Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 36
20 27. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR Til sölu Fasteignir Atvinna Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095 www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i SPENNANDI VIÐSKIPTATÆKIFÆRI! Til sölu aðstaða undir veitingarekstur á Stjörnu- torgi Kringlunnar. 16 m2. Hagstætt verð: 2,5 m. Upplýsingar veitir Kristinn í síma: 898-7924 Vantar þig Smiði, múrara, járnabindingamenn, málara eða aðra starfsmenn? Höfum á skrá fólk sem óskar eftir mikilli vinnu. Getur hafi ð störf nú þegar. Proventus starfsmannaþjónusta s. 661 7000 Vantar vanan vélamann til starfa strax, mikil vinna framundan. Upplýsingar gefur Sölvi í síma 660-6100 ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Afsakið, hvar er fingramaturinn? Palli, mundirðu að koma heim með íþróttafötin svo ég gæti þvegið þau? Nei. Þá verð ég að skrifa fleiri minnismiða fyrir þig! Já, flott. Þú gætir líka reynt að finna stað fyrir þá þar sem það er lítil hætta á að mér yfirsjáist þeir. Gerðu það. Ég elska jóladagana. Snökt! Hvað er að, pabbi? Ekkert. Ég verð bara snortinn af fjölskyldumyndum. Snökt! Hvað er að honum? Ég veit það ekki, en það tengist snorti eitthvað. Þvílíkur dagur! Þennan verð- skulda ég! En láttu nú þennan eina duga, Jói! Mundu! Það er einhver sem bíður eftir þér heima! Þú verður að vera ábyrgur núna, Jói! Já, já! Einn bjór! Beint heim! Hins vegar... Það er ótrúlega gaman að vera pissfullur! Éhg hafþi ghóða áhstæðu... en fhjandinn vheit hver hún var... Árstíminn minn er að ganga í garð. Ég get ekki beðið. Þessir síðustu dagar sumarsins eru mér erfiðir eins og öðrum, en um leið og þeir eru að baki lyftist á mér brúnin. Haustið er algjörlega minn tími, og ekki bara af því að litgreiningarsérfræðingar gætu sagt ykkur að rústrauður og dökk- brúnn séu litirnir sem fara mér best. Það er ekki heldur af því að kuldi eigi eitthvað sérstaklega vel við mig, eins og flestir sem mig þekkja ættu að geta vottað. Ég hef þreytt mörg eyrun með nöldri og kvarti og kveini yfir köldum fingrum/eyrum/höku í gegnum tíðina. Það er ekki ástæðan. Þegar haustið kemur færir það með sér eitthvert loforð í loftinu, hvísl um breytta tíma og nýja möguleika handan næsta götu horns. Með gulnandi laufum færist yfir mig kyrrð og ró og einhvers konar angurværð – sem er eitt af uppáhalds- orðunum mínum og líka ein uppáhalds- tilfinningin mín. Ég hef aldrei náð að koma hausttilfinning- unni minni almennilega í orð. Það sem hefur komist næst því er kvikmyndin Chocolat, þar sem Juliette Binoche leikur konu sem ókyrrist alltaf þegar vindarnir blása úr norðri og hvísla að henni sögum um nýja staði og nýja möguleika. Þetta er nokkurn veginn það sem mín eyru nema í kólnandi haustlofti. Það skiptir ekki máli hvort ég hyggist gera einhverjar breyt ingar á lífi mínu eða ekki, eða hvort ég heyri einu sinni hvað hvíslað er um. Það er nóg að heyra undirtóninn, finna þrána eftir einhverju sem maður veit ekki alveg hvað er. Ég er aldrei meira lifandi en á haustin, þegar veröldin er að leggjast í dvala. Haustloft og lokkandi hvísl NOKKUR ORÐ Sunna Dís Másdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.