Fréttablaðið - 14.09.2008, Page 2
2 14. september 2008 SUNNUDAGUR
FÓLK „Hann stóð sig eins og hetja,“
segir Anna Berglind Júlísdóttir,
móðir sex ára drengs sem festist í
lyftu í hálftíma í gær.
Viktor Karl Halldórsson hefur
lært samkvæmisdansa frá því
hann var þriggja ára. Eins og
venjulega á laugardögum ók móðir
Viktors honum frá heimili fjöl-
skyldunnar í Þorlákshöfn til að
fara í tíma í Dansskóla Jóns Pét-
urs og Köru á fjórðu hæð í Borgar-
túni 6 í Reykjavík. Með í för var
þriggja ára systir Viktors sem ein-
mitt í gær var að fara í sinn fyrsta
danstíma. Það var því í mörg horn
að líta hjá Önnu.
„Hann fór á undan inn í lyftuna
og ég var að svipast um eftir stelp-
unni þegar dyrnar lokuðust. Ég
ýtti á hnappinn en það var of seint
og lyftan fór af stað,“ segir Anna.
Þegar niður á fyrstu hæð var
komið opnaðist lyftan ekki. „Hann
var orðinn hræddur og sparkaði í
lyftuhurðina svo hún stoppaði
nokkrum sentímetrum ofar en hún
átti að gera og dyrnar opnuðust
ekki,“ útskýrir Anna.
Stefán Guðlaugsson, fram-
kvæmdastjóri dansskólans, segist
strax hafa hringt í neyðarsíma
Héðins-Schindler sem flytji lyft-
una inn. „Maður sem var á bak-
vakt var kominn eftir tíu eða
fimmtán mínútur. Síðan liðu aðrar
tíu eða fimmtán mínútur þangað
til honum tókst að opna lyftuna og
hleypa stráknum út,“ lýsir Stefán
atburðarásinni.
Litli drengurinn var að sögn
Stefáns og Önnu alveg furðu róleg-
ur í prísundinni. „Hann snökti
bara dálítið en við mamma hans
gátum spjallað við hann í gegn um
rifu á dyrunum. Þegar hann slapp
loksins út þáði hann ekki heitt
kakó sem ég veit að honum finnst
gott heldur vildi ólmur komast í
réttirnar eins og áður hafði verið
ákveðið,“ segir Stefán sem telur
hugsanlegt að högg drengsins á
lyftuhurðina hafi valdið því að hún
stöðvaðist. „Það er afar mikilvægt
að svona hlutir séu í lagi. Ég geri
ráð fyrir að þetta skýrist eftir
helgi.“
Anna segir Viktor áður hafa
komist í hann krappan. „Þegar
hann var á fjögurra ára réðst á
hann hund-
ur þegar
hann var í
heimsókn
hjá frænku
sinni í
Fljótshlíð-
inni. Hund-
urinn bara
trylltist í
boltaleik,
skellti
stráknum og
beit hann í
eyra, höfuð
og öxl. Það sást varla í drenginn
fyrir blóði,“ rifjar Anna upp sem
þvertekur fyrir að atvikið í gær
bindi enda á dansferil Viktors
litla. „Við mætum í dansskólann
næsta laugardag. Og förum saman
upp með lyftunni.“ gar@frettabladid.is
Það sást varla í drenginn
fyrir blóði.
ANNA BERGLIND JÚLÍSDÓTTIR
MÓÐIR VIKTORS
flugfelag.is
Skráðu þig í
Netklúbbinn
REYKJAVÍK
AKUREYRI
EGILSSTAÐIR
VESTMANNAEYJAR
ÍSAFJÖRÐUR
VOPNAFJÖRÐUR
ÞÓRSHÖFN
GRÍMSEY
Félagar í Netklúbbnum
fá fyrstir upplýsingar
um tilboð og nýjungar
í tölvupósti.
Alltaf ódýrast á netinu
www.flugfelag.is
Góður þorramatur
Rannsókn Matvælastofnunar og
Heilbrigðseftirlits sveitarfélaga á
þorramat gaf til kynna að verkun á
honum væri mjög góð. Aðeins eitt
sýni af 79 reyndist ekki fullnægjandi.
Að því er segir í skýrslu um rannsókn-
ina er þetta mun betri niðurstaða en
í fyrri eftirlitsverkefnum á örverum í
þorramat.
HOLLUSTA
LÖGREGLUMÁL Ekið var á gangandi
vegfaranda til móts við bátaskýl-
ið á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði
um hálftíuleytið í fyrrakvöld.
Að sögn varðstjóra var kona á
leið yfir götuna á gangbraut
þegar keyrt var á hana. Hún var
færð á slysadeild og kom í ljós að
hún er fótbrotin. Léleg lýsing er á
svæðinu og er talið að ökumaður-
inn hafi ekki séð konuna.
Þá missti ökumaður stjórn á bíl
sínum á Gullinbrú um fjögurleyt-
ið í fyrrinótt, með þeim afleiðing-
um að bíllinn lenti á ljósastaur.
Þrír voru færðir á slysadeild og
er ökumaðurinn talinn nokkuð
slasaður. - kg
Léleg lýsing hamlaði sýn:
Kona fyrir bíl
á gangbraut
Velti fjórhjóli í Sölvahrauni
Ungur maður velti fjórhjóli sínu í
Sölvahrauni á Landmannaleið um
miðjan dag í gær. Var maðurinn flutt-
ur með sjúkrabíl til Reykjavíkur með
háls- og bakmeiðsli.
SLYS
INNHEIMTA Kona í Reykjanesbæ
hefur orðið fyrir ítrekuðu ónæði
um tveggja mánaða skeið vegna
bílaskulda annarrar konu. Starfs-
menn vörslusviptingar hafa ítrek-
að hringt í hana til að rukka hana
um ógreidda bílaskuld. Lesið
hefur verið inn á símatalhólf
hennar og stefnuvottur ætlaði að
stinga stefnu inn um dyralúguna
hjá henni.
„Einhverra hluta vegna var
alltaf haft samband við mig, þótt
ég margreyndi að leiðrétta mis-
skilninginn,“ segir konan. Hún
vill ekki láta nafns síns getið af
tillitssemi við skuldarann. Þær
heita báðar tveimur nöfnum, sem
eru hin sömu, en ekki í sömu röð.
„Í fyrstu fékk ég skilaboð frá
þeim um að þeir ætluðu að gera
upptækan hjá mér bíl og báðu
mig að hafa samband,“ segir
konan. „Ég gerði það. Þeir voru
þá með rétt heimilisfang og höfðu
sett miða inn hjá viðkomandi
konu. En svo hringdu þeir alltaf
aftur og aftur, þótt ég segði þeim
ítrekað að ég væri ekki rétta
manneskjan. Það var eins og þeir
tryðu mér ekki.“
Um daginn hringdi svo stefnu-
vottur í konuna og spurði hvort
hann mætti ekki setja stefnu inn
um lúguna hjá henni. Konan gat
komið í veg fyrir það. Í vikunni
fékk hún svo skilaboð í símatal-
hólf. Þá kváðust vörslusvipting-
armenn vera staddir fyrir utan
hjá henni og ætluðu að taka bíl.
Þá var konunni nóg boðið. Hún
hringdi í vörslusviptingu og hætti
ekki fyrr en þeir strikuðu út síma-
númer hennar sem skuldara.
- jss
Kona í Reykjanesbæ hefur ekki átt sjö dagana sæla vegna innheimtumanna:
Lenti í margra vikna umsátri
vegna skulda annarrar konu
REYKJANESBÆR Konan sem fékk ítrekuð
skilaboð og hringingar um að taka ætti
bíl sem hún ætti býr í Reykjanesbæ.
Sex ára fastur í lyftu
eftir tíma í dansskóla
Dansneminn Viktor Halldórsson stóð sig eins og hetja þegar hann festist einn
í lyftu í Borgartúni í um hálftíma í gær. Framkvæmdastjóri dansskólans segir
málið skýrast eftir helgi. Viktor var illa leikinn af hundi fyrir tveimur árum.
VIKTOR KARL
HALLDÓRSSON
Ragnar, ertu ekkert hræddur
um að það verði dæmd á þig
laglína?
„Nei, en það væri laglegt.“
Ragnar Hermannsson, sjúkraþjálfari
og þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í
handknattleik, hefur lokið við gerð sinnar
fyrstu plötu, Kall útí bæ.
LYFTAN Bak við þessar luktu dyr hírðist Viktor Karl í um hálftíma og var frelsinu
feginn þegar viðgerðarmanni tókst að opna fyrir honum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar
sótti í gær karlmann sem
slasaðist í göngum í Skagafirði.
Maðurinn var ásamt hópi
gangnamanna á Staðarafrétt í
námunda við Miðdal þegar slysið
varð. Hann virðist hafa runnið til
í skriðu með þeim afleiðingum að
hann hlaut opið ökklabrot
Björgunarsveitarmenn fluttu
lækni á vettvang sem hlúði að
manninum þar til þyrlan kom á
staðinn. Var maðurinn fluttur á
sjúkrahús í Reykjavík þar sem
gert var að sárum hans. - þo
Þyrlan sótti gangnamann:
Með opið ökkla-
brot á afrétt
DÓMSMÁL Baldur Örn Guðnason,
fyrrverandi forstjóri Eimskips,
hefur stefnt félaginu og krefst
140 milljóna króna vegna 22
mánaða eftirstöðva af starfsloka-
samningi. Þetta kom fram í
fréttum ríkissjónvarpsins í gær.
Ekki náðist í Baldur í gær-
kvöld en í fréttum ríkissjón-
varpsins kom fram að þegar
hann óskaði eftir því í nóvember
í fyrra að láta af störfum fullyrti
hann í bréfi til stjórnar félagsins
að ágóði af rekstri félagsins
hefði verið notaður til að „hylma
yfir virðisrýrnun í flugrekstrin-
um“. Þarna vísar hann til þess að
flugfélagið Avion hafði áður
keypt Eimskip. Baldur hefur
aðeins fengið tvo mánuði greidda
af starfslokasamningnum frá því
að hann hætti í febrúar á þessu
ári. - gar
Fyrrverandi forstjóri:
Krefst 140 millj-
óna af Eimskip
BALDUR GUÐNASON Ágreiningur er um
starfslokasamning fyrrverandi forstjóra
Eimskips.
VIÐSKIPTI Endurskoðendur bresku
ferðaskrifstofunnar XL Leisure
Group sögðu af sér fyrir tveimur
árum þar sem þeir töldu að stjórn
félagsins hefði horft framhjá
hugsanlegum bókhaldsbrotum.
Þetta kom fram í vefútgáfu Lund-
únablaðsins Sunday Times í gær-
kvöld, en talsvert hefur verið fjall-
að um gjaldþrot bresku
ferðaskrifstofunnar síðustu daga í
breskum fjölmiðlum og tengsl
Íslands við hana.
KPMG lét af störfum sem end-
urskoðendur XL árið 2006 og gaf
þá skýringu í bréfi til stjórnar
félagsins, að stjórnin hefði ekki
tekið nægilega alvarlega þær
athugasemdir sem gerðar hefðu
verið við uppgjör og reikninga
félagsins. Kemur þar fram að
greiðslur til birgja og annarra
flugfélaga hafi meðal annars verið
tafðar milli ársfjórðunga í því
skyni að láta móðurfélagið Avion
líta betur út á íslenskum hluta-
bréfamarkaði.
Financial Times segir að undir
lok fyrri mánaðar hafi stjórnend-
um XL verið orðið ljóst að gjald-
þrot yrði ekki umflúið. Barclays
banki og Straumur hefðu fjár-
magnað daglegan rekstur ferða-
skrifstofunnar í ríflega þrjú ár, en
í kjölfar þrenginga á alþjóðlegum
lánamörkuðum hefði Barclays
tekið að kalla eftir greiðslum
gjaldfallinna lána og ekki viljað
tryggja endurfjármögnun. - bih
Talsvert fjallað um tengsl Íslands við gjaldþrot XL Leisure í breskum fjölmiðlum:
KPMG átaldi fegrað bókhald
GJALDÞROT XL LEISURE GROUP Talsvert
er fjallað um tengsl ferðaskrifstofunnar
við Ísland í breskum fjölmiðlum.
LÖGREGLUMÁL Til átaka kom í
Breiðholti um fjögurleytið í
fyrrinótt þegar tveir menn réðust
að lögreglumönnum sem hugðust
handtaka ökumann vegna gruns
um ölvunarakstur.
Að sögn varðstjóra lögreglunn-
ar var bíllinn stöðvaður á mótum
Suðurfells og Rjúpnafells. Þegar
lögreglumenn hugðust handtaka
ökumanninn brugðust farþegarn-
ir tveir í bílnum, sem voru
„blindfullir“, ókvæða við og
réðust á lögregluþjónana í þeim
tilgangi að frelsa hinn grunaða.
Talsverð átök brutust út og gripu
lögreglumenn til þess ráðs að
nota varnarúða á mennina.
Enginn slasaðist í átökunum en
annar óróaseggjanna var
handtekinn. Hann verður kærður
fyrir líkamsárás. - kg
Óróaseggir í Breiðholti:
Réðust á lög-
regluþjóna
SPURNING DAGSINS