Fréttablaðið - 14.09.2008, Side 16

Fréttablaðið - 14.09.2008, Side 16
MENNING 2 H ann hefur raunar alla tíð verið starfsamur maður, stundum færst meira í fang en yngri mönnum þótti viðeig- andi. Hann er af þeirri kynslóð sem sótti fyrst akademískt nám í Evrópu í leikhússögu og leikstjórn, kom fyrst fram sem gagnrýnandi en tók fljótt að vinna við sviðsetn- ingar hjá Leikfélagi Reykjavíkur en hann var fyrsti leikhússtjóri þess. Hann hefur gegnt öllum helstu ábyrgðar- og stjórnunar- stöðum í íslensku leikhúsi. Jafn- framt tók hann snemma til við rannsóknir á íslenskri leikhússögu og er enn að. Hann hlaut í sumar heiðursverðlaun norrænna leik- húsmanna. Fáir hér á landi fylgjast eins vel með opinberu listalífi og þau hjón, Sveinn og Þóra Kristj- ánsdóttir listfræðingur. Það er hálfur mánuður í frum- sýningu þegar við hittumst, á tveimur upphafsverkum verismo- stefnunnar ítölsku sem beindi sjón- um höfunda að hinu hversdagslega drama alþýðufólks: Cavalleria Rusticana og Il Pagliacci. Hann leikstýrir í Óperunni í fyrsta sinn og þeir Kristján Jóhannsson koma saman á ný. Hann hefur heldur ekki komið fram áður í Íslensku óperunni: „Kristján þreytti sína frumraun hjá mér í La bohème. Ég hef oftast leikstýrt honum þegar hann hefur verið hér, við erum góðir mátar. Við höfum haft ánægju af því að vinna saman.“ Kristján deilir tenórhlutverkum í óperunum með Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni. Bæði hlutverkin þekkir Kristján í þaula: „Hann hefur sungið þau úti um allan heim og þau eru meðal þeirra hlutverka sem gerðu hann heimsfrægan. Hann gjörþekkir þau, en hann er alveg tilbúinn að breyta öllu sem hann hefur gert áður. Hann er orð- inn það sjóaður listamaður að hann býr yfir þeim sveigjanleika að honum þykir gaman þegar ég kem með öðruvísi grunnhugmynd. Hann er opinn og örlátur. Hann hefur mikla útgeislun, hann er með tilfinningadýpt og dramatískan þrótt,“ segir Sveinn. Að sýningunum kemur sterkur sönghópur og Sveinn hefur unnið með sumum þeirra áður: Elínu Ósk og Tómasi til að mynda. Kór Óper- unnar er búið að endurskipa: „Það eru skemmtilegir krakkar, bæði vanir kraftar og mjög vel menntað söngfólk. Þau eru líka tilbúin að prófa hluti.“ Aðrir samstarfsmenn Sveins við þessar tvær kunnu óperur hafa unnið með honum áður: Helga Björnsson kom heim til að gera búningana, Páll Ragn- arsson, gamall samstarfsmaður hans úr Þjóðleikhúsinu lýsir og Þórunn S. Þorgrímsdóttir hannar leikmyndina. Þröngur stakkur skorinn Hvernig ætlarðu að koma þessu öllu fyrir á litla sviðinu í Gamla bíó? „Það er ekkert launungarmál að húsið hefur alltaf verið erfitt og sú grunnhugmynd sem býr að baki þessari sýningu tekur í raun mið af því. Og það er ekkert við því að gera. Við erum ekkert að leyna því að það er ekki hægt að koma kórn- um út á nóinu eins og tónskáldin ætlast til.“ Í gryfjunni eru ríflega fimmtíu hljóðfæraleikarar. „Það minnir okkur á,“ segir Sveinn, “ að við þurfum nýtt óperuhús og aðstöðu í öðru húsi, tónlistarhús- inu.“ Sveinn hefur ekki sett upp á svona þröngu sviði lengi. „Ekki óperu. Erlendis hef ég sviðsett óperur á 22 metra víðu sviði.“ Sveinn hefur verið áhugamaður um óperur lengi: „Ég var með óperudellu sem unglingur. Mamma var píanisti. Hún lærði á píanó mjög ung og hefur sennilega verið tóngáfuð. Hún er unglingur þegar henni er falið að leika undir þögl- um myndum í Gamla bíó þegar það var í Fjalakettinum í Bröttugötu og velja tónlistina í undirleikinn eins og píanistar þurftu að gera. Ég erfði eftir hana stóra bunka af nótum sem hún hafði notað og þar ægir öllu saman, einleiksverkum, píanó-úrdáttum úr sinfóníum og óperutónlist.“ Seint og snemma „Svo þegar ég var kominn til Stokk- hólms í nám óskaði ég eftir að taka hluta af því praktíska í Óperunni sem var mjög framsækin á þeim árum og framleiddi hvert stór- stirnið á fætur öðru. Ég sat á æfingum þegar Birgit Nilsson var að æfa Brynhildi í fyrsta skipti sem hún varð svo heimsfræg fyrir. Ég fylgdist með bæði heilum svið- setningum og sótti stakar æfingar og það var fljótt ljóst að það voru kynslóðaskipti að verða, breyting- ar í afstöðunni til verksins. Eldri kynslóðin sagði óperan er ópera, en yngri kynslóðin var að búa til musikteater – og ég sá strax hvort mér þótti meira spennandi. Það hefur svo glatt mig í erlend- um umsögnum um sviðsetningar mínar á óperum að gagnrýnendur hafa kallað þær musikteater. Ég fór samt ekki þá leiðina að gerast óperuleikstjóri sem hefði ekki verið óeðlilegt út frá mínum áhuga- málum. Ég var svo heppinn að mér var boðið að gerast aðstoðarleik- stjóri hjá Felsenstein sem þá var talinn einn helsti óperuleikstjóri í heimi. Það var í New York á leik- húsþingi en þá kallaði skyldan að vinna lengur í Iðnó hjá Leikfélag- inu og barátta fyrir Borgarleikhúsi var í fullum gangi svo ég sagði nei takk. Hef alltaf svolítið séð eftir því. Ég fór því ekki að setja upp óperur fyrr en frekar seint.“ Tónlistin stjórnar öllu Sveinn háði frumraun sína sem leikstjóri 1965 í Iðnó þegar Sjóleið- in til Bagdað eftir Jökul Jakobsson var frumflutt. Hann var þá nýtek- inn til starfa sem leikhússtjóri. „Í þá daga gekk maður til verks með allt verkið skipulagt til hlítar, var búinn að skrifa inn í bókina hverja einustu hreyfingu leikarans á svið- inu sem síðan breyttist í æfinga- ferlinu – svo komu aðrar stefnur og þá mátti maður umskóla sig,“ kímir Sveinn. Það hefur löngum verið sagt að sviðsetningar á óperum séu allt annars eðlis en sviðsetningar á dramatískum textaverkum: „Hvað snýr að leikstjóranum þá er æfingatíminn skemmri. Það er hann yfirleitt, upp á gott og vont. Það er ætlast til þess að söngvar- arnir kunni hlutverkið sitt á fyrstu æfingu. Ella getur leikstjórinn ekki gert nokkurn skapaðan hlut. Grundvallarmunurinn er sá að það er tónlistin sem stjórnar þessu öllu saman. Við getum ekki breytt einum takti. Þegar ég er að setja upp óperu þá hlusta ég á tónlistina aftur og aftur og allt sem ég geri fæðist upp úr henni.“ Of fá sæti Óperusviðsetningar voru lengi árviss viðburður í íslensku leik- húslífi. Þegar Sveinn kom til starfa hjá Þjóðleikhúsinu 1972 var aðsókn að óperum þar gríðarleg. Húsið tók 660 áhorfendur í sæti og sviðsetn- ingar á verkum á borð við Carmen og La bohème gengu fyrir fullu húsi. Sveinn segir ekki hægt að standa sómasamlega að óperusvið- setningum nema þær fari fram í sölum að tiltekinni stærð, 500 manna hús beri í sér tap í óperu- rekstri, hvorki stofnkostnaður né kvöldkostnaður skili sér: „Við þurf- um hús sem er með djúpu sviði og tilteknum sætafjölda þannig að fjárhagslegur grunnur sýningar sé viðunandi. Við getum líka tekið dæmi af heimsóknum San Francis- co-ballettsins sem Helgi Tómasson hefur komið með hingað í tvígang. Það var fullt á allar þær sýningar en ef húsin hefðu verið þrisvar sinnum stærri hefðum við komið út á sléttu í stað þess að greiða tugi milljóna með sýningunum. Núna erum við með þrjú hús sem eru nánast sama stærð: Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið og Gamla bíó.“ Sjálfstæði til sköpunar Hin síðari misseri hafa sjálfstæðir leikhópar sótt æ meira í samstarf við stóru leikhúsin, bæði Þjóðleik- hús, Leikfélag Akureyrar og LR í Borgarleikhúsi virðast nú byggja verkefnaskrá sína að hluta á sam- starfi við sjálfstæða leikhópa. Á sínum tíma var það krafa Reykja- víkurborgar og frjálsu hópanna að fá inni í Borgarleikhúsi. Nú er verið að endurbyggja Tjarnarbíó fyrir frjálsa leikhópa. Sveinn hefur í skrifum hin síðari misseri lýst þeirri skoðun að stjórnvöld og samtök listamanna verði að fara í uppstokkun á starfs- skilyrðum frjálsu leikhópanna: „Ég vil að þeir séu frjálsir sem þeir eru ekki því þeir eru í fjárhagsleg- um viðjum en þeir verða að vera frjálsir til sjálfstæðrar sköpunar. Ég vil heldur ekki að stofnanaleik- húsin séu að skreyta sig með þeim fjöðrum. Ég tel það vera einn af hornsteinum þess að frjótt starf sé hjá sjálfstæðum leikhúsum að þau séu ekki á mála hjá stóru leikhús- unum. Það er nauðsynlegt að stokka upp styrkjakerfið með reglulegu millibili. Það er kominn tími á það. Svo vil ég fá fleiri lands- hlutaleikhús. Leikfélag Akureyrar drap ekki áhugamannastarf á Norðurlandi, fullburða starfsemi leikhúss á Akureyri smitaði út frá sér, jók mönnum kjark til að koma á samfelldu starfi á öðrum sviðum. Við eigum að fara eins að fyrir austan og vestur á Ísafirði. Þar á að koma á leikhópum sem vilja þjóna þessum landshlutum og eiga sér þar starfsstöð.“ Sviðslist hornreka í nýjum húsum Hvernig víkur því við að á fyrsta áratug 21. aldar rísa tvö stór ný samkomuhús, tónlistarhöllin í Reykjavík og menningarhúsið á Akureyri og í báðum þessum húsum er staða sviðslistanna ekki örugg? „Ég botna satt best að segja ekki í því. það hefur maður gengið undir manns hönd að benda á þetta. Sin- fóníuhljómsveit Íslands hefur mest gagn af því að í tónlistarhúsinu sé mikil starfsemi og Sinfóníuhljóm- sveit Íslands á að njóta góðs af því. Því þarf að vera innangengt þarna fyrir aðra aðila en Sinfóníuna. Þarna þurfa að vera stórir popp- tónleikar, þarna á að vera hægt að taka á móti þeim skara sýninga sem geta komið hingað frá útlönd- um, ballettar, óperur eða hvað sem er, sem þurfa stórt hús sem við höfum mátt hafna í gegnum árin. Er gert ráð fyrir öllu þessu í stóra salnum? Með slíkum uppákomum má treysta rekstrargrundvöll allr- ar stofnunarinnar. Ekki síst út frá því að því meiri starfsemi sem er þar, þeim mun meira komi í hlut Sinfóníunnar.“ Óperuhúsið í Kópavogi Sveinn hefur komið að undirbún- ingi og forsendugreiningu á fyrir- huguðu óperu/söngleikjahúsi í Kópavogi. Metur hann það svo að þessi bygging rísi? „Já, ég met það svo og tel að það verði mikið framfaraspor og hlakka til þess að sjá það hús rísa. Ég hef trú á því að það rísi. Það er fyrir mjög mörgu hugsað þarna. Þetta hús þýðir að það þarf ekki að láta sviðsetningu ganga eins lengi og nokkur vill sjá hana. Það má leggja verk til hliðar og taka þau upp aftur. Starfsemi Íslensku óperunnar hefur frá upphafi einkennst af þeim baráttuanda sem hratt starf- seminni af stað, lifandi áhuga á starfseminni. Ég hef aldrei unnið þar áður. Það stóð til fyrir átta árum að ég setti þar upp óperu Atla Heimis um kristnitökuna eftir texta Þorsteins Gylfasonar en af því varð ekki. Hún er reyndar ein af mörgum íslenskum óperum sem liggja nú í handriti og bíða þess að komast á svið. Ég setti Gretti eftir Þorkel Sigurbjörnsson upp í Þýska- landi og Kanada – það er kammer- ópera – heldur lítil umleikis. Nú er Stefán Baldursson, einn reyndasti leikhúsmaður okkar, kominn hér og heldur um stjórnvölinn og ætti því að vænkast hagur óperuhöf- unda og frumsamin verk að fara að sjást.“ Í samtali okkar rifjast upp að það eru ekki aðeins nýsmíðuð verk sem bíða frumuppfærslu á íslensku óperusviði, eldri verk íslenskra tónskálda bíða nýrra uppsetninga, Silkitromma Atla, Þrymskviða og Loftur eftir Jón Ásgeirsson: „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að frumsköpun í landinu sé grund- völlur þess að hér sé blómlegt lista- líf. Það hefur verið mín afstaða í öllu sem ég hef gert.“ FRUMSKÖPUN GRUNDVÖLLUR ALLS „Það er átak að fara í svona stórt verkefni,“ segir Sveinn Einarsson leikstjóri sem frumsýnir í Íslensku óperunni á föstudag. „Ég er líka að sýna það að það á ekki að slá fólk af þótt það sé komið yfi r sjötugt. Ég stunda Qui Gong þrisvar í viku. Ég þoli ekki þegar talað er um eldra fólk sem „málafl okk“. Ég er líka að reyna að sýna það.“ LEIKLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Í þá daga gekk maður til verks með allt verk- ið skipulagt til hlítar, var búinn að skrifa inn í bókina hverja einustu hreyfingu leikarans á sviðinu sem síðan breyttist í æfingaferlinu. Við æfingar í Óperunni í fyrri viku, frá vinstri: Sól- rún Bragadóttir, Kristján Jóhannsson og Sveinn Einarsson. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.