Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 42
26 1. september 2008 MÁNUDAGUR Auglýsingasími – Mest lesið FÓTBOLTI Breiðablik og KR mætast í seinni undanúrslitaleik VISA- bikars karla á Laugardalsvelli kl. 20 í kvöld. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, gerir sér fulla grein fyrir mikil- vægi leiksins. „Þetta er náttúrlega eini möguleiki lið- anna beggja til að vinna titil í sumar og bæði liðin vilja pottþétt ná árangri í bikar- keppninni. Við Blikar ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að kóróna fínt sumar hjá okkur með bikartitlinum,“ segir Ólafur. Breiðablik fór fremur erfiða leið að undanúrslitaleiknum og ruddi þar bæði Íslandsmeisturum Vals og toppliði Keflavíkur úr vegi. „Það er mjög sterkt að hafa unnið þessi lið á leið okkar í undan- úrslitin og nú er enn einn steinn í götu okkar sem við þurfum að ryðja úr vegi og við vitum að við höfum bolmagn til þess,“ segir Ólafur. Það er einnig hugur í Loga Ólafs- syni, þjálfara KR. „Það er oft talað um að bikar- úrslitaleikurinn sé stærsti leikur sumarsins og þangað vilja auðvitað allir komast. Það væri mjög gaman að geta viðhaldið bikarhefðinni í Vesturbænum og ég tel okkur eiga ágætis mögu- leika á að ná því,“ segir Logi, en KR-ingar hafa hampað bikarnum tíu sinnum, oft- ast allra liða. - óþ Allt verður lagt í sölurnar þegar Breiðablik og KR mætast í bikarnum í kvöld: Eina von beggja liða um titil FÓTBOLTI Það vantaði ekki dramat- íkina í undanúrslitaleik Fylkis og Fjölnis í VISA-bikar karla í gær. Flest benti til þess að grípa þyrfti til framlengingar þegar Fjölnis- maðurinn Tómas Leifsson skoraði sigurmarkið þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. „Ég er bara ennþá að ná mér. Ég tók ekkert eftir því að það væri svona lítið eftir af leiknum, þannig að það var hrikalega sætt að vinna með þessum hætti,“ segir hetja Fjölnismanna, Tómas Leifsson. Leikurinn fór tiltölulega rólega af stað á upphafsmínútunum, en það átti heldur betur eftir að breytast. Fyrsta mark leiksins kom á 17. mínútu þegar Fjölnismaðurinn Gunnar Már Guðmundsson skor- aði gott mark eftir þríhyrnings- spil við Tómas Leifsson. Fylkismenn jöfnuðu leikinn eftir hálftímaleik. Varnarmenn Fjölnis náðu þá ekki að hreinsa boltann úr vítateig sínum og Kjart- an Ágúst Breiðdal mætti á fjær- stöngina og skoraði af stuttu færi. Fylkismenn tóku svo forystu stuttu síðar þegar varnarmaður- inn Þórir Hannesson brá sér í sóknina og skallaði einn og óvald- aður sendingu Ians Jeffs í netið. Fylkismenn voru þó ekki lengi í paradís, því þremur mínútum eftir að hafa skorað varð varnarmaður- inn Valur Fannar Gíslason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Varnarmistök Fylkis voru hins vegar ekki úr sögunni því stuttu síðar átti Þórir mjög slaka spyrnu sem barst beint í hlaupalínu Pét- urs Georgs Markan, sem slapp inn fyrir vörnina og þakkaði fyrir sig með því afgreiða boltann í netið framhjá Fjalari. Staðan var 2-3 í hálfleik í fjörugum leik. Það dró til tíðinda á 67. mínútu þegar Fjölnismenn gerðu tilkall til vítaspyrnu þegar stuggað var við Kristjáni Haukssyni í vítateign- um. Dómarinn, Valgeir Valgeirs- son, kaus að flauta ekki en í næstu sókn náðu Fylkismenn svo að jafna leikinn. Varamaðurinn Heimir Snær Guðmundsson gerði sig sekan um slæma sendingu sem Ian Jeffs komst inn í og átti gott skot sem Þórður réði ekki við. Allt var í járnum á lokamínútun- um og leikmenn liðanna virtust vera búnir að sætta sig við að grípa þyrfti til framlengingar þegar Tómas skoraði sigurmarkið. Tómas fékk sendingu frá vara- manninum Davíð Þór Rúnarssyni og skoraði sigurmarkið þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Stuttu síðar var svo flautað til leiksloka og Fjölnir komið í úrslita- leikinn annað árið í röð og í annað skiptið í sögu félagsins. „Það sem stendur upp úr hjá mér er karakterinn sem við sýnd- um og við þurfum að byggja á því. Við erum bara bikarlið og núna ætlum við alla leið,“ segir sigur- reifur Ásmundur Arnarsson, þjálf- ari Fjölnis. Sverrir Sverrisson var að stýra Árbæingum í sínum fyrsta leik eftir að hafa verið ráðinn þjálfari á dögunum. Hann dregur ýmislegt jákvætt frá leiknum. „Menn voru að leggja sig fram og það er líka jákvætt að við erum að skora meira en oft áður í sumar.“ omar@frettabladid.is Tómas hetja Fjölnismanna Fjölnir vann Fylki, 3-4, í dramatískum undanúrslitaleik í VISA-bikar karla á Laugardalsvelli í gær. Tómas Leifsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. HLÁTUR OG GRÁTUR Tómas Leifsson fagnar hér sigurmarki sínu á 92. mínútu sem tryggði Fjölnismönnum í úrslitaleik VISA-bikarsins. Leikmaður Fylkis liggur hins vegar eftir í grasinu og vonbrigðin leyna sér ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Toppliðin Chelsea og Liverpool urðu bæði að sætta sig við jafntefli í ensku úrvalsdeild- inni í gær en þau eru sem fyrr á toppi deildarinnar. Juliano Belletti kom Chelsea yfir gegn Tottenham með skraut- legu marki en boltinn virtist hrökkva af læri Brasilíumanns- ins og þaðan í netið. Darren Bent náði svo að jafna leikinn eftir að boltinn barst inn fyrir vörn Chelsea af Frank Lampard. Bent kláraði færi sitt vel og markið nægði Totten- ham til jafnteflis og fyrsta stigs liðsins í deildinni. Dimitar Berbatov var ekki í leikmannahópi Tottenham en allt virðist benda til þess að fram- herjinn gangi í raðir Manchester United áður en félagaskipta- glugganum verður lokað á mið- nætti í kvöld. Liverpool sótti ekki gull í greipar Aston Villa og varð að sætta sig við jafntefli. Til að bæta gráu ofan á svart meiddist framherjinn Fernando Torres í fyrri hálfleik og varð að yfirgefa völlinn en fyrirliðinn Steven Gerrard er einnig meiddur og var ekki í leikmannahópi Liver- pool í gær. Shaun Wright-Phillips skoraði tvö mörk þegar Manchester City nældi í þrjú stig gegn Sunder- land á útivelli. City skaust upp í þriðja sæti deildarinnar með 0-3 sigri sínum. - óþ Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær: Óbreytt á toppnum BYRJAR VEL Shaun Wright-Phillips skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik eftir endurkomuna til Manchester City. NORDIC PHOTOS/GETTY VISA-bikar karla undanúrsl. Fylkir-Fjölnir 3-4 0-1 Gunnar Már Guðmundsson (17.), 1-1 Kjartan Ágúst Breiðdal (30.), 1-2 Þórir Hannesson (37.), 2-2 sjálfsmark (40.), 2-3 Pétur Georg Markan(43), 3-3 Ian Jeffs (68.), 3-4 Tómas Leifsson (90.+2.). Enska úrvalsdeildin Aston Villa-Liverpool 0-0 Chelsea-Tottenham 1-1 1-0 Juliano Belletti (28.), 1-1 Darren Bent (45.). Sunderland-Manchester City 0-3 0-1 Stephen Ireland (45.), 0-2 Shaun Wright- Phillips (50.), 0-3 Wright-Phillips (58.). Ítalska úrvalsdeildin Ac Milan-Bologna 1-2 0-1 Marco Di Vaio (18.), 1-1 Massimo Ambrosini (41.), 1-2 Francesco Valiani (79.). Roma-Napoli 1-1 1-0 Alberto Aquilani(29.), 1-1 Marek Hamsik(55.) Chievo-Reggina 1-2 0-1 Bernando Corradi (72.), 1-1 Michele Marcolini (76.), 2-1 Vincenzo Italiano (88.). Emil Hallfreðs- son var í byrjunarliði Reggina en var skipt út af á 86. mínútu. Spænska úrvalsdeildin Numancia-Barcelona 1-0 1-0 Mario (13.). Eiður Smári Guðjohnsen var á varamannabekk Barcelona og kom ekki við sögu í leiknum. ÚRSLIT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.