Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 12
12 1. september 2008 MÁNUDAGUR Áður 134.990 kr., nú 124.990 kr. Verslanir Apple, Kringlunni og Laugavegi 182. Apple IMC/Humac er umboðsaðili Apple á Íslandi. Þú sérð framtíðina í stjörnunum 9.490 kr. Office: Mac 2008 Word, Excel og Power Point. Allt sem þú þarft með þér í skólann. VMWare Fusion Keyrðu Windows samhliða MacOS án vandræða. ATH: Windows leyfi selt sér. WD Passport flakkari Litlir og nettir, allt að 320 GB. Tilvaldir í öryggisafritun. 18.990 kr.Frá 14.990 kr. Þunn, þægileg og örugg. MacBook er ein af þeim öflugustu. Hún er með 2,1 eða 2,4 GHz Intel Core 2 Duo örgjörva og 1 GB vinnsluminni og vinnur jafn ljúflega með Mac OS X og Windows. Með skínandi björtum 13,3” hágljáa breiðtjaldsskjá er hún fullkomin fyrir þá sem vilja almennilegan kraft í fallegri, einnar tommu þykkri skólatölvu. UMHVERFISMÁL Tveggja vikna leiðangur Hafrann- sóknastofnunar á Gæfu VE 11 sýnir að sandsílum hefur fjölgað talsvert miðað við árin 2006 og 2007. Má rekja það að langmestu leyti til eins árs sílis af 2007 árgangi. Vöxtur í árganginum virðist einnig hafa verið góður og góð meðallengd seiða í fyrra skilar sér nú í stóru ársgömlu síli. Árgangur 2007 er mun stærri en árgangarnir 2005 og 2006, sem voru mjög lélegir. Í sumar var aukning á eins árs síli sérstaklega áberandi á svæðinu frá Vestmannaeyjum að Vík, þar sem nær ekkert hefur fengist af síli síðastliðin tvö ár. Eins og annars staðar jókst hlutfall eins árs sílis í aflanum í Breiðafirði, en þegar á heildina er litið fékkst þó minna þar af síli nú en undanfarin tvö ár. Ekki er þó hægt að segja til um nýliðun þessa árs með neinni vissu fyrr en sést hvernig hún skilar sér sem eins árs síli á næsta ári. Farið var á fjögur svæði; Breiðafjörð, Faxaflóa, Vestmannaeyjar að Vík og Ingólfshöfða. Á sama tíma berast fréttir af sáralítilli lundaveiði í Vestmannaeyjum en sandsíli er aðalfæða lundans hér við land. - shá Leiðangur sýnir að sandsílum hefur fjölgað talsvert: Jákvæð merki um aukið síli LUNDI MEÐ SÍLI Stór skörð hafa verið höggvin í lundastofninn vegna fæðuskorts. Merki eru þó um viðsnúning. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TAÍLAND, AP Þúsundir Taílendinga hafa síðustu daga mótmælt ríkisstjórn Samaks Sundaravejs forsætisráðherra og krefjast afsagnar hans. Samak er sakaður um spillingu og of náin tengsl við Thaksin Shina- watra, fyrrver- andi forsætisráð- herra Taílands sem steypt var af stóli árið 2006 vegna ásakana um spillingu. Samak neitar að segja af sér. Hann lét í gær kalla saman Taílandsþing á neyðarfund, en hann vonar að þingið geti hjálpað honum að lægja öldurn- ar í landinu. - gh Þúsundir mótmæla í Taílandi: Vilja afsögn for- sætisráðherra SAMAK SUND- ARAVEJ FÓLK „Það má segja að ég sé skyggn, þó að ég sjái ekki álfa í hverju horni,“ segir Guðni Reynir Þorbjörnsson, nemandi í Fjölbrauta- skóla Suðurlands. Guðni hefur skrifað bók þar sem hann segir frá samskiptum sínum við álfa, huldufólk og framliðna. Um síðustu mánaðamót fór hann að selja bókina á síðunni mysteriworld.com. Segir hann viðbrögðin hafa verið góð, einkum meðal útlendinga. Guðni segist fyrst hafa séð álfa í ágúst 2006 en hafa síðan séð þá nokkrum sinnum. „Ég fæ rosalega góða tilfinningu þegar þeir eru að birtast mér og hitna allur. Þá veit ég að þeir eru að koma,“ segir Guðni. Hann segir þá virka sem fljúgandi ljósdepla. Hann segist einnig hafa séð huldufólk og framliðna. „Huldufólk er eins og venjulegt fólk en svífur um og fer hratt yfir. Ég næ ekki nógu góðu sambandi við það. Það er eins og fólk sem lifir í öðrum heimi eða á öðru tilverustigi.“ „Framliðið fólk er dáið fólk sem finnst erfitt að skilja við eitthvað, vill koma á framfæri einhverjum skilaboðum eða fattar ekki að það sé farið.“ Guðni segir nokkra útlendinga hafa haft samband við sig og óskað eftir því að heim- sækja Ísland. Segist hann ætla að taka á móti hópum næsta sumar. - gh Guðni Reynir Þorbjörnsson segist hafa komist í samband við furðuverur: Skyggn segist hafa myndað álfa GUÐNI REYNIR Hvítu deplana fjóra á myndinni segir Guðni vera fljúgandi álfa. MYND/GUÐNI REYNIR INDLAND, AP Hundruð þúsunda Indverja eru heimilislausar og tugir hafa látist vegna flóða á Norður-Indlandi sem hófust fyrir tveimur vikum þegar bakkar fljótsins Kosi í Nepal brustu. Mikið vatn er í fljótinu sökum monsúnrigninga og ekki gert ráð fyrir að hægt verði að lagfæra bakka fljótsins fyrr en í nóvem- ber. Um 170 þúsund búa nú í ríkisreknum flóttamannabúðum við bágar aðstæður. Óttast er að smitsjúkdómar kunni að breiðast út. Indverski herinn hefur gert alla báta á stóru svæði upptæka til notkunar við björgunarstörf. - gh Fljótið Kosi veldur usla: Hundruð þús- unda á ver- gangi eftir flóð LITRÍKUR Dansari í hefðbundnum hátíðaklæðnaði í Kerala-héraði á Suður-Indlandi. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.