Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 40
24 1. september 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Kópavogsvöllur, áhorf.: 1.073 HK Þróttur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 10-11 (7-4) Varin skot Gunnleifur 4 – Bjarki Freyr 2 Horn 3-8 Aukaspyrnur fengnar 10-10 Rangstöður 2-1 ÞRÓTTUR 4–3–3 Bjarki F. Guðmunds. 4 Eysteinn Lárusson 5 Dennis Danry 6 Michael Jackson 5 Kristján Ó. Björnsson 6 Magnús M. Lúðvíks. 5 (72. Birkir Pálsson -) Þórður Hreiðarsson 4 (56. Jesper Sneholm 6) (81. Carlos Bernal -) Hallur Hallsson 6 Andrés Vilhjálmsson 5 Hjörtur Hjartarson 4 Sigmundur Kristjáns. 6 *Maður leiksins HK 4-5-1 Gunnleifur Gunnleifs. 7 Finnbogi Llorens - (19. Damir Mumin. 7) Ásgrímur Albertsson 7 Erdzan Beciri 8 Hörður Árnason 7 Hörður Magnússon 8 Almir Cosic 7 (33. Rúnar Sigurj. 7) *Sinisa Kekic 8 (70. Hörður M. Mag. 6) Finnur Ólafsson 7 Aaron Palomares 7 Iddi Alkhag 6 1-0 Almir Cosic (4.), 2-0 Hörður Magnús. (53.), 3-0 Rúnar Sigurjóns. (70.), 4-0 Aaron Palomares (90.). 4-0 Einar Örn Daníels. (6) KEFLAVÍK 3-0 GRINDAVÍK 1-0 Jóhann Guðmundsson (65.) 2-0 Guðmundur Steinarsson (83.), 3-0 Magnús Þorsteinsson (90.). Sparisjóðsvöllurinn, áhorf.: 1.767 Kristinn Jakobsson (8) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13-5 (5-1) Varin skot Ómar 1 – Zankarlo 2 Horn 3-2 Aukaspyrnur fengnar 6-7 Rangstöður 0-2 Keflavík 4-4-2 Ómar Jóhannsson 6 - Guðjón Á. Antoníusson 7, Kenneth Gustafsson 7, *Hallgrímur Jónasson 8, Brynjar Guðmunds. 6, Hörður Sveins- son 5 (58., Jón G. Eysteins. 6), Hólmar Örn Rúnars- son 7, Símun Samuelsen 6 (86. Hans Mathiesen -), Patrick Ted Redo 4, Jóhann B. Guðmunds. 6 (73., Magnús Þorsteinsson -), Guðmundur Steinarsson 7. Grindavík 4–5–1 Zankarlo Simunic 6 - Bogi Rafn Einarsson 4, Zoran Stamenic 8, Eysteinn Húni Hauksson 6, Jósef Jósefsson 4, Scott Ramsay 3 (71., Aljosa Gluhovic -), Orri Freyr Hjaltalín 7, Jóhann Helgason 6, Gilles Mbang Ondo 3 (61., Andri Steinn Birgisson 5), Marinko Skaricic 4 (80., Emil Símonars. - ), Tomasz Stolpa 5. VALUR 0-1 ÍA 0-1 Arnar Gunnlaugsson (3.) Vodafonevöllurinn, áhorf.: 960 Þorvaldur Árnason (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9-7 (5-5) Varin skot Kjartan 4 – Trausti 5 Horn 12-3 Aukaspyrnur fengnar 13-15 Rangstöður 2-0 Valur 4-4-2 Kjartan Sturl. 5 - Rasmus Hansen 7 (46., Hafþór Vilhj. 5), Barry Smith 7, Atli Sv. 4,Rene Carlsen 6, Baldur Aðalsteins. 4, Baldur Bett 5 (84., Guðm. Hafsteins. -), Bjarni Eiríks. 4, Sigurbj. Hreið. 6, Guðm. Ben. 6 (67., Albert I. 6), Helgi Sigurðs. 6. ÍA 4–4-3 Trausti Sigurbjörns. 8 - Árni Thor Guðm. 8, Heimir Einars. 8, Helgi P. Magnús. 8, *Kári Steinn Reynis. 8, Pálmi Haralds. 7, Þórður Guð- jóns. 5 (64., Aron Péturs. 6), Jón Vilhelm Á. 6, Bjarki Gunnlaugs. 7 (Guðm. B. Guðj. 7), Arnar Gunnlaugs. 7 (73., Guðjón Sveinsson -), Björn Bergmann Sigurðarson 7. Flaga Group hf. Hluthafafundur 8. september 2008 Hluthafafundur í Flaga Group hf. verður haldinn mánudaginn 8. september 2008 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 8:00 árdegis. Dagskrá: 1. Kynning á starfsemi félagsins. 2. Tillaga stjórnar um breytingar á 2. gr. samþykkta: a. Tillaga um endurnýjun á heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár með útgáfu nýs hlutafjár um allt að 80.000.000 króna að nafnverði til að efna kaupréttarsamninga við starfsmenn félagsins og dótturfélaga sem og annarra sem starfa í tengslum við félagið. Forgangsréttur hluthafa að aukningunni fellur niður. Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis frá og með mánudeginum 1. september. Enn fremur verður hægt að nálgast þær á vefsíðu félagsins www.flagagroup.com frá sama tíma. Fundargögn verða afhent á fundarstað að Hilton Reykjavík Nordica. Reykjavík 1. september 2008 Stjórn Flaga Group hf. 1. Keflavík 18 12 4 2 46-24 40 2. FH 17 11 2 4 38-19 35 3. Valur 18 10 2 6 31-22 32 4. Fram 18 10 1 7 23-15 31 5. KR 18 9 2 7 30-20 29 6. Breiðablik 17 7 6 4 34-25 27 7. Grindavík 18 7 3 8 24-32 24 8. Fjölnir 18 7 1 10 29-30 22 9. Þróttur 18 4 7 7 22-37 19 10. Fylkir 18 4 4 10 18-32 16 11. HK 18 4 3 11 22-39 15 12. ÍA 18 2 5 11 16-38 11 STAÐAN FÓTBOLTI Keflavík náði fimm stiga forystu á toppi Landsbanka- deildar karla með því að leggja Grindavík, 3-0, á heimavelli sínum. Grindvíkingar voru komnir til Keflavíkur til að verja stigið og sýndi Keflavík mikla þolin- mæði sem skilaði að lokum sigrin- um. „Það skipti miklu máli að ná inn markinu til að losa þá aðeins úr sínum varnar pakka. Við náðum ekki að hreyfa boltann nógu hratt í fyrri hálfleik og komumst ekki nógu oft upp í hornin en það tókst aðeins betur í seinni hálfleik og það var flott að við náðum að skora eftir innkast,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálf- ari Keflavíkur. „Mér fannst við vera mjög þolinmóðir og ein- beittir að ná markmiðum okkar í þessum leik. Með aukinni einbeit- ingu inni á vellinum kemur þessi þolinmæði. Leikmenn eru mun einbeittari að ná því markmiði, sem hver og einn og liðið í heild hefur, en áður.“ Keflvíkingar hafa forðast allt tal um titilbaráttu eins og heitan eldinn en lið á toppnum þegar fjór- ar umferðir eru eftir getur það ekki lengur. „Við endurskoðun markmiðin núna í þessari viku. Við erum með nokkur markmið og það hefur tek- ist ágætlega að ná þeim í síðustu átta leikjum. Nú skoðum við stöð- una eftir þessa umferð,“ sagði Kristján í leikslok. - gmi Keflavík hélt sínu striki í Landsbankadeildinni með sigri gegn Grindavík í gær: Þolinmæðin skilaði stigum SÁTTUR Kristján Guðmundsson var ánægður með sína menn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI „Þetta er alveg grátlegt. Það er eins og töfluröðin taki okkur alveg úr sambandi. Skaga- menn komu hingað til að spila fyrir stoltið í dag og börðust meira og uppskáru eftir því,“ sagði Will- um Þór Þórsson, þjálfari Vals, eftir að liðið tapaði fyrir ÍA á heimavelli sínum í gær. Valsmenn hafa þrívegis í sumar tapað fyrir neðsta liði deildar innar og aðeins fengið eitt stig úr viður- eignum sínum gegn HK og ÍA. Hlíðarendapiltar náðu sér ekki á strik í gær og var fyrri hálfleikur- inn sérstaklega slakur. „Þetta skánaði í seinni hálfleik og við vorum staðráðnir í því að berjast. Við unnum fleiri návígi og þá fengum við færi sem við nýtt- um þó ekki,“ sagði Willum. Skagamenn höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og komust yfir strax á þriðju mínútu þegar Arnar Gunnlaugsson sýndi hvað hann kann og skoraði frábært mark. Hann og Bjarki fengu sitt dauða- færið hvor fyrir hálfleik til að koma ÍA í tveggja marka forystu en það tókst ekki. Valsmenn voru ekki með í fyrri hálfleiknum og ógnuðu marki ÍA ekki af neinu viti. Þeir léku mun betur í seinni hálfleiknum og vildu í tvígang fá vítaspyrnu en Þorvaldur Árnason dæmdi ekkert við mikla gremju Valsmanna. Hornspyrnur Vals voru stór- hættulegar í seinni hálfleik en ekki fundu þeir leið framhjá Trausta Sigurbjörnssyni sem átti mjög góðan leik í marki ÍA. Fyrir framan Trausta léku varnarmenn- irnir fjórir allir vel en það hefur ekki gerst oft í sumar. Von Skagamanna um að bjarga sér frá falli er enn til staðar þótt veik sé. Fimm stig eru upp úr fall- sæti fyrir þá gulu. „Já, reiknimeistararnir verða að segja til um það. Þetta kemur allt í ljós,“ sagði Kári Steinn Reynis son, sem átti frábæran leik í bakverðinum. „Það vantaði púður í þá og þeir ógnuðu lítið. Við áttum að vera búnir að gera út um þetta í fyrri hálfleik þegar við fengum dauða- færi til að bæta við. Þeir pressuðu nokkuð mikið í síðari hluta seinni hálfleiks,“ sagði Kári. Varðandi framhaldið sagði Kári að það þyrfti bara að taka einn leik fyrir í einu. „Þetta er ekkert endilega í okkar höndum svo við verðum bara að hugsa um að klára okkar leiki og sjá hverju það skilar,“ sagði Kári Steinn að lokum. - egm Botnliðin leika Valsmenn grátt Botnlið Skagamanna gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Vals að velli í gærkvöldi. Valsmenn hafa aðeins náð í eitt stig úr fjórum leikjum gegn botnliðunum ÍA og HK og eru nú átta stigum frá toppsætinu. HK vann í gær sannfærandi 4-0 sigur á Þrótti og þar með sinn þriðja sigur í röð. Liðið hefur fengið tvöfalt fleiri stig í síðustu fjórum leikjum liðsins en í öllum hinum fjórtán leikjum sumarsins. Fyrir vikið er liðið nú aðeins einu stigi frá Fylki, sem er í tíunda sæti deildarinnar. Almir Cosic skoraði fyrsta mark HK í fyrri hálfleik en þeir Hörður Magnússon, Rúnar Már Sigur- jónsson og Aaron Palomares bættu við þremur í þeim síðari. „Seinni hálfleikurinn var betri en sá fyrri,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari HK. „Við vorum svolítið langt á eftir mönnunum okkar en náðum samt að fá nokkur ágæt færi. En í heildina er ég hrikalega ánægður með leikinn.“ Kollegi hans, Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, var vitanlega ekki eins sáttur. „Það var ömurlegt að horfa upp á þetta. Við vorum gjörsamlega teknir í bakaríið af spræku liði HK og vorum engan veginn klárir í bardagann. Við vorum búnir að fara vel yfir síðasta leik og æfðum grimmt í vik- unni og tónninn var fínn fyrir.“ HK-ingar hafa nú komið fjölmörgum sparkspekingum á óvart enda voru margir búnir að afskrifa þá. Rúnar Páll var þó ekki einn þeirra. „Ég sá þetta fyrir enda veit ég allt um getu liðsins. Við höfum aldrei misst trúna á okkur og það hefur fleytt okkur langt. Liðsheild- in og samstaðan er einnig mjög góð og það er að skila sér.“ „Ég þarf ekkert að pæla í hvað aðrir segja enda höfum við aðeins verið að einbeita okkur að okkar eigin markmiðum. Ef við höldum áfram að safna stigum þá munum við ná þeim og halda okkur í deildinni.“ Þróttarar eru nú átta stigum á undan botnliði ÍA og fjórum á undan HK. Þeir eru því ekki hólpnir og telur Gunnar að liðið þurfi meira en einn sigur til að bjarga sér. „Ég hef áhyggjur af því að við skulum ekki ná að rífa okkur úr þessum pakka. Einn sigur í viðbót mun ekki duga. En við eigum ÍA næst og við þurfum að nota þær tvær vikur sem eru í leikinn vel og vandlega.“ - esá LANDSBANKADEILD KARLA: HK-INGAR UNNU SINN ÞRIÐJA SIGUR Í RÖÐ ÞEGAR ÞRÓTTARAR KOMU Í HEIMSÓKN HK-ingar hleyptu meiri spennu í botnbaráttuna > Íslandsmótið í holukeppni í dag Spennan magnast nú í Íslandsmótinu í holukeppni en úrslitin í karla- og kvennaflokki ráðast í dag á Korpúlfsstaðavelli. Ottó Sigurðsson og Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR, Sigmundur Einar Másson úr GKG og Hlynur Geir Hjartarson úr GK leika í undanúrslitum í karlaflokki. Í kvennaflokki eru það Þórdís Geirsdóttir úr GK, Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR, Ásta Birna Magnúsdóttir úr GK og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL sem leika í undanúrslitum. Ottó og Þórdís fóru með sigur af hólmi í fyrra og geta því enn varið titil sinn. Leikar hefjast kl. 8. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /D A N ÍE L VONIN LIFIR ÍA heldur enn í vonina um að halda sér uppi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.