Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 16
16 1. september 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 K alt stríð. Þessi uppvaknings-frasi frá síðustu öld tröll- reið heimsfréttunum og allri umræðu um alþjóðamál alla síðastliðna viku. Tilefnið er sú atburðarás sem fylgt hefur í kjölfar leifturstríðs Rússa í Georgíu, sem Saak- ashvili Georgíuforseti gaf þeim ástæðu til að hefja er hann ákvað þann 7. ágúst að freista þess að beita her sínum til að ná aftur yfirráðum yfir aðskilnaðarhéraðinu Suður-Ossetíu. Hin yfirdrifna beiting hervalds sem Rússar létu dynja á Georgíu- mönnum í refsingarskyni fyrir að reyna að viðhalda einingu ríkis síns og fyrir að freista þess að fá til þess atbeina Vesturveldanna, einkum og sér í lagi Bandaríkjanna, hefur skapað aðstæður sem sumir vilja líkja við kalt stríð. En réttlætir atburðarásin að þessi frasi frá liðnum tímum skuli nú vakinn upp á ný? Með því mælir hve hörð orð hafa fallið á báða bóga, milli ráða- manna í Moskvu og leiðtoga Vesturlanda. En það er líka ýmislegt sem mælir á móti því að þessi frasi – sem hingað til hefur eingöngu átt við samskipti risaveldanna tveggja, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, og bandamanna þeirra á þeirri tæplega hálfu öld sem þessar tvær blokkir stóðu kjarnorkuvíg- búnar hvor gegn annarri – skuli notaður til að lýsa þeirri auknu hörku sem nú er hlaupin í samskipti Rússlands og Vesturlanda. Sumir segja að með framgöngu sinni í Georgíu hafi Rússar sýnt mátt sinn og megin og opinberað vanmátt Atlantshafsbandalags- ins til að verða að haldbæru liði þjóðum á sögulegu „áhrifasvæði“ Moskvuvaldsins, sem sýnt hafa vilja til að ganga í bandalagið. Rússar hafi með öðrum orðum komið skýrum skilaboðum til umheimsins: þeim refsast sem ekki virða vilja ráðamanna í Moskvu. En hvað hafa Rússar í raun sannað með hernaði sínum í Georgíu? Að þeir geta tuddast með nágranna-smáþjóð? Þjónar það heildar- hagsmunum Rússa að sýna umheiminum að þeir hiki ekki við að sýna litlum grannþjóðum tuddaskap? Efla þeir með því tilkall sitt til að vera ein af forystuþjóðum heimsins á 21. öld? Auðvitað ekki. Raunar liggur nær að skilja þennan tuddaskap Rússa sem vott um allt annað en styrkleika. Að hann beri frekar vott um komplexa sem þjaki valdhafa í Moskvu yfir því að veldi þeirra er aðeins svipur hjá sjón í samanburði við það sem alræðis- stjórnin á sovéttímanum réði yfir. Þeim finnst Rússland hafa gengið í gegnum mikið niðurlægingartímabil og telja að leiðin til að reisa landið upp úr því sé að sýna sem mestan hernaðarmátt. Og stunda kalt orðastríð við „óvininn“ í vestri, með þennan hernaðarmátt og olíu- og gasauð sér að baki. Sá auður er þó langtímaefnahag Rúss- lands skammgóður vermir. Á sama tíma er almannaþjónustukerfi landsins í molum, sem endurspeglast meðal annars í snarlækkuð- um lífslíkum Rússa og örri fækkun þeirra. Auðvitað eru það sameiginlegir hagsmunir Rússa, grannþjóða þeirra og Vesturlanda að vinna saman að því að styrkja réttarríkis- og lýðræðisþróun sem og efnahagslega uppbyggingu og viðskipti, ekki sízt í þeim löndum sem áður tilheyrðu Austurblokkinni enda súpa þau enn fátæktarseyðið af arfleifð valdstjórnar og spillts og óskilvirks áætlanabúskapar. Tilhneiging til tuddaskapar í krafti olíu- auðs og hernaðarmáttar má ekki byrgja mönnum sýn á þessa sam- eiginlegu hagsmuni, hvorki í Moskvu né höfuðborgum Vesturlanda. „Kalt stríð“ í kjölfar Georgíustríðs? Tímaskekkju- tuddaskapur AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Ögmundur Jónasson skrifar um húsnæðismál Samfylkingin undirbýr nú undanhald í húsnæðismálum. Svik myndi einhver kalla það eftir allar heitstrengingarnar um að ekki verði hróflað við Íbúðalána- sjóði. Bankarnir hafa sem kunnugt er ofsótt sjóðinn, kært hann til Brussel og leitað allra leiða til að koma honum fyrir kattarnef. Krafan hefur verið sú að Íbúðalánasjóður megi vera til en aðeins til að sinna „félagslegum úrræðum“. Að öðru leyti verði sjóðnum meinað að veita lán með baktryggingu ríkisins. Nú þegar það hefur sýnt sig hve mikilvægur Íbúðalána- sjóður hefur reynst almennum íbúðakaupendum er óskiljanlegt að félagsmálaráðherra skuli lýsa því yfir að látið verði undan kröfum fjármálafyrirtækja. Í frétt í Fréttablaðinu (29. ágúst) er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, að ekki sé sjálfgefið að kjör almennra lána muni versna við afnám ríkisábyrgðar! „Það þarf ekki að vera og ræðst af þeim fjármögnunarkjörum sem Íbúðalána- sjóði bjóðast.“ Það er nefnilega það. „Það þarf ekki að gerast.“ Í þessum orðum felst augljóslega að þessar líkur eru fyrir hendi. Ef svo er hljóta menn að spyrja hvers vegna í ósköpunum eigi að fara út í þessar breytingar! Við vitum allt um þetta brölt suður í Brussel. En er ekki kominn tími til að Íslendingar standi í fæturna og láti reyna á hversu langt upp á dekk handbendi gróðaaflanna í Brussel treysta sér gagnvart almannahag á Íslandi. Það yrði yfirgengilegur vesaldómur af hálfu flokks sem kennir sig við jafnaðarmennsku að láta undan þrýstingi fjármagnsafla í aðför þeirra að húnæðiskaupendum. Sá vandi sem við stöndum frammi fyrir á Íslandi nú um stundir er að verulegu leyti til kominn fyrir tilverknað óábyrgs framferðis fjármálafyrirtækja. Einkavæðing alls fjármála- kerfisins á einu bretti á sínum tíma reyndist varhugaverð og kom í bakið á þjóðinni. Nú skal verkið fullnustað hvað íbúðakaupendur snertir. Íbúðalánasjóður er sjálfbær og hagkvæmur fyrst og fremst vegna þess að allir eru þar inni. Í því felst ákveðin jöfnun. Nú eru skilaboðin þessi: Skattborgar- inn hirði „félagslegu úrræðin“ – og vel að merkja, það þýða ný útgjöld fyrir skattgreiðendur – en aðra ætla bankarnir sér sjálfir. Ég er hræddur um að þetta krefjist nokkurrar skoðunar við á Alþingi áður en Samfylkingin lögfestir þessi fyrirhuguðu kosningasvik sín. Höfundur er alþingismaður. Á að svíkja í húsnæðismálum? ÖGMUNDUR JÓNASSON Aðalfundur Gigtarfélagsins Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður haldinn miðviku- daginn 3. september, kl. 19:30 á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Fundarsalur er Setrið. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Stefán Ólafsson prófessor halda erindi um aðstæður gigtarfólks á Norðulöndum. Hann mun ræða niðursöður nýrrar könnunar sem hann vann fyrir Norræna gigtarráðið sem nefnist; Félagslegur og persónulegur kostnaður við liðbólgur og gigtarsjúkdóma. Allir eru velkomnir Gigtarfélag Íslands Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður skrifaði pistil á heimasíðu sína í síðustu viku þar sem hann velti vöngum yfir því hvort setja ætti stjórnmálamönn- um siðareglur en kemst ekki að afdráttarlausri niðurstöðu – er svo sem tilbúinn að skoða það en er ekki alveg viss og sér ýmis vanhöld á því að slíkt sé fram- kvæmanlegt. Í pistlinum víkur hann að því að erlendar rannsóknir á spillingu í stjórnmálum hafi leitt í ljós að „íslenska stjórnkerfið og íslenskir stjórnmálamenn séu lausir við spillingu og við stöndum flestum ef ekki öllum þjóðum framar í þeim efnum“. Ef ekki öllum. Þetta er ekki ónýtt: Íslendingar eru ekki bara mestu fjármálasnillingar heims og bestu sjómennirnir og bestu handboltamennirnir og bestu skáldin – heldur líka bestu stjórnmálamennirnir. Það er afskaplega notalegt að ylja sér við slíka hugmynd í smástund, en svo fara því miður að renna á mann tvær grímur. Getur hugsast að á Íslandi sé einhvers konar spilling sem ekki mælist í þessum alþjóðlegu könnunum? Frændsemiráðningar Við vitum til að mynda öll um þær frændsemiráðningar sem hér hafa tíðkast um árabil í stjórnsýslunni og raunar víðar hjá þeim sem hafa mannaforráð. Þá ráða menn til dæmis börnin sín í sumarvinnu eða maka á skrifstofuna eða gera vinum og kunningjum þann greiða að ráða börn þeirra – maður hringir í mann og biður fyrir krakkann og talið auðsótt mál að verða við því. Þetta er svo sem ekki alvarleg spilling – og krakk- arnir sem ráðnir eru verða síðan að standa sig sjálf og sanna sig – en hvort þetta samræmist fyllilega vönduðum stjórnsýsluháttum – eða sé til þess fallið að fá þann hæfasta í starfið hverju sinni – er óneitan- lega vafamál. Og þegar menn hafa yfir eftirsóttum störfum að segja eru þessir siðir við útdeilingu gæða ef til vill farnir að leiða til verri niðurstöðu en ella væri. Klíkur Hér eru klíkur. Hér eru skólasyst- kinaklíkur, íþróttafélagaklíkur, bernskuvinaklíkur, vinnustaða- klíkur, ættarklíkur, saumaklúbba- klíkur – og pólitískar klíkur. Innan hverrar klíku ríkja ákveðnar samskiptareglur og þar gera menn hver öðrum greiða. Menn hafa skyldur við klíkusystkin sem stundum virðast æðri skyldum við almannahagsmuni. Klíku-samskipt- in virðast fara fram utan sjónlínu alþjóðlegra spillingarmæla – í partíum og sumarbústaðaferðum, á skíðum og í laxi – en eiga það eflaust til að menn hafa ekki almannahagsmuni endilega að leiðarljósi við úrlausn mála, heldur fremur hagsmuni klíkunnar. Allir Íslendingar þekkja það að fá eitthvað „í gegnum klíku“ og almennt er það ekki talið til spillingar, þó að þar sé einum kippt fram fyrir annan í röðinni á annarlegum forsendum. Stjórnmálaflokkarnir hafa verið kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vill stytta sér leið að markmiðum sínum: hér hafa mannaráðningar farið óvenju eindregið fram á flokkspólitískum forsendum, og er enginn flokkur þar undanþeginn. Sérstök tegund af íslenskum ósiðum er svo laxveiðiferðirnar sem nýlega komust í sviðsljósið í kjölfar þess að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar fóru í slíka ferð á meðan Baugur hafði – tja – að minnsta kosti ána á leigu, en ekki fer á milli mála að fyrirtækið átti mikið undir velvild þeirra manna sem þarna munduðu stangir og skemmtu sér. Svona ferðir munu vera alsiða hér: mönnum er boðið í lax til að koma á persónulegum samskiptum og hafa áhrif á það hvernig þeir taka ákvarðanir sem varða þá sem bjóða upp á skemmtunina. Hættan við þetta er þá sú að viðkomandi stjórnmálamenn gleymi því að þeirra hlutverk er að standa vörð um almannahagsmuni og þeim ber að taka ákvarðanir sínar með þá að leiðarljósi og ekkert annað. Það er hætt við að þeir telji sjálfum sér trú um að hagsmunir almennings og laxveiðibjóðandans fari saman; þetta ruglar með öðrum orðum dómgreind þeirra. Meðal annarra orða: er algengt að stjórnmálamenn fari í laxveiði með fulltrúum fyrirtækja? Gæti ekki einhver blaðamaður skoðað gestabækur í helstu veiðihúsum landsins? Kannski að Sigurður Kári hafi rétt fyrir sér og að við Íslendingar eigum óspilltustu stjórnmálamenn í heimi. Vandinn er bara sá að við vitum það ekki: Það hefur ekki verið rannsakað og alþjóðamæling- ar virðast af einhverjum ástæðum ekki fyllilega marktækar. Og senni- lega er betra fyrir alla – stjórn- málamennina jafnt sem okkur almenning – að ríki ljósar reglur um það hvað telst við hæfi og hvað ekki, en hitt að hver og einn eigi það undir sjálfum sér og sinni eigin dómgreind. Hún getur brugðist ótrúlegasta fólki – meira að segja íslenskum stjórnmálamönnum. Bestu stjórnmálamenn í heimi GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Siðareglur í stjórnmálum Fimm sinnum til Kína Tryggvi Þór Herbertsson, efnahags- ráðgjafi forsætisráðherra, skrapp með konu sinni til Peking í sumarfríinu. Hann fór til að sjá opnunarhátíð Ólympíuleikanna og handboltafárið fylgdi í kaupbæti. Rætnar tungur höfðu gert því skóna að Tryggvi hefði farið út á kostnað skattgreið- enda og leiðréttist það hér með. Tryggvi greiddi ferð- ina sjálfur, en þetta var í fimmta sinn sem hann heim- sótti Kína. Áróðursheilsuhæli Jónas Kristjánsson setur jafnan fram skemmtilegar kenningar á blogginu sínu. Nú heldur hann því fram að „Heilsustofnun Framsóknarflokksins í Hveragerði“ sé í raun vopn í búri ákveðinna framsóknarmanna í innan- flokksátökum. Hann segir að stofnun- in hafi verið notuð til að reyna að „troða flokksdreggjunum upp fyrir Guðna Ágústsson í prófkjöri“ og „þannig notuð til átaka innan flokksins“. „Heilsustofnunin er rekin af hóp í Framsókn, sem vildi losna við Guðna úr formennsku,“ segir hann og bætir við að það sé „bara formsins vegna, að stofnunin er sögð í eigu Náttúru- lækningafélags Íslands“. Deyjandi stofn Það er kannski góð vísbending um endurnýjun í Framsóknarflokknum síðustu ár eða jafnvel áratug að helsti vettvangur innanborðs- átaka flokksins sé heilsuhælið í Hvera- gerði. Ólíkt hafast þeir að í baktjaldamakki sínu, framsóknarmenn í leirbaði og ítalskir mafíósar í gufubaði. klemens@frettabladid.is / gudmundure@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.