Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 GÍRAFFAR eru algengir í Austur-Afríku og eru friðaðir þar. Mynstrið á feldi gíraffanna er einstaklingsbundið eins og fingraför manna og þeir þekkjast á því. Eins og flest önnur hryggdýr hafa gíraffar sjö hryggjarliði í hálsi þrátt fyrir að langur hálsinn virðist gefa til kynna miklu hærri tölu. „Það var í kennaraverkfalli 2006 að við kennarar í Hvaleyrarskóla hittumst til að labba saman, til að halda hópinn og í móralinn,“ segir Hafdís Sigmarsdóttir kennari, sem smitaðist af göngubakteríunni þegar hún starfaði sem landvörður í Ásbyrgi og Jökulsárgljúfrum. „Talan sjö var þá oft nefnd í tengslum við gönguferðir og við ákváðum að byrja eins og margir á sjö tindum, en í fyrra gengum við í kringum sjö vötn og nú ætlum við í sjö skóga,“ segir Hafdís, sem hóf dagskrá haustsins með gönguferð í Öskjuhlíð og ætlar að enda á haustlitaferð um Þingvelli. „Við byrjum á léttri göngu svo allir geti fótað sig og þegar fólk kemst á bragðið vill það helst ekki missa úr. Við notum sama kerfi á fullorðna og börn; hvatningu og límmiða að eigin vali í bók þar sem kvittað er fyrir hverja ferð,“ segir Hafdís, sem ávallt býður upp á eitthvað gómsætt og þematengt undir tönn á göngunni. „Síðast voru það villisveppir, næst verður það hrútaberjasulta og þar næst hvannafræjabrauð. Þetta eru óskaplega skemmtilegar stundir og gaman að hitta maka og börn í góðum hópi göngufólks. Ekki spillir fyrir gleðinni að nú hafa göngurnar sjö verið settar á námskrá Fjölbrautaskólans í Garðabæ sem sérstakur útivistar- áfangi og verður það vonandi byrj- unin á heilbrigðum lífsstíl æ fleiri,“ segir Hafdís, sem á brúð- kaupsafmæli sínu fer árvisst í rómantíska göngu. „Við systir mín giftumst vinum og ár hvert velur eitt okkar göngu sem við fjögur förum saman. Við köllum þetta lúxusferðir og á tíu ára brúðkaupsafmælinu fórum við í fimm daga göngu á Englandi, en í ár gistum við í skála í Lónsör- æfum. Þá göngum við að degi til, en sláum upp veislu að kvöldi með heimalöguðu sælkerafæði og skál- um fyrir hjónabandinu í kampa- víni.“ thordis@frettabladid.is Léttfætt í göngurnar sjö Undanfarin ár hefur hin heilaga tala verið vinsæl þegar kemur að markmiðum útivistarfólks, ekki síst fjallgöngumanna. Nú er sjöan enn viðmiðun þegar land er lagt undir fót, en í mun víðara samhengi. Hafdís Sigmarsdóttir kennari er hugmynda- smiður gangnanna sjö, sem nú eru komnar á námskrá Fjölbrautaskól- ans í Garðabæ. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó SA UPPLÝSINGAR O is ing Mjódd Staðsetning í Mjódd www.ovs.is upplýsingar og innritun í síma 588-1414 Vinnuvélanámskeið Næsta námskeið hefst 29. ágúst n.k.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.