Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.09.2008, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 14.09.2008, Qupperneq 22
 14. september 2008 SUNNUDAGUR4 …eða með öðrum orðum hefur þú áhuga á að star fa á a lþjóðlegum vettvangi? ВЫ ЗАИНТЕРЕСОВАНЫ РАБОТАТЬ В МЕЖДУНАРОДНОЙ КОМПАНИИ? Actavis Group hf. Dalshrauni 1 220 Hafnarfirði s 535 2300 f 535 2301 @ actavis@actavis.com w www.actavis.com Actavis er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu hágæðasamheitalyfja. Hjá Actavis starfa um 11 þúsund einstaklingar í 40 löndum, sem eru reiðubúnir að taka áskorunum með það að markmiði að koma Actavis í fremstu röð samheitalyfjafyrirtækja. Actavis leitar að metnaðarfullum einstaklingum til starfa sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni. Actavis leitast við að ráða starfsfólk sem: • sýnir metnað í hverju því sem það innir af hendi • sýnir viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustulund • leggur áherslu á samvinnu, því í sameiningu komumst við lengra en við getum ein • ber virðingu fyrir auðlindum sínum og sýnir hagkvæmni í daglegum störfum • hefur nægan sveigjanleika til að geta gripið tækifærin sem því gefast • sýnir framsækni og lætur hlutina gerast Nánari upplýsingar veita Erla Hrönn Diðriksdóttir, edidriksdottir@actavis.com og Harpa Þ. Böðvarsdóttir, hbodvarsdottir@actavis.com. Umsóknir óskast fylltar út á www.actavis.is, undir Störf í boði fyrir 22. september nk. Sérfræðingur í skráningadeild Starfið tilheyrir þróunarsviði Actavis Group og felur í sér ráðgjöf og þátttöku í þróunarverkefnum ásamt öðrum deildum þróunarsviðs, samantekt skráningargagna fyrir ný lyf þróuð á Íslandi til markaðssetningar á markaði Evrópusambandsins og víðsvegar um heim, uppfærslur á skráningargögnum ásamt því að svara athugasemdum og annmarkabréfum yfirvalda. Einnig er um að ræða samskipti við viðskiptavini og skráningaryfirvöld um tæknileg atriði er snerta skráningarmál auk upplýsingagjafar um skráningargögn til annarra deilda fyrirtækisins. Við leitum að einstaklingi með háskólapróf á sviði raunvísinda, s.s. lyfjafræði, matvælafræði eða sambærilega menntun. Gerð er krafa um nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Fulltrúi breytingaumsókna Starfið tilheyrir þróunarsviði Actavis Group. Fulltrúi breytingaumsókna aðstoðar m.a. við skipulagningu breytingaumsókna er varða flutning á framleiðslu, gæðalýsingu á lokaafurð og við upplýsingagjöf til viðskiptavina. Við leitum að einstaklingi með stúdentspróf, kostur ef það er í heilbrigðisvísindum. Gerð er krafa um mjög góða ensku- og tölvukunnáttu, nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Starfsmaður í þróunardeild lyfjaforma Starfið, sem er 60-70% starf, tilheyrir þróunarsviði Actavis Group og felur í sér samsetningu tækja og undirbúning fyrir tilraunaframleiðslu, þrif og frágang á rannsóknarstofu og þátttöku í framleiðslu tilraunalota og prófunum á þeim. Við leitum að einstaklingi með stúdentspróf, iðnmenntun er kostur en ekki skilyrði. Reynsla af vinnu við flókinn vélabúnað er kostur. Gerð er krafa um góða ensku- og tölvukunnátta, nákvæm og vandvirk vinnubrögð. Starfsmaður í lyfjapökkun Starfið tilheyrir framleiðslusviði Actavis hf., dótturfyrirtæki Actavis Group. Í starfinu felst pökkun á töflum í glös og þynnur, þrif á pökkunarvélum og pökkunarsvæði, eftirlit með pökkunarlínum, stillingar og breytingar á tækjabúnaði, skjalfesting og sýnataka. Starfsmenn í framleiðslu fara í gegnum mikla þjálfun og þurfa að geta tileinkað sér mjög sérhæfð vinnubrögð. Við leitum að einstaklingi með stúdentspróf, iðnmenntun eða sambærileg menntun er kostur. Gerð er krafa um nákvæm og vandvirk vinnubrögð sem og enskukunnáttu. Í lyfjapökkun er um að ræða vaktavinnu þar sem unnið er á þrískiptum vöktum. Unnið er viku í senn á hverri vakt, alla virka daga en fjóra daga þegar um er að ræða næturvaktir. Verkefnastjóri fyrir BBraun á sölu- og markaðssviði Starfið tilheyrir sölu- og markaðssviði Actavis Group. Verkefnastjóri ber ábyrgð á markaðssetningu vara frá fyrirtækinu BBraun sem Actavis er með umboð fyrir á Íslandi. Starfið felur m.a. í sér kynningar á hjúkrunar- og læknavörum, gerð markaðsáætlana og utanumhald um pantanir í samvinnu við sölu- og markaðsstjóra. Verkefnastjóri tekur auk þess þátt í uppbyggingu á ímynd Actavis. Við leitum að einstaklingi með háskólapróf í hjúkrunarfræði eða sambærilega menntun á heilbrigðissviði. Þekking og reynsla af sölu- og markaðsmálum er æskileg. Gerð er krafa um nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Medis er eitt af dótturfyrirtækjum Actavis Group og annast sölu á lyfjum og lyfjahugviti fyrir samstæðuna til annarra lyfjafyrirtækja sem selja lyf undir eigin vörumerkjum. Á meðal viðskiptavina Medis eru öll stærstu samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu. Hjá Medis er stefnt að því að vera fyrst á markað með ný samheitalyf um leið og einkaleyfi falla úr gildi. Sérfræðingur - Business Development Starfið felur í sér sölu og samningagerð á lyfjatengdu hugviti og lyfjum til viðskiptavina Medis erlendis, samskipti við umboðsmenn og dótturfélög erlendis, tilboðsgerð og samskipti við viðskiptavini og leit að nýjum viðskiptatækifærum. Við leitum að einstaklingi með háskólamenntun á sviði lyfjavísinda eða hliðstæða menntun, starfsreynsla á sviði samningagerða og krefjandi samskipta er kostur. Verkefnastjóri - Launch Coordination Starfið felst aðallega í að verkefnastýra innleiðingu lyfja inn á nýja markaði, að hafa yfirsýn yfir stöðu mála og eftirfylgni verkefna. Starfið felur í sér samræmingu og samskipti við erlenda viðskiptavini, framleiðslueininga innan og utan Actavis og aðrar deildir innan fyrirtækisins. Við leitum að einstaklingi með háskólamenntun á sviði vörustjórnunar, verkfræði eða hliðstæða menntun og/eða reynslu af verkefnastjórnun. Viðkomandi þarf að vera skipulagður og góður að vinna í hóp. Gerð er krafa um nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Enska töluð og rituð skilyrði. Sérfræðingur – Finance and Administration Starfið felst í mánaðarlegum uppgjörum Medis ehf, vinnslu stjórnendaupplýsinga, gerð skammtíma- og langtíma fjárhagsáætlana og stuðning við starfsmenn og söluskrifstofur Medis erlendis. Við leitum að einstaklingi með háskólamenntun í viðskiptafræðum, starfsreynsla í uppgjörsvinnu nauðsynleg. Um er að ræða krefjandi starf í alþjóðlegu umhverfi. Gerð er krafa um nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Krefjandi störf hjá framsæknu fyrirtæki í alþjóðlegu umhverfi Sölu- og markaðsfulltrúar vefmiðla 365 miðlar óska eftir öflugum sölu- og markaðsfulltrúum við auglýsingasölu á vefmiðla félagsins. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi reynslu af sölustörfum og er reynsla af auglýsingasölu á fjölmiðlum æskileg. Viðkomandi þarf að vera heiðarlegur og ábyrgur, úrræðagóður og með góða þjónustulund. Hann þarf jafnframt að hafa til að bera brennandi áhuga á vefnum og fjölmiðlum. Launakjör eru árangurstengd og hér er því gott tækifæri fyir metnaðarfullt fólk. Umsóknarfrestur er til 29. september. Frekari upplýsingar veitir Freyr Einarsson, freyr@365.is. Sótt er um á vef 365 miðla - 365midlar.is/storf-hja-365. Vefmiðlar 365 eru í miklum vexti og Visir.is er annar vinsælasti vefur landsins með fleiri fréttir á dag en nokkur annar fjölmiðill á vefnum. Auk þess að vera sterkur fjölmiðill er Visir.is vefgátt 365 miðla inn á fjölbreytta fjölmiðla félagsins: Fréttablaðið, Bylgjuna, Stöð 2 o.fl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.