Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 2
2 1. september 2008 MÁNUDAGUR
SKÁK Skáksveit Rimaskóla tryggði
sér í gær sigur á Norðurlanda-
móti grunnskólasveita í skák. Í
lokaumferðinni vann liðið
stórsigur á dönsku sveitinni.
Sigurinn á mótinu var nokkuð
öruggur en fyrir síðustu umferð-
ina hafði sveitin eins og hálfs
vinnings forskot á norsku
sveitina.
Sveit Rimaskóla skipa Hjörvar
Steinn Grétarsson, Hörður Aron
Hauksson, Sigríður Björg
Helgadóttir, Dagur Ragnarsson
og Jón Trausti Harðarson.
Hjörvar stóð sig best af keppend-
unum með fjóra og hálfan
vinning af fimm mögulegum. - ges
Skáksveit Rimaskóla:
Norðurlanda-
meistarar í skák
SLYS Minnstu munaði að full rúta
af fólki ylti niður tveggja metra
háan kant að morgni föstudags.
„Ökumaður rútunnar bað
farþegana að færa sig yfir í þá
hlið rútunnar sem var fjær
kantinum,“ segir Finnbogi
Leifsson, bóndi í Hítardal, og
telur það hafa skipt sköpum um
að hún hafi ekki oltið.
Kantur vegarins gaf sig þegar
ökumaður sveigði framhjá djúpri
holu, en mikið er af slíkum holum
í veginum, samkvæmt Finnboga.
„Ómögulegt er að segja til um
afleiðingarnar hefði rútan oltið,“
segir hann að lokum. - ges
Farþegar forðuðu slysi:
Valt næstum
niður tvo metra
HALLANDI RÚTA Hallinn á rútunni var
töluverður en sem betur fer valt hún
ekki. MYND/HALLDÓR ÞORSTEINSSON
MEXÍKÓ, AP Yfir 150 þúsund manns
komu saman á Zocalo-torgi í
Mexíkó borg í fyrrakvöld til að
mótmæla glæpaöldu í landinu.
Mótmælendurnir voru flestir
klæddir í hvítt, héldu á kertum og
sungu þjóðsöng Mexíkó.
Að minnsta kosti 2.700 hafa
verið myrtir í Mexíkó það sem af
er árinu og þrjú hundruð rænt, að
miklu leyti í tengslum við
eiturlyfjaverslun.
Felipe Calderon, forseti
Mexíkó, hefur gert baráttu gegn
glæpum að sínu helsta stefnu-
máli. Lögreglumönnum hefur
verið fjölgað og eru þeir nú betur
vopnaðir. Erfiðlega hefur hins
vegar gengið að knésetja vel
skipulögð glæpagengi landsins.
- gh
Tugir þúsunda mótmæla:
Mexíkóar mót-
mæla glæpum
ZOCALO-TORG Í MEXÍKÓBORG Erfiðlega
hefur gengið að draga úr glæpum í
Mexikó. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ELDUR Eldur kviknaði í rafmagns-
búnaði á Keflavíkurflugvelli í
gærmorgun. Spennufall hjá
Hitaveitu Suðurnesja er talið
hafa valdið brunanum.
Slökkvilið kom strax á staðinn
og engin hætta var á alvarlegu
slysi. Smávægilegar tafir urðu á
innritun og brottför á Keflavíkur-
flugvelli en úðakerfi vallarins fór
í gang, auk þess sem rafmagns-
laust var í skamma stund.
Vararafmagnskerfið tók þó
fljótlega við. - ges
Slökkvilið sýndi snarræði:
Eldur á Kefla-
víkurflugvelli
Sluppu vel úr bílveltu
Fimm manns sluppu án alvarlegra
áverka eftir að bíll þeirra valt í
gærnótt. Ökumaðurinn missti stjórn
á bílnum á Biskupstungnabraut eftir
miðnætti í gær með þeim afleiðing-
um að hann valt. Ökumaðurinn var
sendur til skoðunar á slysadeild.
SUÐURLAND
BANDARÍKIN Íslenskum manni,
Fannari Gunnlaugssyni, hefur
verið haldið í fangelsi í Reno í
Nevada-ríki í Bandaríkjunum
síðstliðinn mánuð vegna vanda-
mála við umsókn hans um land-
vistarleyfi. Hann fluttist til Banda-
ríkjanna fyrir tveimur árum og
giftist bandarískri konu. Hann
sótti um landvistarleyfi í Banda-
ríkjunum þegar níutíu daga land-
vistarleyfi hans var runnið út.
„Fyrir fjórum vikum mætti
hann á fund og var handtekinn á
þeim forsendum að hann hefði
sent inn pappíra tveimur dögum
of seint, umfram níutíu daga land-
vistarleyfið,“ segir Gunnlaugur
Hafsteinsson, faðir Fannars, sem
er einnig búsettur í Bandaríkjun-
um. Hann segir son sinn láta illa af
vistinni í fangelsinu, þar sem hann
sé lokaður inni í átta fermetra
klefa með öðrum manni í allt að 23
tíma á sólarhring. Fangelsisvistin
hafi því tekið mikið á hann.
Gunnlaugur segist hafa verið í
sambandi við íslenska sendiráðið í
Washington frá upphafi og fengið
staðfest að síðustu þrjár vikur
hafi Fannar átt bókað far heim til
Íslands frá Minneapolis. Því hafi
verið frestað, auk þess sem ekki
sé vitað hver eigi að borga flutn-
ing Fannars frá Reno til Minnea-
polis. Feðgarnir vita því ekkert
hvenær Fannar verður sendur
heim til Íslands. - þeb
Íslendingur í Bandaríkjunum skilaði pappírum vegna landvistarleyfis of seint:
Íslendingur hefur þurft að dúsa
í mánuð í bandarísku fangelsi
FEÐGARNIR Gunnlaugur segir að syni
hans líði illa í fangelsinu og hafi meðal
annars lést mikið á þeim mánuði sem
hann hefur verið í haldi þar. Þeir vita
ekki hvenær Fannar kemst heim til
Íslands.
SLYS „Stórkostlegt kraftaverk er að
hún skuli vera á lífi,“ segir Jörn
Kvist, stjórnandi Sirkus Agora, en
jafnvægisatriði fór úrskeiðis á sýn-
ingu hans á Akureyri með þeim
afleiðingum að loftfimleikakona,
Ludvika Berouskova, féll fimm
metra niður úr stiga með höfuðið á
undan.
„Ég hélt fyrst að hún hefði háls-
brotnað og dáið. Þetta er mesta áfall
sem ég hef fengið. Hjartað tók
aukaslag,“ segir Jörn. „Hún hætti
að anda í smástund en maðurinn
hennar blés í hana lífi.“
Þorgerður Kristín Jónsdóttir,
sem varð vitni að slysinu, tekur í
sama streng. „Ég hélt hún væri
dáin. Mér líður ennþá illa.“
„Þetta er mjög hættulegt fag,“
segir Jörn. „Systir einnar í hópnum
okkar lést í svipuðu slysi fyrir fimm
árum, þannig að við vorum öll mjög
slegin,“ segir hann. „Hún fékk heila-
hristing og er marin í andliti en ekk-
ert er brotið og það blæddi ekki inn
á heilann.“
Ludviku líður vel að eigin sögn.
„Það hlýtur að fylgja mér verndar-
engill,“ segir hún. „Fyrir það er ég
þakklát. Ég reikna með að geta
unnið aftur eftir nokkra daga.“
Jörn segir að undirlag tjaldsins
hafi forðað frekari hörmungum.
„Það er gras undir tjaldinu á Akur-
eyri. Ef þetta hefði gerst í Reykja-
vík er ég ekki viss um að hún væri
með okkur í dag.“
Jörn segir að ýmislegt hafi haft
áhrif á að slysið varð. „Við náðum
ekki að setja tjaldið upp fyrr en á
síðustu stundu vegna veðurs. Þess
vegna fengum við of lítinn tíma til
að æfa okkur. Svo var þetta fyrsta
sýningin þeirra þannig að þau hafa
ekki mikla reynslu. Ludvika var í
öryggislínu,“ heldur hann áfram,
„en sá sem hélt í línuna togaði of
fast í hana með þeim afleiðingum
að stiginn datt. Línan hélt henni þó
uppi í nokkrar sekúndur þar til hún
gaf sig.“
Þorgerður segir að mikil óvissa
hafi verið meðal áhorfendanna.
„Fólk vissi ekki hvað var að gerast
enda gerðist þetta svo hratt.“ Áhorf-
endur héldu þó ró sinni og var meðal
annars einn læknir í áhorfenda-
hópnum sem hljóp til og hlúði að
konunni.“ gudmundure@frettabladid.is
Lífi blásið í konu eftir
slys á sirkussýningu
Jafnvægisatriði fór úrskeiðis á sirkussýningu á Akureyri í gær þegar stúlka féll
fimm metra á höfuðið. Áhorfendur og starfsmenn sirkussins héldu að stúlkan
hefði látist. Kraftaverk að hún skyldi ekki slasast alvarlega. Viðstaddir í áfalli.
BORUBRÖTT Ludvika Berouskova ber sig vel þrátt fyrir fimm metra fall á höfuðið.
Með henni er Jörn Kvist. MYND/SINDRI SVAN
STJÓRNMÁL Þingsætin hækka í verði
með hverju árinu, því prófkjörs-
baráttan verður sífellt dýrari, og
getur numið mörgum milljónum.
Það er því nauðsynlegt að kjósend-
ur viti hverjir eru bakhjarlar þing-
manna þeirra og það á ekki að vera
feimnismál.
Þetta er skoðun Baldurs Þór-
hallssonar, prófessors í stjórnmála-
fræði við Háskóla Íslands. Hann
telur hugmyndir, um reglur fyrir
þingmenn sem sumir geti farið
eftir og aðrir ekki, vera „hálfkák“.
„Ef sú er raunin, þá eru þetta
engin vinnubrögð. Í þessu próf-
kjörsumhverfi þurfa frambjóðend-
ur sífellt að leita víðar fanga til að
tryggja sér þingsæti og endurkjör
og það vita það allir,“ segir hann.
Eignir og hagsmunatengsl þurfi
því að vera uppi á borðinu, þetta
efli lýðræði og stuðli að gagnsæi.
„Það er rökrétt að settar séu
reglur sem eru bindandi, þannig að
þingmenn þurfi að fylgja þeim. Það
væri líka rökrétt framhald af
nýsettum lögum um fjármál stjórn-
málaflokka,“ segir Baldur.
Ákvæði um siðareglur er að
finna í stjórnarsáttmála ríkis-
stjórnarinnar. Þar segir að „ráð-
herrum, alþingismönnum og
stjórnsýslu ríkisins [verði] settar
siðareglur“.
- kóþ
Prófessor segir „engin vinnubrögð“ að eignareglur þingmanna verði valkvæðar:
Á ekki að vera feimnismál
BALDUR ÞÓRHALLSSON Segir að rökrétt
sé að setja bindandi reglur um eignir og
hagsmunatengsl þingmanna. Annað sé
hálfkák. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Guðrún, ertu með svona
safarík læri?
„Je, men!“
Sunnudagslæri hjá Guðrúnu Ögmunds-
dóttur var slegið á 120 þúsund krónur á
uppboði til styrktar hjálparstarfi í Jemen.
SPURNING DAGSINS