Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 1. september 2008 Leikarinn og lagasmiðurinn Þór Breiðfjörð Kristinsson er þessa dagana að leggja lokahönd á fyrstu sólóplötu sína, sem ber titilinn Running Naked. Þór hefur búið og starfað í Englandi síðastliðinn ára- tug og hefur meðal annars sungið í mörgum stærstu söngleikjum West End í London, í sumar hélt hann nokkra tónleika hér heima þar sem hann flutti þekkt söngleikjalög við góðar undirtektir. Upptaka plöt- unnar fer að mestu fram í Kanada, þar sem Þór er nú búsettur ásamt fjölskyldu sinni. „Þetta er búið að vera rosalegt ævintýri og ég hef fengið að vinna með einvalaliði tónlistarmanna. Þessa dagana erum við að vinna hörðum höndum að því að ljúka við plötuna og ég á von á því að klára plötuna í næstu viku.“ Að eigin sögn vann Þór í þrjú ár að plötunni áður en haldið var í hljóðver og er elsta lagið á plötunni tíu ára gam- alt. Tónlist sinni lýsir Þór sem hálf- gerðu popp/rokki. „Þetta er í ætt við Ray LaMontagne og í áttina að David Gray. Þetta er allt frá rokk- lögum niður í fallegar ballöður þar sem ég syng og spila á flygil.“ Platan kemur í verslanir í haust og mun Þór halda tónleika á Íslandi í desemberbyrjun. Hann segist vera gífurlega spenntur fyrir útgáfu plötunnar. „Þetta ferli er búið að vera tilfinningalegur rússíbani. Ég er spenntur en á sama tíma mjög stressaður því maður vonast að sjálfsögðu eftir góðum viðbrögðum hlustenda. Lögin byggi ég mikið á eigin reynslu og tilfinningum og því stendur maður eftir svolítið berskjaldaður.“ - sm Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík eða RIFF stendur að kvikmyndasmiðju 2. til 4. október. Smiðjan er einungis ætluð kvikmyndagerðarmönnum og ætluð þeim til framdráttar. Boðið er upp á þétta dagskrá fyrirlestra, sem leidd er af fagmönnum, mörgum mjög þekktum á sínu sviði. Þar má nefna danska leiktjórann og leikkonuna Paprika Steen, franska höfundinn og leikstjór- ann Philippe Claudel, heimildar- kvikmyndagerðarmaninn Arto Halonen og Dag Kára Pétursson. Þá fá þátttakendur keppnisrétt í stuttmyndakeppni hátíðarinnar, Gullna egginu, passa á hátíðina, hádegisverð og morgunmat á meðan á smiðjunni stendur og aðgang að öðrum veisluhöldum. Loks býðst þeim að kynna verk sín á vefsíðu RIFF. Skilyrði er að þátttakendur tali góða ensku og stundi nám eða vinni við kvik- myndagerð. Umsóknarfrestur er til 15. september, en umsóknir má nálgast á riff.is. Kvikmynda- smiðja GEFUR ÚT FRUMRAUNINA Þór Breiðfjörð hefur sungið á West End í mörg ár en gefur út sína fyrstu plötu í haust. Tilfinningalegur rússíbani í Kanada Baltasar Kormákur er hæst- ánægður með að Mýrin hafi kom- ist á topp tíu lista breska Times yfir bestu glæpamyndir allra tíma. „Usual Suspects, Silence of the Lambs og Mýrin. Þetta var bara fyndið, ég trúði þessu ekki þegar ég heyrði þetta,“ sagði Baltasar. Aðrar myndir á listanum eru Darkness in Tallinn, The Trans- porter, Freebie and the Bean, Once Upon a Time in America, Fargo, Reservoir Dogs og The Last of Sheila. Kemst Baltasar Kormákur þar með á blað ásamt Coen-bræðr- um, Tarantino og Sergio Leone. Um myndina segir: „Auðrekjan- leg blóðbönd Íslendinga koma upp um röð morða, en það sem truflar mest er að horfa á löggu borða lambshaus.“ Unnið er að handriti eftir bók- inni Grafarþögn, en þeir Arnaldur og Baltasar koma að því saman. Það er því aldrei að vita nema annað samstarfsverkefni þeirra komist einnig á spjöld kvikmynda- sögunnar. - kbs Trúði þessu ekki HÁKLASSA MYND Mýrin komst á lista Times yfir bestu glæpamyndir allra tíma. MEÐAL FYRIR- LESARA Dagur Kári miðlar visku sinni til kvik- mynda- gerðar- manna. FRÉTTA BLAÐIÐ/ ARNÞÓR Kennsla hefst 15. september Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 frá kl. 10-16. www.schballett.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.