheldum vestum? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.