Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 10
10 27. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Pilti sem olli skemmd- um á vélarhlíf bíls með því að hoppa á henni var ekki gerð refsing í málinu þar sem níu mánuðir liðu frá því að hann var kærður og þar til ákæra var gefin út. Pilturinn bar að ekið hefði verið á sig og hann lent á vélarhlífinni með þeim hætti. Dómurinn taldi hins vegar sannað að hann hefði hoppað ofan á vélarhlífinni með þeim afleiðingum að hún dældaðist. Piltinum var gert að greiða málsvarnarlaun, en skaða- bótakröfu eiganda bílsins var vísað frá dómi. - jss Hoppaði á vélarhlíf bíls: Slapp með skrekkinn UMHVERFISMÁL Mál Danielu Schmitz gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun verður tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í dag. Daniela er landeigandi að Skálmholtshrauni við Þjórsá. Hún vill að viðurkennt verði með dómi að vatnsréttindi ríkisins í ánni, sem byggja á svoköll- uðum Títansamningum, séu niður fallin á landi hennar. Til vara krefst Daniela að hún hafi fyrir hefð eignast vatnsréttindi á landi sínu, en þau höfðu verið undanskilin frá jörðinni 1931. Þá vill Daniela að viðurkennt verði að þessi vatnsréttindi ríkisins séu niður fallin fyrir „van geymslu og tómlæti“. Að lokum biður Daniela um að viðurkennt verði að vatnsréttindin heimili Landsvirkjun ekki að stífla Þjórsá í og við land hennar, breyta straum- vatninu í stöðuvatn, byggja stíflugarða, breyta gönguleiðum laxaseiða og svo framvegis. Ríkið fer með 95 prósent vatnsréttinda í Þjórsá í gegnum Títansamningana. Ríkisendurskoðun hefur gagnrýnt að þrír ráðherrar hafi, þremur dögum fyrir síðustu alþingiskosningar, gert samkomulag við Landsvirkjun um að fyrirtækið yfirtaki réttindi ríkisins í ánni. Það hefði ekki átt að gera, nema með samþykki Alþingis. - kóþ Landeigandi við Þjórsá stefnir íslenska ríkinu og Landsvirkjun: Lætur reyna á Títansamninga ÁÆTLUÐ LÓNSHÆÐ Þjórsdælir settu upp þetta skilti til áminningar vegfarendum. Það stendur í hlíðinni þegar keyrt er framhjá Fossnesi við Þjórsá. VILHELM/FRÉTTABLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27.ÁGÚST Eymundsson kynnir dagskrána í dag • KL 12.15 Ingólfsnaust – Hádegisjazz í Ingólfsnausti Frítt Tilvalið að koma við í Ingólfsnausti og heyra góðan jazz í hádeginu. • KL 15 Iðnó -Svingtónleikarestrasjón – Sextett Hauks Gröndal með Ragga Bjarna Kr2200 Haukur Gröndal endurvekur restrasjónina og hljóm KK Sextett. Haukur leiðir hljómsveit sína í prógrammi frá gullöld jazzins. Ef þú manst eftir því þegar jazzinn var dægurtónlistin, þá er þetta fyrir þig. Gestir á tónleikunum eru víbrafónleikarinn Reynir Sigurðsson og söngvarinn góðkunni Ragnar Bjarnason, sem starfaði í KK sextettinum um árabil. • KL 20 - Iðnó – Steintryggur - BMX frá Noregi ásamt Hilmari Jenssyni Kr2200 Trommarar og slagverksmenn sameinast í rafmögnuðum galdri. Sigtryggur Baldursson og Steingrímur Guðmundsson skipa Steintrygg. Kippi Kanínus leggur til rafvædda sveiflujöfnun. Norska tríóið BMX er hér statt til að hljóðrita með Hilmari Jenssyni gítarleikara. Einstakt tækifæri til að heyra splunku- nýja og spennandi spunatónlist af bestu gerð. Hér er hvert lag þróað í rauntíma á tónleikum. Alltaf ferskt, alltaf nýtt. Njål Ölnes á saxófón, Thomas T. Dahl á gítar og Öyvind Skarbo á trommur. • Kl 22 Iðnó /uppi – Ameríska söngbókin-Stofuhljóðritun. Siggi Flosa, Lennart Ginman, Jón Páll Bjarnason Kr2000 Altósaxófónleikarinn Sigurður Flosason hefur komið víðar við en flestir kollegar hans á íslenska jazzsviðinu. Undanfarið hefur blúsinn skotið sér í svínginu í tónlist hans, en nú ætlar hann að taka til handargagns amerísku söngbókina. Danski bassaleikarinn Lennart Ginman hefur áður komið við sögu á plötum Sigurðar og ætlar að ganga botninn í þessari stofuhljóðritun, sem verður gefin út á plötu. Jón Páll Bjarnason leikur á gítarinn, enda fáir sem kunna fleiri lög úr amerísku söngbókinni. • Kl 22 Organ – Tepokinn, M blues Project, Skver Kr1500 Þrjár spennandi hljómsveitir saman á einum tónleikum. Tepokinn og Skver hafa þrætt öll húsasund og almennings- garða Reykjavíkur á vegum Hins Hússins, en Matti Sax og blúsprójektið hans hefur aðallega verið innandyra. • Kl 23 Bítbox á Glaumbar Autoreverse – jazz/funk Frítt Steinar Sigurðarson: Saxófónn, Sigurður Rögnvaldsson: Gítar, Pétur Sigurðsson: Bassi, Kristinn Snær Agnarsson: Trommur, Ívar Guðmundsson: Trompet. Hljómsveitin Autoreverse hóf starfsemi árið 2004 þegar hún var valin sem fulltrúi lands elds og ísa í ungliðadjasskeppninni Nordic Jazz Comets í Stokkhólmi það ár. Hljómsveitin sækir prógram sitt til þeirra allra hrynþéttustu úr djass- geiranum auk þess sem meðlimir þykja skrifa undursam- lega lagstúfa. N O R R Æ N A H Ú S I Ð V O N A R S A L U R F R ÍK IR K J A N H Á S K Ó L A B ÍÓ N A S A F R ÍK IR K J A N N O R R Æ N A H Ú S IÐ H Á S K Ó L A B ÍÓ F R ÍK IR K J A N G L A U M B A R V O N A R S A L U R IN G Ó L F S N A U S T H Á S K Ó L A B ÍÓ I Ð N Ó REYKJAVÍK w w w .m id i.is G L A U M B A R PO RT h ön nu n A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið HÚS Á HVOLFI Í ferðamannabænum Trassenheide nyrst í Þýskalandi má nú sjá þetta hús, sem stendur á hvolfi. Fyrir þessu stendur pólskur athafna- maður, sem vill gefa fólki nýja sýn á tilveruna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÚSSLAND, AP Mikil gleði braust út í Abkasíu og Suður-Ossetíu í gær þegar Dmitrí Medvedev Rúss- landsforseti hafði lýst yfir viður- kenningu Rúss- lands á sjálfstæði þeirra. Báðar deildir rúss- neska þingsins höfðu daginn áður skorað á hann að veita þessum héruð- um viðurkenn- ingu Rússlands. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun, en þetta er eini möguleikinn til þess að bjarga lífi fólks,“ sagði Medvedev í yfirlýs- ingu sinni, sem hann las upp í sjónvarpi. Medvedev sagði enn fremur í gær að Rússar óttist ekki nýtt kalt stríð, en hafi þó engan áhuga á slíku: „Við óttumst ekki neitt, ekki heldur horfur á nýju köldu stríði,“ höfðu rússneskir fjölmiðl- ar eftir honum. „En við viljum það ekki og í þessari stöðu er allt komið undir afstöðu félaga okkar. Ef þeir vilja viðhalda góðum tengslum við Rússland á Vestur- löndum, þá munu þeir sýna ástæð- unum fyrir þessari ákvörðun skilning.“ Victor I. Tatarintsev, sendi- herra Rússlands á Íslandi, líkti aðgerðum Rússa í Georgíu við viðbrögð manns, sem verður vitni að árás á fallega konu úti á götu. „Þá kemur maður til bjargar,“ sagði Tatarintsev. „Það er réttlát barátta.“ Hann sagðist sannfærður um að fleiri ríki muni þegar fram líða stundir viðurkenna sjálfstæði bæði Abkasíu og Suður-Ossetíu, „því við erum með réttlátan mál- stað og vitum að við höfum stuðn- ing íbúanna“. Leiðtogar á Vesturlöndum brugðust hins vegar illa við yfir- lýsingu Rússlandsforseta. Condoleezza Rice utanríkisráð- herra sagði hana eftirsjárverða, því með viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna komi Rúss- ar sér í andstöðu við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem þeir eiga þó sjálfir sæti í. Jaap de Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóri NATO, segir einn- ig ákvörðun Rússa ganga þvert gegn ýmsum ályktunum Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússar hafa þó stutt. Hann ítrek- aði jafnframt stuðning NATO við fullveldi Georgíu og óbreytt landamæri. Í gær sögðust Bandaríkjamenn ætla að senda herskip með aðstoð til hafnarborgarinnar Poti í Georgíu, þar sem Rússar eru enn með herlið. Tatarintsev sendi- herra segist ekki reikna með neinum átökum í kringum það. „Ég held að hvorki við né Banda- ríkjamenn hafi neinn áhuga á að efna til átaka.“ gudsteinn@frettabladid.is Medvedev segist ekki óttast kalt stríð Sendiherra Rússa á Íslandi segist sannfærður um að fleiri ríki muni viðurkenna sjálfstæði Abkasíu og Suður-Ossetíu þegar fram líða stundir. Hann líkir aðgerð- um Rússa í Georgíu við mann sem kemur konu til bjargar í nauð. FÖGNUÐUR Í SUÐUR-OSSETÍU Á götum höfuðborgarinnar Tskhinvali veifaði fólk jafnt fánum sem vopnum. NORDICPHOTOS/AFP VICTOR I TATARINTSEV SKIPULAGSMÁL Kristján Þór Júlíus- son, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, segir það ábyrgðar- laust af hálfu borgarfulltrúanna að vera að ræða um flutning Reykjavíkurflugvallar úr borg- inni nú þegar þrengir að í þjóðfé- laginu. „Reykjavíkurflugvöllur og flugsamgöngur eru ekki einungis fyrir fólk úti á landi heldur er hvort tveggja engu síður hags- munamál fyrir Reykvíkinga,“ segir hann. „Það eru þúsundir einstaklinga í Reykjavík sem hafa atvinnu sína beint eða óbeint tengda starfsemi flugvallarins. Þannig að þetta er afar mikil- vægt fyrir verslun og þjónustu í Reykjavík. Einstaklingar búsett- ir í Reykjavík sem eru að selja vöru sína úti á landi eða sinna störfum sínum utan höfuðborg- arsvæðisins nýta sér flugsam- göngur og hafa hag af því að hann sé sem næst. Þannig að mér finnst það algjörlega ábyrgðar- laust að vera að ræða það að leggja þetta niður sem vinnustað og samgöngumiðstöð í höfuðborg Íslands nú á þessum þrengingar- tímum.“ Hann segist enn fremur vera þeirrar skoðunar að flugvöllur- inn þjóni vel hlutverki sínu þar sem hann er en þó sé hann einnig opin fyrir hugmyndum sem gera ráð fyrir því að flugvöllurinn verði fluttur út á Löngusker eða flugbrautir látnar liggja á upp- fyllingum út í sjó. - jse Kristján Þór Júlíusson segir ábyrgðarleysi að ræða um flutning flugvallarins: Má ekki við að missa flugvöllinn KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.