Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 6
6 1. september 2008 MÁNUDAGUR MENNTUN „Ég vil að samtökin hafi það að markmiði að styðja við bakið á foreldrum barna sem hafa lent í einelti,“ segir Ingi- björg Helga Baldursdóttir grunn- skólakennari. Eins og greint hefur verið frá svipti sonur Ingi- bjargar sig lífi í sumar og segir Ingibjörg gegndarlaust einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla fyrst og fremst ástæðu dauða hans. Ingibjörg og Þráinn Lárusson, faðir piltsins, ákváðu að dauði sonar þeirra yrði ekki feimnis- mál heldur myndu þau tala opin- berlega um það sem hann gekk í gegnum og afleiðingar eineltis- ins fyrir hann. Auk þess vildu þau minna á að einelti væri ekki aðeins bundið við þann tíma sem það stæði yfir eða það barn sem fyrir því yrði. Afleiðingar þess væru langvarandi og öll fjöl- skylda barnsins þjáðist með því. Ingibjörg segir samtökunum ætlað að vera vettvangur fyrir foreldra til að leita sér ráðgjafar, skiptast á skoðunum og miðla reynslu sinni. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstundafræðum við Háskóla Íslands sem lengi hefur beitt sér gegn einelti, segir samtök sem þessi mjög þörf. Eineltismál séu oft á tíðum flókin og þrungin til- finningum og því þurfi foreldrar stuðning við að fóta sig í barátt- unni fyrir barnið sitt. Eitt þeirra markmiða sem Ingi- björg segist vilja sjá samtökin vinna að er að vera þrýstihópur á breytingar innan skólakerfisins. Hún telur brýnt að forvarnar- starfi og eineltisvinnu sé gert hærra undir höfði og vill sjá skólayfirvöld og sveitarfélög axla frekari ábyrgð á þeim störfum. Í nýrri viðhorfskönnun for- eldra barna í grunnskólum Reykjavíkur, sem gerð var fyrir menntasvið borgarinnar, kom fram að af þeim 2.903 foreldrum sem svöruðu spurningunni um hvort þeir vissu til þess að eineltis- mál hefðu komið upp í skólanum svöruðu tæp sextíu prósent ját- andi eða 1.677. Þegar spurt var hvernig foreldrum hefði þótt brugðist við eineltinu í skólanum taldi rétt tæpur fjórðungur for- eldra að skólinn hefði ekki tekið á málinu. Þá telja töluvert margir foreldrar að bæta megi upplýs- ingastreymi til þeirra um mál sem þessi. Kjartan Magnússon, ný skipaður formaður mennta- ráðs Reykja víkur, sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann gerði sér vel grein fyrir því hve mikil- væg þessi mál væru, hann teldi málin nú í góðum farvegi meðal skólayfirvalda en alltaf mætti gera betur. karen@frettabladid.is Atlantskaup ehf. Bæjarflöt 6,112 Reykjavík S: 533 3700 Upplýsingar á www.atlantskaup.is STIGAR OG HANDRIÐ ÚR GLERI OG STÁLI ÚTI SEM INNI Foreldrarnir þjást með börnunum Móðir ungs manns sem svipti sig lífi í sumar vinnur nú að stofnun samtaka fyrir foreldra barna sem glímt hafa við einelti. Lektor við Kennaraháskólann segir framtakið þarft. Fjórðungur foreldra segir að ekki sé tekið á einelti í skólum. Hefur komið upp eineltismál í skólanum sem þú manst eftir? Fjöldi Hlutfall Já 1.677 57,8% Nei 1.226 42,2% Heimild: Viðhorfskönnun Menntasviðs Reykjavíkur árið 2008 Hvernig fannst þér tekið á því máli af hendi skólans? Fjöldi Hlutfall Fljótt og vel 634 41,2% Vel en ekki nógu fljótt 556 36,2% Sk. tók ekki á málinu 348 22,6% Heimild: Viðhorfskönnun Menntasviðs Reykjavíkur árið 2008 Ertu ánægð(ur) eða óánægð(ur) með hvernig umsjónarkennari upplýsir foreldrahópinn um líðan og félagsanda í bekknum, s.s. ef einelti kemur upp? Fjöldi Hlutfall Mjög ánægð(ur) 939 34,9% Frekar ánægð(ur) 693 25,8% Hvorki né 639 23,8% Frekar óánægð(ur 245 9,1% Mjög óánægð(ur) 174 6,5% Heimild: Viðhorfskönnun Menntasviðs Reykjavíkur árið 2008 Fleiri kennarar með réttindi Hlutfall framhaldsskólakennara á Íslandi með kennsluréttindi jókst um 6,7 prósentustig frá árinu 2000 til ársins 2007, úr 71,3 prósentum í 78 prósent, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Sama hlutfall er í höfuðborginni og á landsbyggðinni. MENNTUN Guðný bæjarlistamaður Guðný Halldórsdóttir kvikmynda- gerðarmaður hefur verið valin bæjarlistamaður Mosfellsbæjar í ár. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar. Guðný er meðal annars þekkt fyrir myndina Ungfrúin góða og húsið. MOSFELLSBÆR ÚTGERÐ Fiskistofa svipti sex skip veiðileyfum í júlímánuði vegna brota á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar. Í fimm tilvika var úrræðinu beitt vegna veiða umfram aflaheimildir. Sæberg frá Hafnarfirði og Hildur frá Norðurfirði fengu veiðileyfin á ný eftir að kvótastaða þeirra hafði verið leiðrétt en Valur og Gullbjörg frá Súðavík og Júlíana Guðrún frá Sandgerði verða án leyfa þar til kvótastaða þeirra hefur verið löguð. Þjóð- björg frá Sandgerði var svipt leyfi í eina viku vegna framhjálöndun- ar og afladagbókarbrots. - bþs Fiskistofa beitir refsiúrræðum: Sex skip svipt veiðileyfi í júlí Þegar ég fer yfir kassakvittunina og bið afgreiðslufólk verslana að útskýra eitthvað nánar, fara og athuga hilluverð eða endurgreiða mér nokkrar krónur, er ég stund- um litin hornauga. Mér er alveg sama og ég held að ef fleiri fylgd- ust með myndu verslanirnar sjá sér hag í að fara að lögum og verðmerkja rétt. Anna skrifar: Ég byrjaði á að fara í Nettó í Mjódd en ég hafði fundið það út að lífrænn Hipp ungbarnamatur væri ódýrari þar en ég hafði séð annars staðar. Ég tíndi til það sem mig vantaði. Hélt ég svo í Bónus í Holtagörð- um og að síðustu í Hagkaup í sama kjarna og keypti það sem ég hafði ekki fengið í Bónus. Þegar ég hafði greitt við kass- ann sá ég færslu sem ég kannað- ist ekki við. Samkvæmt kvitt- uninni átti ég að hafa keypt sítr- ónugras í staðinn fyrir ferskan aspas sem hins vegar vantaði á kvittunina. Hófst þá hið skemmti- lega ferli að fá pening- ana endurgreidda. Heima renndi ég yfir kassakvittanirnar frá Nettó og Bónus. Sam- kvæmt Nettó kvittuninni átti ég að hafa keypt 2 tepakka í stað eins. Þegar ég leit svo yfir Bónus kvittunina sá ég að ég átti að hafa keypt 3 dósir af baunum þegar ég keypti aðeins tvær. Samtals urðu þetta 760 krónur sem ég greiddi til einskis. Héðan í frá kem ég ekki til með að skamm- ast mín fyrir að stöðva kassaraðir í matvöru- verslunum, jafnvel á háannatíma, á meðan ég læt leiðrétta mis- tök. Neytendur verða að varast að greiða fyrir rangar vörur: Beðið í röð eftir endurgreiðslu ASPAS Þetta er ekki sítrónugras.HELGA ÞÓREY neytendur@frettabladid.is Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is INGIBJÖRG HELGA BALDURSDÓTTIR VANDA SIGUR- GEIRSDÓTTIR KJARTAN MAGNÚSSON FERÐALÖG „Kjölur er orðinn vinur minn ef svo má segja,“ segir Hjalti Gunnarsson, sem fór á dögunum sína hundruðustu hestaferð yfir Kjöl. „Maður þekkir orðið þúfurnar og steinana með nafni. Þó sér maður alltaf eitthvað nýtt.“ Síðastliðin fjórtán ár hefur Hjalti ferðast samtals 24 þúsund kílómetra yfir Kjöl með hópa ferðamanna fyrir Íshesta. Þessi vegalengd jafngildir tæplega átján ferðum um hringveginn og 41 maraþoni á hverju ári. Hjalti segist þó síst orðinn leiður á Kili. „Maður hefur alltaf jafn gaman af þessu. Það er alltaf nýtt fólk til að kynnast og ég hef verið gríðarlega heppinn með fólk sem aðstoðar mig í þessu. Það eina sem ég er orðinn þreyttur á er hve lítið er gert fyrir reiðleiðir hérlend- is. Það er margt sem mætti laga fyrir lítinn pening.“ Um þrjú þúsund manns hafa verið samferða Hjalta á þessum árum en þar af segir hann langflesta vera erlenda ferðamenn. „Það voru svona fimm prósent Íslendingar í sumar sem þó er aukning. Það hafa komið margfalt fleiri útlendingar á Kjöl en Íslendingar. Fólk heldur að Kjölur sé leiðinlegur yfirferðar, en það er misskilningur, og fólk á ekki orð yfir hvað leiðin er mikilfengleg.“ - ges Hjalti Gunnarsson hefur farið 24 þúsund kílómetra með hópa ferðamanna: Farið hundrað ferðir yfir Kjöl BÖRN NÁTTÚRUNNAR Hjalti ásamt eiginkonu sinni, Åsu Dalkarls. Vilt þú að sérstakt ráðuneyti verði stofnað fyrir efnahags- mál? Já 45% Nei 55% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga að vera til siðareglur sem skikka þingmenn til að greina frá eignum sínum? Segðu þína skoðun á vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.