Fréttablaðið - 01.09.2008, Qupperneq 4
4 1. september 2008 MÁNUDAGUR
EFTIR
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
20°
21°
16°
15°
21°
20°
21°
22°
18°
25°
30°
28°
22°
22°
26°
30°
33°
24°
12
Á MORGUN
8-13 m/s SA-til, annars
3-8. Rigning V-til um
morguninn,
MIÐVIKUDAGUR
3-10 m/s, stífastur
með ströndum.
13
10
10
11
12
13
15
11
11
13
11
7
5
5
3
8
5
4
3
7
5
5
6
11
11
1413
ÚRKOMULOFT Í
dag siglir úrkomuloft
úr austri, vestur yfi r
land og því nokkur
breytileiki á veðrinu
næsta sólarhringinn.
Núna með morgnin-
um verður víða rigning
norðaustan og austan
til en síðar í dag fer að
rigna norðvestan til og
á Vestfjörðum. Bjart
verður sunnan til í nær
allan dag en smám
saman þykknar þar
upp og fer að rigna
með kvöldinu.
11 10
8
10
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
STJÓRNSÝSLA Kostnaður mennta-
málaráðuneytisins og Reykjavíkur-
borgar vegna hátíðarhalda í tilefni
af heimkomu íslensku Ólympíufar-
anna nam tæpum sex milljónum
króna. Ríki, borg og Íþrótta- og
Ólympíusamband Íslands stóðu
sameiginlega að skipulagningu og
kostnaði.
Kostnaður við svið, hljóðkerfi,
tjald, tæknimenn, gæslu og
sviðsstjórn var stærsti kostnaðar-
liðurinn, 2,7 milljónir króna.
Kostnaður við listamenn var 1,2
milljónir króna og gjafir til
landsliðsins kostuðu 1,1 milljón. Þá
fóru 435 þúsund krónur í akstur og
415 þúsund í veitingar. - þeb
Móttaka strákanna okkar:
Sex milljónir í
hátíðarhöldin
FÉLAGSMÁL Undirbúningsvinna
fyrir byggingu þrjátíu rýma hjúkr-
unarheimilis á Seltjarnarnesi er
hafin. Fyrr í sumar ákvað bærinn
að hætta við þátttöku í byggingu
níutíu rýma hjúkrunarheimilis á
Lýsislóðinni í vesturbæ Reykja-
víkur.
Félagsmálaráðherra hefur stað-
fest við bæjarstjóra Seltjarnarness
að gert sé ráð fyrir að hjúkrunar-
heimili verði reist og undirbúning-
ur að því geti hafist á þessu ári.
Jónmundur Guðmarsson, bæjar-
stjóri á Seltjarnarnesi, segir að
þegar ákveðið hafi verið að hætta
við samstarf um hjúkrunarheimili
á Lýsislóð hafi verið skipaður
vinnuhópur, „sem í sitja fulltrúar
meirihluta og minnihluta til að
vinna áfram að stefnumörkun og
hugmyndafræði heimilisins, um
mögulega samstarfsaðila og auð-
vitað líka til viðræðna við ríkið um
undirbúning málsins“.
Jónmundur segir að vinna hóps-
ins hafi gengið vel og verið sé að
skoða staðsetningar fyrir væntan-
legt heimili. Þá sé einnig verið að
skoða nýja hugmyndafræði þar
sem önnur þjónusta verði tengd
við heimilið og staðsett á sama
stað. „Þá erum við að tala um mið-
stöð heimaþjónustu, mögulega
aðstöðu fyrir félagsstarf eldri
borgara og dagvistina okkar.“ Jón-
mundur telur raunhæft að vinna
við heimilið geti hafist á þessu ári.
- þeb
Leitað að staðsetningu og unnið að málum hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi:
Vinna getur hafist á þessu ári
UNDIRRITUN Jónmundur, Siv Friðleifs-
dóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, og
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þáverandi
borgarstjóri, við undirritun samningsins
fyrir tveimur árum.
DANMÖRK Útgáfu danska fríblaðs-
ins Nyhedsavisen hefur verið hætt
frá og með deginum í dag. Simon
Andersen, ritstjóri blaðsins,
staðfesti þetta við danska
ríkisútvarpið í gærkvöldi. Þá var
nýbúið að tilkynna starfsmönnum
blaðsins um þessa ákvörðun.
Ekkert blað mun koma út í dag,
en samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er yfirlýsingar frá
Morten Lund, aðaleiganda
blaðsins, að vænta um málið
seinna í dag. - þeb
Blöðum fækkar í Danmörku:
Hætta útgáfu
Nyhedsavisen
Fjórir í fangageymslum
Fjórir gistu fangageymslur lögregl-
unnar á Suðurnesjum aðfaranótt
sunnudags. Talsverð ölvun var á
Sandgerðisdögum og þurfti lögregla
að hafa afskipti af unglingum sem
höfðu áfengi um hönd.
SUÐURNES
NÁTTÚRUHAMFARIR Mikill viðbúnaður er í suðaustur-
ríkjum Bandaríkjanna fyrir ætlaða komu fellibylsins
Gústavs í dag. Hann reið í gær yfir Kúbu og hélt áleið-
is norður yfir Mexíkóflóa. Hundruð þúsunda hafa flúið
borgir í suðaustanverðum Bandaríkjunum. Hafnar-
borgin New Orleans í Louisiana líkist draugaborg.
Gestur Ólafsson, prófessor við Ríkisháskóla Louis-
iana, segir að stöðugur bílastraumur hafi verið frá
New Orleans, en íbúar borgarinnar eru enn að jafna sig
frá því að fellibylurinn Katrína gekk þar yfir fyrir
þremur árum.
„Það er í raun og veru skelfilegast að þetta gerist
aftur eftir svona stuttan tíma. Það eru ekki nema þrjú
ár síðan og uppbyggingin var ekki ennþá búin. Þarna
bjuggu rúm fjögur hundruð þúsund manns, en eru nú
ekki nema um tvö eða þrjú hundruð þúsund. Margir
komu ekki til baka. Svæðin þarna eru mörg hver ennþá
í hálfgerðum rústum.“
Á föstudaginn fór fram útför síðustu fórnarlamba
Katrínu, þeirra sem ekki var hægt að vera kennsl á.
Borgarstjóri New Orleans, Ray Nagin, bað í gær alla
íbúa borgarinnar að flýja. Hann hefur sagt þá sem eftir
verða vera þar á eigin ábyrgð.
Flóðgarðar gæta New Orleans, en um helmingur
borgarinnar er undir sjávarmáli. Þeir brustu þegar
Katrína gekk yfir og áttatíu prósent borgarinnar fóru
undir vatn. Síðan hafa flóðgarðarnir verið efldir veru-
lega. En óvíst er samt hvort þeir haldi, verði Gústav
fjórða stigs fellibylur þegar hann fer yfir borgina.
Styrkur Gústavs fór niður í þrjá í gær þegar hann
fór yfir Kúbu en endurheimti styrk sinn yfir Mexíkó-
flóa. Er líklegt að hann nái fjórða stigi áður en hann
nær að ströndum Bandaríkjanna, með vindhraða upp á
allt að 250 kílómetra á klukkustund.
Mikið eignatjón varð af völdum bylsins á Kúbu og
einhverjir særðust. Engar fregnir hafa borist af dauðs-
föllum. Olíuvinnsla liggur að mestu niðri í Mexíkóflóa.
Fjórðungur af olíuframleiðslu Bandaríkjanna kemur
þaðan.
George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að
hann sæki ekki flokksþing Repúblikanaflokksins sem
hefst í Minnesota-ríki í dag. Hann ætlar að kanna við-
búnað fyrir Gústav í Texas, heimaríki sínu.
gunnlaugurh@frettabladid.is
Íbúar enn í sárum
eftir síðasta fellibyl
Fellibylurinn Gústav reið í gær yfir Kúbu og hélt í átt norður að suðaustur-
strönd Bandaríkjanna. Íbúar New Orleans flýja í hrönnum, en fólk þar um
slóðir er enn að jafna sig eftir Katrínu, að sögn Gests Ólafssonar prófessors.
REYKJAVÍK Rúmlega þrjú hundruð
milljónir munu fara í greiðslur til
foreldra sem eru með börn sín á
biðlistum leikskóla í Reykjavíkur-
borg fram til ársins 2011.
„Hvert pláss á leikskóla kostar
mikið og það tekur svolítið á fyrir
borgina að byggja þá,“ segir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,
formaður leikskólaráðs.
Hún segir að greiðslur til
verkefnisins muni lækka ár frá
ári, en á sama tíma muni framlög
til leikskólauppbyggingar hækka.
Áætlað er að verkefninu ljúki árið
2012, og þá muni allir foreldrar
hafa val um leikskóla, ungbarna-
skóla eða dagforeldra. Heim-
greiðslur, sem heita þjónustu-
tryggingar hjá borginni, nema 35
þúsund krónum á mánuði. - þeb
Leikskólavandi í Reykjavík:
312 milljónir í
heimgreiðslur
EYÐILEGGING Mikið eignatjón varð á Kúbu eftir að
fellibylurinn Gústav reið þar yfir. Engar fréttir höfðu hins
vegar borist af dauðsföllum. Talið er að fellibylurinn nái til
Louisiana í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
GENGIÐ 29.08.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
158,8986
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
82,7 83,1
151,23 151,97
121,75 122,43
16,323 16,419
15,332 15,422
12,895 12,971
0,7600 0,7644
129,77 130,55
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
SAMGÖNGUR Flugmenn hafa
brugðist ókvæða við tilmælum
lággjaldaflugfélagsins Ryanair
um að þeir skuli takmarka magn
varaeldsneytis sem þeir setja á
flugvélar, að því er The Sunday
Times greinir frá. Segja þeir það
stefna flugöryggi í hættu.
Samkvæmt Evrópureglum
verður að vera nægt eldsneyti í
flugvélum til að komast á
varaflugvöll auk fimm prósenta
varabirgða. Auk þess er ætlast til
að flugmenn áætli nauðsyn á
frekari aukabirgðum, meðal
annars með hliðsjón af veðri.
Ryanair hefur sagt að þetta magn
megi ekki fara yfir þrjú hundruð
kíló, nema í undantekningartilvik-
um.
Ekki eru í gildi slíkar takmark-
anir hjá íslenskum flugfélögum,
að sögn Jóhannesar Bjarna
Guðmundssonar, formanns Félags
íslenskra atvinnuflugmanna.
- gh
Flugmönnum hjá Ryanair:
Skipað að tak-
marka eldsneyti
FLUGVÉL RYANAIR Tilvikum þar sem
flugvélar þurfa að lenda tafarlaust vegna
lítils eldsneytis hefur farið fjölgandi í
Bretlandi.
27 létust í jarðskjálfta
Að minnsta kosti 27 létust og 362
særðust í jarðskjálfta í Sichuan-héraði
í Kína á laugardaginn. Hundrað og
áttatíu þúsund heimili skemmdust
í jarðskálftanum, að sögn yfirvalda.
Skjálftinn varð á sama svæði og
skjálftinn í maí sem olli dauða nærri
sjötíu þúsunda.
KÍNA