Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 46
30 1. september 2008 MÁNUDAGUR Guðni Björn Valberg átti hlut í vinningstillögunni um Lista- háskóla Íslands og skaut þar með kennurum sínum ref fyrir rass. „Að vissu leyti, já. Fjórar af fimm tillögum sem voru í efstu sætun- um voru eftir fyrrverandi kenn- ara mína,“ segir Guðni. „En ég vinn líka með fyrrverandi kenn- ara mínum hjá +Arkitektum. Þannig að það má segja að ég hafi skotið þeim öllum ref fyrir rass, nema Páli Hjaltasyni.“ Hann var Páli sem hægri hönd. „Þetta var í raun hópur hérna á Íslandi, en ég og Páll vorum hóp- stjórar. Svo vorum við með annað teymi í Danmörku sem heitir Adept og kom að þessu með okkur.“ Hvernig tilfinning er það að vinna kennara sína? „Hún er ágæt. Maður verður að passa sig að vera ekki of hrokafullur þegar gamlir kennarar koma við sögu, það voru nú þeir sem kenndu mér það sem ég kann. Þeir eiga því kannski brotabrot í þessari vinningstillögu eftir allt saman.“ Guðni útskrifaðist úr Lista- háskóla Íslands fyrir ári. Hann lætur mastersgráðuna bíða aðeins meðan hann fylgir tillögunni eftir. „Þetta var draumaverkefni fyrir mér, þar sem ég hef mikinn áhuga á Laugaveginum. Ég er að sjálf- sögðu tengdur Listaháskólanum og verð það nú enn frekar. Næsta draumaverkefni er að sjá skólann rísa og að fá að kenna þar í fram- tíðinni.“ - kbs 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. hvetja, 6. skammstöfun, 8. bók, 9. bar að garði, 11. tveir eins, 12. höku- toppur, 14. þátttakandi, 16. tveir eins, 17. gat á steðja, 18. knæpa, 20. fyrir hönd, 21. dugnaður. LÓÐRÉTT 1. strit, 3. tveir eins, 4. vitsmunamiss- ir, 5. sigað, 7. niðurlag, 10. samhliða, 13. gljúfur, 15. sjá eftir, 16. kúgun, 19. utan. LAUSN „Þar sem ég vinn við tónlist hlusta ég bara á það sem ég vinn að þann daginn. Í augna- blikinu er ég að vinna að tónlist hljómsveitarinnar Guitar Islancio og lögin Ack Varme- land og Cest si bon eru lögin við vinnuna þessa dagana.“ Björn Thoroddsen, gítarleikari LÁRÉTT: 2. örva, 6. al, 8. rit, 9. kom, 11. tt, 12. skegg, 14. aðili, 16. oo, 17. löð, 18. krá, 20. pr, 21. iðni. LÓÐRÉTT: 1. baks, 3. rr, 4. vitglöp, 5. att, 7. lokaorð, 10. með, 13. gil, 15. iðra, 16. oki, 19. án. SKAUT ÞEIM REF FYRIR RASS Guðni Björn vann kennara sína í samkeppninni um hús Listaháskólans. Kreppan virðist ekki hafa jafn slæm áhrif á alla þætti íslensks viðskiptalífs því í sumar hafa erlend kvikmyndafyrirtæki flykkst hingað til lands til þess að taka upp kvikmyndir og auglýs- ingar. Helga Margrét Reykdal hjá True North segir að fyrirtækið hafi haft í nægu að snúast síðustu vikur og vart haft undan við að þjónusta þá sem hingað komu. „Ágústmánuður er búinn að vera sérstaklega þéttur og fjörugur. Við vorum að ljúka við tökur á þýskri sjónvarpsmynd og nokkr- um bandarískum auglýsingum og erum strax farin að undirbúa næsta verkefni,“ segir Helga. Aðspurð segir Helga ástæðuna að baki þessa verkefnaflóðs vera slæmt gengi krónunnar, „Við þjón- ustum fyrst og fremst erlend kvik- myndafyrirtæki og eins og staðan er í dag þá er mjög hagstætt fyrir þau að koma hingað og vinna. Það er gífurlega margt að gerast í þessum bransa núna og miðað við í fyrra þá erum við núna til dæmis að taka að okkur fleiri verkefni á sama tíma og við höfum þurft að ráða til okkar aukafólk til þess að anna þessu.“ Magnús Viðar Jónsson hjá Saga- film hefur sömu sögu að segja. „Það hefur verið töluvert mikið að gera hjá okkur í sumar, mun meira en á sama tíma í fyrra. Fyrirspurnum frá erlendum fyrirtækjum hefur einnig fjölgað til muna, en flest þeirra koma hingað til þess að taka upp heimildar- myndir, kvikmyndir, aug- lýsingar og tískuþætti. Staða krónunnar er mjög veik miðað við erlenda gjaldmiðla og það er fyrirtækjum eins og okkar í hag.“ Magnús segir að iðngreinin hafi farið ört vaxandi síð- astliðin ár, „Latibær var til dæmis mikil lyftistöng fyrir iðn- greinina. Fólk fékk gríðarlega reynslu þar í hágæða háskerpufram- leiðslu og þessi kunnátta hefur svo skilað sér aftur út til okkar.“ Í viðtali við Fréttablaðið fyrir skömmu sagði Andrea Brabin hjá Eskimo að hún hafi einnig haft í nógu að snúast síðustu vikur. „Það er brjálað að gera hjá okkur og öllum þeim sem sinna útlendingum. Krónan er svo lág að það kostar fólk svo miklu minna að gera eitthvað hérna,“ var haft eftir Andreu. sara@frettabladid.is HELGA MARGRÉT: ERLEND KVIKMYNDAFYRIRTÆKI FLYKKJAST TIL ÍSLANDS Uppgrip við að þjónusta útlendinga í kreppunni Femínistafélag Íslands stendur fyrir pub-quiz kvöldi á Sólon á þriðjudagskvöldið, en slíkar keppnir hafa mælst afar vel fyrir á síðustu misserum. Spurninga- nirðir gætu þó átt von á dálítið fjölbreyttari spurningum en oft vilja einkenna slík kvöld. „Svona spurningakeppnir eru rosalega skemmtilegar, en það er oft sem maður fer á pub quiz og það er bara spurt um heimsmeist- ara í fótbolta og eitthvað álíka. Það sem þykir eðlileg vitneskja er svo oft mikil strákavitneskja,“ segir Auður Alfífa Ketilsdóttir, ritari félagsins. Spurningar á pub-quiz kvöldi Femínistafélagsins verða því með eilítið öðru sniði. „Við höfum verið að grínast með að hafa spurningar um blöðrubólgu, getn- aðarvarnir, hannyrðir og fleira úr sérhæfðum reynsluheimi kvenna,“ segir Auður kímin. „En þetta verður alveg pottþétt fjöl- breytt og ekki bara úr kvenna- sögu eða um blöðrubólgu. Enda er lykillinn að góðri keppni að hafa mikla fjölbreytni svo það reyni á víðtæka þekkingu,“ bætir hún við. Keppnin fer fram á efri hæð skemmtistaðarins Sólon og hefst klukkan 20. Tveir keppa saman í liði, en Auður leggur áherslu á að fólk megi að sjálfsögðu keppa eitt og sér. Blýantar verða á staðnum og gestir fá tilboð á barnum. Þá verður Bryndís Björgvinsdóttir með ljóðaupp- lestur í hléi. Auður hvetur sem flesta til að mæta. „Það væri náttúrulega stórskemmtilegt að fá venjulegar pöbbkviss-rottur og Gettu betur- liðin til að mæta og spreyta sig,“ segir hún. - sun Spurt er um blöðrubólgu Hlutskarpari en kennararnir NÓG AÐ GERA Helga Margrét hjá True North segir aldrei hafa verið meira að gera en í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ENGIN KREPPA Það er nóg að gera hjá fyrirsætum landsins í kreppunni. REYNIR Á VÍÐTÆKA ÞEKKINGU Auður Alfífa Ketilsdóttir segir pub-quiz Femínistafélagsins verða hefðbundna spurningakeppni, þó að spurningar gætu verið örlítið fjölbreyttari en oft gengur og gerist. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Löggildir rafverktakar Rafmagnsvandamál Talaðu þá við okkur Uppl. síma 8604507 / 8494007 islagnir@islagnir.is www.islagnir.is Jemenmarkaður og -uppboð Jóhönnu Kristjónsdóttur heppnaðist vel um helgina. 2,1 milljón fékkst fyrir listaverk Ólafs Elíassonar, millj- ón fyrir landsliðs- treyju Ólafs Stefánssonar og um 110 þúsund krónur fyrir kjól Bjarkar Guðmunds- dóttur. Hádegisverður með Friðriki Weisshappel og tveggja tíma leiðsögn hans um Kaupmannahöfn var svo slegið í gegnum síma. Óþekktur kaupandi greiddi 120 þús- und krónur fyrir. Þegar hádegis- verðurinn með Friðriki var boðinn upp var lesin upp vísa sem veitingamaðurinn í Kaupmannahöfn samdi af þessu tilefni. Hún var svohljóðandi: Það var sirka fyrir viku, að ég sagði já Lofaði blítt að brosa, vera hýr á brá Að leið-einn landa, út um borg og bý Draga fram og sýna, hennar fínerí Svo fór ég að hugsa, bjóða upp líkamann !? Tveggja tíma notkun, gæsa- húð ég fann Ég verð bara að vona : / Að það kaupi mig kona :) - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.