Fréttablaðið - 14.09.2008, Side 1

Fréttablaðið - 14.09.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 49,65% 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið 24 st un di r M or gu nb la ði ð Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 46% meiri lestur en 24 stundir og 116% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 14. september 2008 — 250. tölublað — 8. árgangur Bæklingur fylgir með inni í blaðinu í dag í september Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Tæki færi STÖÐUG BARÁTTA Auður Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur ræðir um hræðilegt slys Hrafnhildar dótt- ur sinnar og tildrög þess að hún stofnaði Mænuskaðastofnun Íslands. HELGARVIÐTAL 10 FY LG IR Í D A G [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] menning september 2008 VEÐRIÐ Í DAG SKÚRAVEÐUR Í dag verða víða suðaustan 8-13 m/s, hvassast vestan til. Skúrir sunnan- og vestan- lands en bjart með köflum norðan- og austanlands. Hiti víða á bilinu 12-16 stig, hlýjast norðan til. VEÐUR 4 11 14 15 11 12 FÓLK „Þetta er eins og að temja ljón, þessir fugl- ar eru með svo mikinn bit- kraft og það er ekki fyrir hvern sem er að með- höndla þá,“ segir Halldór Hilm- ir Helgason sem ásamt konu sinni, Elmu Helgadótt- ur, á merkilegan páfagauk, Pjakk að nafni. Fuglinn er af Golden Macaw- tegund og dugði ekkert minna en rafsuðuvettlingur til að taka á honum. Að sögn Halldórs er Pjakkur hið besta gæludýr. „Hann kyssir, kveður, heilsar og gerir allar kúnstir,“ segir Hall- dór. Þau hjónin eiga auk þess tvo aðra gauka, annan af Amazon-ætt og hinn af kadúaætt. - ag / sjá síðu 26 Þrír páfagaukar á heimilinu: Kyssir, heilsar og gerir kúnstir FH OG KEFLAVÍK UNNU BÆÐI Tryggvi Guðmundsson og Guðmundur Stein- arsson voru gulls ígildi fyrir sín lið í gær. 22 PJAKKUR VIÐSKIPTI Eigendur og stjórnendur hins danska Roskilde bank áttu í leynilegum viðræðum við Kaup- þing og FIH, dótturfélag Kaup- þings í Danmörku, um yfirtöku Kaupþings á bankanum fyrir nokkr- um vikum. Málið var mjög langt komið og sérfræðingar Kaupþings höfðu fundað með yfirvöldum í dönsku fjármálalífi sem voru mjög áfram um að það gengi eftir. Undir lokin kom hins vegar í ljós, að erfiðleikar Roskilde voru mun umfangsmeiri en áður var talið og dró Kaupþing sig þá út úr viðræð- unum og tilkynnti seðlabanka Dan- merkur það. Daginn eftir, eða 29. ágúst síðastliðinn, tók seðlabank- inn Roskilde yfir, til að forða gjald- þroti og dönsku fjármálakerfi. Sigurður Einarsson, stjórnarfor- maður Kaupþings, vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið í gær, en samkvæmt upplýsingum Markað- arins voru samningaviðræður mjög langt komnar, þegar Kaupþing dró samningamenn sína út úr viðræð- unum. Áætlun lá á borðinu um að taka bankann yfir gegn yfirtöku skulda, en efnahagsreikningur Roskilde nam ríflega 500 milljörð- um króna á síðasta ári og hefðu þetta því verið ein stærstu fyrir- tækjakaup í íslensku viðskiptalífi. Stærstu lífeyrissjóðir Danmerkur komu að því tilboði ásamt Kaup- þingi í félagi við fleiri þarlendar lánastofnanir. Danske bank átti að koma að frekari fjármögnun eftir yfirtökuna. Viðræður um yfirtökuna tóku um eina viku, en á þeim tíma var þegar farið að fjalla talsvert um rekstrar- erfiðleika Roskilde bank í dönskum fjölmiðlum. Bankinn hefur farið afar illa út úr verðlækkunum á dönskum húsnæðismarkaði og var kominn með eiginfjárstöðu niður fyrir tilskilin lágmörk og þurfti að afskrifa einn milljarð danskra króna á fyrri helmingi ársins. - bih Kaupþing átti að taka yfir Roskilde Viðræður stóðu yfir í um viku um yfirtöku Kaupþings og dótturfélagsins FIH í Danmörku á Roskilde Bank. Rekstrarerfiðleikar danska bankans reyndust þó miklu meiri en talið hafði verið og því tók danski seðlabankinn bankann yfir. VALUR VANN TVO ÍSLANDSMEISTARATITLA Í GÆR Valsmenn eignuðust bæði Íslandsmeistara í meistaraflokki kvenna og 4. flokki kvenna í gær. Fjórða flokks stelpurnar fengu að vera með þegar meistaraflokkurinn fagnaði Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð og hér dást nokkrar þeirra að Íslandsbikarnum. sjá síðu 20 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN REYKJANESBÆR „Fyrstu vísbending- ar benda til þess að allt að tíu manns hafi villt á sér heimildir og þeim verði vísað úr landi,“ segir Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður í Keflavík, um mál hælisleitendanna sem húsleit var gerð hjá í Njarðvík á fimmtudag. Farzad Rahmanin, íranskur hælisleitandi, sat fyrir utan lögreglustöðina í Reykjanesbæ í yfir þrjátíu klukkustundir í fyrrinótt og í gær í mótmæla- skyni. Hann sagðist ekki ætla að hreyfa sig fyrr en hann fengi peningana sem teknir voru af honum í húsleitinni til baka, en lögreglan keyrði hann heim í gærkvöld. Jóhann segir málið ekki lengur í sínum höndum, heldur Útlendingastofnunar. „Þessi mál eru flókin viðureignar, og stundum verður saklaust fólk fyrir óþarfa ónæði,“ segir Jóhann R. Benediktsson. - kg Hælisleitendur í Njarðvík: Tíu verða sendir úr landi BANDARÍKIN „Íbúar hér í Houston eru öllu vanir þegar kemur að ofsaveðri. En margir eru niður- brotnir af hræðslu við að mikið eignatjón hafi orðið,“ segir Guð- mundur Sigþórsson, sem búsettur er í Houston í Texas. Fellibylurinn Ike reið yfir Texas og Louisiana í gær og olli miklum usla. Þrjú dauðsföll má rekja til ofsaveðurs- ins, auk mikils eignatjóns. Fjögur þúsund manns búa nú við raf- magnsleysi í Houston og nágrenni og telja yfirvöld að allt að tvær til þrjár vikur geti tekið að koma raf- magni á að nýju. Nokkuð dró úr vindhraða felli- bylsins á leið hans yfir Texas. Olli hann þó töluverðu tjóni. Talið er að strandborgin Galveston hafi orðið verst úti þegar mikill sjór gekk á land, og er hún nánast öll á floti. Ike hélt norður eftir Texas í gær og talið var að hann myndi ná til Arkansas seint í gærkvöld eða nótt. - kg / sjá síðu 4 Fellibylurinn Ike óð yfir Texas og Louisiana í gær og stefndi hraðbyri á Arkansas: Óttast mikið eignatjón í Texas

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.