Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 34
18 1. september 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Klassíski listdansskólinn var stofnað- ur árið 1993 og verður settur í fimmt- ánda sinn í dag. Guðbjörg Astrid Skúla- dóttir, stofnandi og eigandi skólans, segir mikið hafa breyst í rekstrin- um þann tíma sem skólinn hefur verið starfandi. „Núna taka stelpur sem eru á grunnskólastigi vorpróf hjá okkur og eru metnar á milli stiga. Áður fyrr var það ég sem mat það hvort þær myndu ráða við næsta stig. Stigin voru því ekki jafn markviss og þau eru núna með er- lendum prófdómurum.“ Guðbjörg segist lengi hafa búið er- lendis og iðkað þar dans. Árið 1990 flutti hún aftur til Íslands. Þegar heim var komið kenndi hún í eitt ár við List- dansskólann en ákvað svo að stofna Klassíska listdansskólann. „Mig lang- aði til að taka öðruvísi á hlutunum og haga kennslunni á annan veg en var í Listdansskólanum. Það er ástæðan fyrir því að ég stofnaði skólann.“ Aðspurð segir Guðbjörg að sér hafi þótt það skylda sín að stofna listdans- skóla fyrir fimmtán árum. „Mér fannst sjálfri að ég hefði svo mikið að gefa og að ég ætti að láta eitthvað gott af mér leiða, því ég hef mikla þekkingu og skilning á dansi. Ég byrjaði bara með tuttugu og sex nemendur en í dag eru þeir orðnir um hundrað og þrjátíu. Við erum samt allt- af minnsti skólinn, og það er af hinu góða. Við viljum ekki vera neitt bákn,“ segir Guðbjörg brosandi og bætir við að hún sækist eftir nemendum sem hafa mikinn áhuga á dansi. Þegar Guðbjörg er innt eftir því hvort nemendur skólans hafi náð langt í dansi segir hún svo vera og að nemarn- ir hafi fengið mikið hrós erlendis. „Þær eru í rauninni að komast allt sem þær vilja. Íslenskir krakkar hafa heilmikla elju og ná langt. Það er mjög gaman að upplifa það að nemendur mínir eru að taka á og komast áfram. Það er alltaf mikil vinna að vera með góðan skóla,“ segir Guðbjörg ákveðin og heldur áfram: „Það byggist líka á því að nemendurnir taki námið alvarlega og vinni vel. Þegar samstarf á milli kennara og nemenda er gott gengur allt mjög vel.“ martaf@frettabladid.is KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN: SETTUR Í FIMMTÁNDA SINN Hefur svo mikið að gefa GUÐBJÖRG ASTRID SKÚLADÓTTIR Hefur í gegnum árin sóst eftir nemendum sem hafa mikinn áhuga á dansi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR AFMÆLI BERGÞÓRA ARADÓTTIR BARNA- STJARNA er 22 ára í dag. ÓLÖF NORDAL MYNDLISTAR- KONA er 47 ára í dag. KETILL LAR- SEN LEIKARI er 74 ára í dag. SÖNGKONAN RUTH REGIN- ALDS er 43 ára í dag. MERKISATBURÐIR 1897 Neðanjarðarlestarkerfi opnað í Boston. 1910 Kveikt er á gasljósum í fyrsta sinn á götum Reykjavíkur. 1930 Kvikmyndahúsin í Reykja- vík hefja sýningar tal- mynda. Gamla bíó sýnir Hollywood-revíuna og Nýja bíó sýnir Sonny Boy. 1958 Fiskveiðilögsagan er færð úr fjórum í tólf sjómílur. 1971 Bann við hundahaldi tekur gildi í Reykjavík 1972 Fischer sigrar Spassky í heimsmeistaraeinvíginu í skák í Reykjavík með 12,5 vinningum gegn 8,5. 1988 Berglind Ásgeirsdóttir tekur við starfi ráðuneytis- stjóra í félagsmálaráðu- neytinu, fyrst kvenna í slíku embætti. Tré ágústmánaðar er afbrigði körfuvíðis sem kallast þingvíðir (Salix viminalis L. ‘Þingvíðir’) og vex á lóð við leikskólann Steinahlíð í Vogahverfinu í Reykjavík. Tréð er 6,15 metrar á hæð, ummál í brjósthæð er 0,65 metrar og umfangið 7,50 metrar. Þingvíðir er kenndur við Alþingishússgarðinn, en Tryggvi Gunnars son gróðursetti hann þar í lok 19. aldar. Það tré er nú horfið, en árum saman var þingvíði fjölgað út frá því tré. Rækt- un hans lauk að mestu eftir mikið vorhret sem gerði 1963. Húsið þar sem leikskólinn Steinahlíð er nú starfræktur var byggt árið 1932 af þeim Elly Schepler Eiríksson og Halldóri Eiríkssyni. Ósk Ellyjar og Halldórs var að sérstök áhersla væri lögð á að kenna börnunum að meta og rækta tengslin við nátt- úruna og hefur þar alla tíð verið lögð áhersla á matjurta- og trjárækt. Þingvíðirinn er kallaður „Töfratréð“ af krökkunum í Steinahlíð enda vinsæll sem klifurtré. Svala Jóhannsdóttir leikskólakennari benti Skógræktarfélaginu á þetta einkennilega tré. Hún segir börnunum yfirleitt takast um þriggja ára aldur að klifra upp á neðstu greinarnar og svo fara þau hærra og hærra. Töfratréð ber þess merki að hafa orðið fyrir veðurfarsskemmdum og snjóþyngsli og mikið klifur hafa sett mark sitt á lögun hans. TRÉ MÁNAÐARINS: SALIX VIMINALIS L. ÞINGVÍÐIR Vinsælt sem klifurtré og kallað „Töfratréð“ LILY TOMLIN, LEIKKONA, FRAM- LEIÐANDI, GRÍNISTI OG RITHÖF- UNDUR, ER 69 ÁRA Í DAG. „Að fyrirgefa þýðir að maður gefur upp alla von um betri fortíð.“ Mary Jean „Lily“ Tomlin fædd- ist í Detroit í Michigan árið 1939. Hún er margverðlaunað- ur listamaður. Hún lék meðal annars í myndinni 9 to 5 með Jane Fonda og Dolly Parton og A Prairie Home Companion. Einnig hefur hún leikið í sjón- varpsþáttum á borð við The West Wing. Þennan dag árið 1914 dó síð- asta flökkudúfan í dýragarði í Cincinnati í Bandaríkjunum. Hún bar nafnið Martha. Flökku- dúfur, eða Ectopistes migratori- us, voru eitt sinn algengasti fugl- inn í Norður-Ameríku. Varpstöðv- ar þeirra voru í skóglendi um mitt og austanvert Kanada og í austur- hluta Bandaríkjanna, en á haustin héldu þær í suðurátt. Þær ferðuð- ust um í hópum og endaði förin stundum í Mexíkó og Kúbu. Talið er að heildarfjöldi þessarar fugla- tegundar hafi verið allt að tuttugu og fimm prósent af öllum varp- fuglum í álfunni og að stofnstærð- in hafi verið margir milljarðar ein- staklinga. Þegar Evrópubúar tóku að setj- ast að í Nýja heiminum tók dúfun- um að fækka. Það sem hafði enn frekari áhrif á fækkun þeirra var gríðarleg veiði á dúfunum þegar dúfnakjöt varð vinsælt hjá þræl- um og fátæku fólki. Á 19. öld varð til starfsstétt sem sérhæfði sig í dúfnaveiðum, svokallaðir dúfna- veiðimenn. Hænsnfuglar Evrópu- manna voru einnig fluttir yfir hafið og báru sýkingar í flökkudúfurn- ar. Við þetta bættist að kvenfugl- ar flökkudúfna verptu yfirleitt að- eins einu eggi og það gerði stofn- inn enn viðkvæmari en ella. Í lok nítjándu aldar fór þessi fuglategund úr því að vera fjöl- mennasta tegund heims yfir í algera útrýmingu. ÞETTA GERÐIST: 1. SEPTEMBER 1914 Síðasta flökkudúfan deyr Framleiðsla er hafin á pokum og filmu, undir nafninu Mater- Bi, úr umhverfisvænu efni sem brotnar niður í náttúrunni. Það er unnið úr maíssterkju og blandað með öðrum lífbrjót- anlegum efnum og líkist plasti. Efnið er endurnýjanlegt og brotnar niður á 10-45 dögum við jarðgerð. Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21, segir þetta ákveðið frumkvæði í þá átt að uppfylla tilskipun Evr- ópusambandsins um urðun á lífrænum úrgangi sem búið er að innleiða í íslensk lög og reglugerðir. Tilskipunin felur í sér að minnka skuli lífræna úrganginn í áföngum. Fyrsti áfanginn er strax árið 2009 og árið 2020 á magnið að vera komið niður í þriðjung þess sem það var árið 1995. „Þetta er lítið skref á langri leið en engin bylting. En svona skref eru bráðnauðsynleg,“ segir Stefán. „Aðal atriðið er þó að þetta efni verði sett í jarðrækt og endurnýtt en ekki urðað.“ Á dögunum færðu starfsmenn Plastprents fyrirtækjun- um Fjarðarkaupum, Lyfju og Bónus fyrstu íslensku Mater- Bi pokana. Hægt að framleiða sams konar poka og umbúð- ir úr Mater-Bi og gert hefur verið hingað til úr mengandi plastefnum. - ges Brotnar niður á nokkrum vikum UMHVERFISVÆNIR Nýju „plastpokarnir“ brotna niður í náttúrunni. MYND/TRYGGVI R. JÓNSSON Hagfræðideild Háskóla Ís- lands býður öllum sem vilja að sækja, án endurgreiðslu, tíma í þjóðhagfræði í haust. Fyrirlesari verður Þorvald- ur Gylfason prófessor. Um er að ræða inngangs- námskeið sem krefst ekki sérstaks undirbúnings. Fyrir lestrar verða þriðju- daga frá 14.10 til 17.20 í sal H1 í Háskólabíói frá og með næstkomandi þriðjudegi. - gh Boðið í hagfræðitíma ÞORVALDUR GYLFASON Ætlar að fræða almenning um hagfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.