Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 20
● fréttablaðið ● fasteignir2 1. SEPTEMBER 2008 Fasteignasalan Hof hefur til sölu rúmlega 260 fermetra einbýlishús með bílskúr og góðu þakrými með hellulögðum svölum. Stór en viðhaldslétt lóð með stoðveggjum fylgir húsinu. Lýsing: Úr flísalagðri forstofu er gengið inn í hol um tvöfaldar dyr. Enn fremur er innangengt úr forstofunni inn í bílskúr og þvottahús. Holið er flísalagt með góðum skápum. Herbergjagangur er parkettlagður, með tveimur barnaherbergjum, stóru hjónaherbergi með sérbaði með sturtu, og flísalögðu baðherbergi með baðkari. Parkett er á öllum svefnherbergjum. Góðir fataskápar eru á herbergjagangi. Eldhúsið er með viðarinnréttingu, góðum tækjum og flísum á gólfi. Þvottahús/búr er inni af eldhúsi og þaðan er gengt inn í forstofu. Úr flísalagðri borðstofu er gengið út á lóð. Stofan er rúmgóð með parketti á gólfi. Þrjátíu fermetra sólstofa með þaki, flísum á gólfi og út- gengi á lóð. Úr holi er hringstigi upp í um þrjátíu fermetra þakrými þar sem stórar hellulagðar svalir standa út af. Bílskúrinn er fullbúinn með flísum á gólfi. Stórt bílaplan er með snjóbræðslu og bomanite-mynstursteypu. 210 Garðabær: Hellulagt þakrými og stór lóð Eyktarhæð 7: Bílaplan með snjóbræðslu Búmenn hsf Húsnæðisfélag Klettháls 1 110 Reykjavík Sími 552 5644 Fax 552 5944 bumenn@bumenn.is www.bumenn.is Fr u m Búseturéttur á markaðsverði Blásalir 24 í Kópavogi Til sölu er búseturéttur í 2ja her- bergja íbúð sem er um 77 fm að stærð. Íbúðin er á annarri hæð í tíu hæða fjölbýlishúsi með tvær lyftur og samkomusal. Ásett verð er 3 millj. og eru mán- aðargjöldin nú um kr. 98.000.- Í mánaðargjaldinu er allt innifalið nema rafmagn samkvæmt mæli. Þeir sem áhuga hafa á að skoða íbúðina og taka þátt í að gefa tilboð þurfa að panta tíma á skrifstofu Búmanna í síðasta lagi 5. september n.k. Tilboðsfrestur er til 17. september n.k. Til sölu er búseturéttur í 3ja herbergja íbúð sem er um 93 fm að stærð ásamt stæði í bílakjallara. Íbúðin er á þriðju hæð í tíu hæða fjölbýlishúsi með tvær lyftur og samkomusal. Svalir eru yfirbyggðar. Ásett verð er 8,5 millj. og eru mánaðargjöldin nú um kr. 115.000.- Í mánaðargjaldinu er allt innifalið nema rafmagn samkvæmt mæli. Þeir sem áhuga hafa á að skoða íbúðina og taka þátt í að gefa tilboð þurfa að panta tíma á skrifstofu Búmanna í síðasta lagi 5. september n.k. Tilboðsfrestur er til 15. september n.k. Hvammsgata 8 í sveitarfélaginu Vogum Til sölu er búseturéttur í 2ja her- bergja íbúð um 78 fm að stærð. Íbúðin er í parhúsi og fylgir íbúðinni um 14 fm garðskáli. Ásett verð er 6 millj. og mánaðar- gjöldin eru um kr. 76.000.- Í mánaðargjaldinu er allt nema rafmagn og hiti samkvæmt mæli. Þeir sem áhuga hafa á að skoða íbúðina og taka þátt í að gefa tilboð þurfa að panta tíma á skrifstofu Búmanna í síðasta lagi 5. september n.k. Tilboðsfrestur er til 12. september n.k. Grænlandsleið 22 í Grafarholti, Reykjavík Til sölu er búseturéttur í 3ja her- bergja íbúð sem er um 94 fm að stærð. Íbúðin er á neðri hæð í tvíbýlishúsi og fylgir stæði í bíla- geymslu. Ásett verð er 8.0 millj. og eru mán- aðargjöldin nú um 92.000 Í mánaðargjaldinu er allt nema rafmagn samkvæmt mæli. Þeir sem áhuga hafa á að skoða íbúðina og taka þátt í að gefa tilboð þurfa að panta tíma á skrifstofu Búmanna í síðasta lagi 5. september n.k Tilboðsfrestur er til 16. september n.k Prestastígur 8, Grafarholti í Reykjavík Til sölu er búseturéttur í 3ja herbergja íbúð sem er rúmlega 97 fm að stærð. Yfirbyggðar svalir. Íbúðin er á fyrstu hæð í fjögra hæða lyftuhúsi ásamt stæði í bílakjallara. Samkomusalur er á svæðinu. Ásett verð er kr. 8.5 millj. og eru mánaðargjöld um 110.000 Þeir sem áhuga hafa á að skoða íbúðina og taka þátt í að gefa tilboð þurfa að panta tíma á skrifstofu Búmanna í síðasta lagi 5. september n.k. Tilboðsfrestur er til 16. september n.k. Stekkjargata 21 í Innri-Njarðvík, Reykjanesbæ Til sölu er búseturéttur í 3ja her- bergja íbúð ásamt bílskúr og garðaskála. Íbúðin er í parhúsi og er heildarflatarmál íbúðar og bílskúrs um 120 fm og garðskála um 14 fm. Samkomusalur er á svæðinu. Ásett verð er 6 millj. og mánaðargjöldin eru nú um kr. 118.000.- Í mánaðargjaldinu er allt innifalið nema rafmagn og hiti samkvæmt mæli. Þeir sem áhuga hafa á að skoða íbúðina og taka þátt í að gefa tilboð þurfa að panta tíma á skrifstofu Búmanna í síðasta lagi 5. september n.k. Tilboðsfrestur er til 12. september n.k Bæði félagsmenn og utanfélagsmenn geta gefið tilboð í búsetu- réttinn. Réttur til kaupa miðast við 50 ára og eldri. Þeir sem áhuga hafa er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins að Kletthálsi 1 í síma 552 5644 milli 9-15, eða senda tölvupóst á netfangið bumenn@bumenn.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.