Fréttablaðið - 14.09.2008, Síða 47

Fréttablaðið - 14.09.2008, Síða 47
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ KLÓKUR ERTU, EINAR ÁSKELL KARDEMOMMU BÆRINN H A R T Í B A K SÆDÝRA S A F N I Ð SUMAR L J Ó S UTAN GÁTTA AF ÁSTUM MANNS OG HRÆRIVÉLAR HEIÐUR MACBETH ÞRETTÁN DA- ETERINN K V Ö L D FRIDA 08/09ÍVANOVENGISPRETTUR ÁSTIN ER DISKÓ- LÍFIÐ ER PÖNK SÁ LJÓTI SKILABOÐASKJÓÐAN Þjóðleikhúsið l e i k h ú s i ð þ i t t ! ÖKKUBUKKA Í ÓÐAMANS- K O R T A S A L A N Í F U L L U M G A N G I G A R Ð I w w w . l e i k h u s i d . i s M i ð a s a l a Þ j ó ð l e i k h ú s s i n s 5 5 1 1 2 0 0 / m i d a s a l a @ l e i k h u s i d . i s Forsíða Menningar er samsett sjálfsmynd eftir Braga Ásgeirs- son frá upphafsárum hans í myndlist, en í gær var opnuð á Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á ferli þessa afkastamikla lista- manns sem rekur sextíu ára feril hans. Bragi stundaði nám í Handíða- og myndlistarskólanum frá 1947-1950 og framhaldsnám í Kaupmannahöfn, Ósló og München áratuginn á eftir. Bragi var fyrstur manna að taka aftur til við grafík og fylgdi þar í fótspor Guðmundar frá Miðdal og Jóns Engilberts. Hann hefur á ferli sínum hlotið fjölda starfsstyrkja frá erlendum aðilum enda víðförull í samsýn- ingum víða um lönd. Hann er heiðursfélagi í Íslenskri grafík og hefur haft mikil áhrif, bæði sem kennari og gagnrýnandi hjá Morgunblaðinu. Hann er sá íslenskra myndlistarmanna sem hefur um langt árabil skrifað yfirlitsgreinar um erlenda myndlist frá ferðum sínum beggja vegna Atlandshafsins. Bragi var ásamt Erró frum- kvöðull í popplist á íslandi með samsettum myndum með þrívíðum nytjahlutum, brúðuand- litum og öðru sem til féll. Hann hefur alla tíð verið afar leitandi í sköpun sinni og lagt óhræddur á ný mið en ekki látið njörva sig í grónar götur. Samfara sýningunni á Kjarvals- stöðum kemur út bók hjá forlaginu Opnu með yfirliti um feril hans í ritstjórn Þorodds Bjarnasonar en hann mun í dag vera með leiðsögn um sýninguna á Kjarvalsstöðum kl. 15. Ferill Braga rakinn Bragi Ásgeirsson myndlistarmaður.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.