Fréttablaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 58
22 14. september 2008 SUNNUDAGUR FÓTBOLTI FH vann auðveldan og sanngjarnan 3-0 sigur á Íslands- meisturum Vals í Kaplakrika í gær. FH-ingar voru miklu betri aðilinn allan leikinn en það tók sinn tíma að komast á blað. Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk úr aukaspyrnu og lagði upp það þriðja. Það verður að segjast eins og er að fótboltinn í fyrri hálfleik var ekki merkilegur og leikurinn í raun hundleiðinlegur. FH-ingar stýrðu umferðinni en þeim gekk afar illa að skapa sér færi. Sóknar- spil Valsmanna var aftur á móti í algjörum molum og þeir ógnuðu FH-ingum afar lítið. Valur tapaði baráttunni um miðjuna og send- ingafeilarnir ákaflega margir og liðinu gekk ekkert að halda boltan- um innan liðsins. Meistararnir voru hreint út sagt lélegir. Glæsilegt mark frá Tryggva Markalaust í leikhléi en aðstæður hjálpuðu svo sem ekki leikmönn- um en það var nokkuð hvasst, kalt og rigndi hressilega á köflum. Síðari hálfleikur hófst á svipað- an hátt og sá fyrri. FH reyndi að brjóta niður Valsvörnina og stíflan brast ekki fyrr en rúmlega 25 mín- útur voru eftir af leiknum. Þá skor- aði Tryggvi glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og kom FH yfir. Tryggvi lagði síðan upp mark fyrir Matthías áður en hann skoraði aftur beint úr aukaspyrnu en Tryggvi hafði heppnina með sér þar sem boltinn breytti um stefnu á varnarveggnum og Kjartan var varnarlaus. FH-ingar gengu frá leiknum á tólf mínútna kafla og á meðan sat Willum Þór, þjálfari Vals, með hendur í skauti á bekk Vals og gerði ekkert til að breyta gangi mála. Hann skipti ekki inn af bekknum fyrr en leikurinn var búinn en hann hefði átt að skipta mönnum inn miklu fyrr enda leik- ur liðsins ekki upp á marga fiska. Baráttan um Íslandsmeistara- titilinn er þar með enn í járnum en Valsmenn hafa misst af lest- inni og táknrænt að þeir skyldu endanlega tapa slagnum þar sem þeir unnu titilinn í fyrra. Hundraðasta markið Seinna mark Tryggva í gær var hans hundraðasta í efstu deild. Hann fagnaði með því að sýna sér- hannaðan bol með rómverska tákninu C sem þýðir hundrað. „Ég fór til Valsarans Henson í vikunni og bað hann um að gera þennan bol fyrir mig. Sagði honum að ég myndi skora tvö gegn Val og því yrði bolurinn að vera klár. Hann fór nú bara að hlæja, kall- inn,“ sagði Tryggvi léttur en hann fór ekki í bolinn fyrr en í hálf- leik. „Það var markalaust í leikhléi og það gekk ekki. Við urðum að gera eitthvað og því skellti ég mér í bolinn.“ Tryggvi gerir ráð fyrir að það verði barátta um titilinn fram í lokaumferð. „Keflavík vann líka og mér skilst að þeir hafi verið svolítið heppnir. Það er því bara áframhaldandi barátta og við verðum að vinna alla okkar leiki til að verða meistarar. Það er ekk- ert flóknara en það,“ sagði Tryggvi sem hrósaði áhorfendum fyrir að mæta og þá sérstaklega Mafíunni. henry@frettabladid.is Kópavogsvöllur, áhorf.: 602 Breiðablik Fram TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–8 (6–2) Varin skot Casper 2 – Hannes 3 Horn 8–7 Aukaspyrnur fengnar 8–9 Rangstöður 4–0 FRAM 4–3–3 Hannes Halldórsson 4 Jón Guðni Fjóluson 3 (45. Daði Guðm. 6) Reynir Leósson 3 Auðun Helgason 3 Jón Orri Ólafsson 2 Halldór Hermann 6 Heiðar Geir Júlíusson 4 Paul McShane 3 (68. Viðar Guðjónss. 6) Ívar Björnsson 4 Hjálmar Þórarinsson 5 Almarr Ormarsson 5 (59. Ingvar Þór Ólas. 6) *Maður leiksins BREIÐAB. 4–4–2 Casper Jackobsen 7 Arnór Aðalsteinsson 7 Srdjan Gasic 7 Finnur Orri Margeirs. 6 Kristinn Jónsson 7 Nenad Zivanovic 6 Arnar Grétarsson 7 Guðm. Kristjánsson 6 (66. Olgeir Sigurg. 6) Jóhann Berg Guðm. 6 (72. Kristinn Steind. -) Alfreð Finnbogason 7 (85., Magnús Páll -) *Marel Baldvinss. 8 1-0 Marel Baldvinss. (8.), 2-0 Marel (34.), 3-0 Alfreð Finnbogas. (63.) 3-0 Magnús Þórisson (5) FH 3-0 VALUR 1-0 Tryggvi Guðmundsson (64.) 2-0 Matthías Guðmundsson (72.) 3-0 Tryggvi Guðmundsson (76.) Kaplakrikavöllur, áhorf.: 500 Jóhannes Valgeirsson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–3 (4–1) Varin skot Gunnar 0 – Kjartan 1 Horn 7–8 Aukaspyrnur fengnar 14–15 Rangstöður 7–6 FH 4–3–3 Gunnar Sigurðsson 6 - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6, Freyr Bjarnason 7, Dennis Siim 5 (56. Guðmundur Sævarsson 5), Hjörtur Logi Valgarðsson 6 - Davíð Þór Viðarsson 7, Matthías Vilhjálmsson 3, Björn Daníel Sverrisson 4 (86. Jónas Grani Garðarsson -) - *Tryggvi Guðmundsson 8, Matthías Guðmundsson 6, Atli Viðar Björnsson 5 (73. Atli Guðnason -) Valur 4–4–2 Kjartan Sturluson 4 - Rasmus Hansen 4, Atli Sveinn Þórarinsson 6, Barry Smith 5, Bjarni Ólafur Eiríksson 4 - Hafþór Ægir Vilhjálmsson 2, Baldur Bett 3, Sigurbjörn Hreiðarsson 4 (90. Steinþór Gíslason -), Guðmundur Steinn Hafsteinsson 2 - Guðmundur Benediktsson 4 (79. Albert Ingason -), Helgi Sigurðs- son 5 (79. Henrik Eggerts -). Fjölnisvöllur, áhorf.: 576 Fjölnir Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–13 (7–9) Varin skot Þórður 7 – Ómar 5 Horn 7–8 Aukaspyrnur fengnar 7–10 Rangstöður 3–2 KEFLAVÍK 4–4–2 Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Antoníus.6 Kenneth Gustafsson 6 Hallgrímur Jónasson 7 Brynjar Guðmundss. 6 Magnús Sverrir Þorst. 5 (61. Símun Samuel. 7) Hólmar Örn Rúnarss. 7 Hans Mathiesen 7 Patrik Redo 6 Jóhann Birnir Guðm. 6 (85. Hörður Sveinss. -) *Guðmundur Steinar. 7 (89. Jón Gunnar Eyst. -) *Maður leiksins FJÖLNIR 4–5–1 Þórður Ingason 6 Magnús Ingi Einarss. 4 Óli Stefán Flóventss. 7 Ásgeir Aron Ásgeirs. 6 Gunnar Valur Gunn. 5 Ólafur Páll Snorras. 5 Gunnar Már Guðm. 7 Ólafur Páll Johnson 5 (80. Ómar Hákonar. -) Ágúst Þór Gylfason 6 Pétur Georg Markan 6 Davíð Þór Rúnarss. 5 (80. Andri Valur -) 1-0 Gunnar Már Guðmundsson (35.) 1-1 Guðmundur Steinarsson (41.) 1-2 Jóhann Birnir Guðmundss. (66.) 1-2 Þorvaldur Árnason (7) LANDSBANKADEILD KARLA Keflavík 19 13 4 2 48-25 43 FH 18 12 2 4 41-19 38 KR 19 10 2 7 32-21 32 Valur 19 10 2 7 31-25 32 Fram 19 10 1 8 23-18 31 Breiðablik 18 8 6 4 37-25 30 Grindavík 19 7 3 9 25-35 24 Fjölnir 19 7 1 11 30-32 22 Fylkir 19 5 4 10 21-33 19 Þróttur 19 4 7 7 22-37 19 HK 19 4 3 12 23-41 15 ÍA 18 2 5 11 16-38 11 NÆSTU LEIKIR Þróttur-ÍA sun. 14. sept. kl 16.00 Keflavík-Breiðablik mið. 17. sept. kl 17.15 Fram-FH mið. 17. sept. kl. 21.10 STAÐAN FÓTBOLTI „Mér fannst þetta í okkar höndum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiða- bliks, eftir 3-0 sigur liðsins á Fram í gær en eftir leikinn munar aðeins einu stigi á liðunum. „Mörkin voru góð og ég er mjög ánægður með spilamennskuna. Við kæfðum Framara með því að láta boltann ganga með jörðinni.“ Blikar ætla sér að krækja í þriðja sæti deildarinnar og var sigurinn í gær skref í átt að því. „Ég er sérstaklega ánægður með hversu sannfærandi sigur- inn var í kvöld og nú þurfum við að halda áfram á sömu braut,“ sagði Ólafur. Það voru erfiðar aðstæður í Kópavoginum í gær og völlurinn mjög blautur. Það virtist henta Blikum mun betur og þeir höfðu tögl og hagldir. Mikil deyfð var yfir liði Fram og leikmenn liðsins virkuðu á köflum áhugalausir. Marel Baldvinsson reyndist varnarmönnum Fram mjög erfið- ur og skoraði tvö fyrstu mörk leiksins í fyrri hálfleik. Marel átti mjög góðan leik og hefði með smá heppni getað skorað þrennu. Alfreð Finnbogason innsiglaði síðan sigur Blika í seinni hálfleik með ansi laglegu marki. „Það var kjaftshögg fyrir okkur að lenda undir og svo fengum við dauðafæri sem ekki nýttust. Við vorum í erfiðleikum og þegar þriðja markið kom var þetta bara spurning um að klára leikinn og komast inn í heitt bað,“ sagði Þor- valdur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir leik. - egm Blikinn Marel Baldvinsson skoraði tvennu í 3-0 sigri Breiðabliks á Fram á Kópavogsvellinum í gær Framarar voru auðveld bráð fyrir Blika HÆTTULEGUR Blikinn Alfreð Finnboga- son í kapphlaupi við Auðun Helgason í Fram í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tryggvi afgreiddi Valsmenn í lokin Tryggvi Guðmundsson fór mikinn þegar FH skellti arfaslöku liði Vals í Krikanum í gær. FH-ingar hanga því aftan í Keflvíkingum í toppbaráttunni en Íslandsmeistararnir úr Val eru endanlega úr leik. MAÐUR LEIKSINS Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk beint úr aukaspyrnum og lagði síðan upp það þriðja í 3-0 sigri FH á Valsmönnum í Kaplakrikanum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Keflvíkingar höfðu fimm stiga forskot á toppi deild- arinnar fyrir leikinn gegn Fjölni en heimamenn sigldu nokkuð lygnan sjó rétt ofan við fallsvæð- ið. Leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður og var nokkuð fjörug- ur, en að lokum fór svo að Kefl- víkingar unnu góðan sigur og halda því fimm stiga forskoti í efsta sæti deildarinnar þegar ein- ungis þrjár umferðir eru eftir. Keflavík byrjaði leikinn betur. Báðum liðum gekk frekar illa að halda boltanum á blautum vellin- um en þau færi sem komu fengu Keflvíkingar. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins þegar Gunn- ar Már Guðmundsson kom Fjölni yfir með marki eftir hornspyrnu eftir rúmlega hálftíma leik. Ómar Jóhannsson í marki Keflavíkur hefði getað gert betur og nýtti Gunnar sér mistök hans. Eftir markið settu Keflvíking- ar meiri kraft í sóknina og það skilaði sér með jöfnunarmarki fyrir hálfleik. Markahæsti leik- maður deildarinnar, Guðmundur Steinarsson, skoraði þá með góðu marki úr teignum eftir sendingu Patrik Redo. Seinni hálfleikur var rólegri en sá fyrri og hvorugt liðið náði verulegum tökum á leiknum. Baráttan var mikil og blautur völlurinn gerði liðunum erfitt fyrir. Fjölnir komst næst því að jafna þegar Guðjón Árni Antoní- usson setti boltann í stöngina á eigin marki, en nær komust þeir ekki. Lokatölur því 2-1, Keflavík í vil, og þeir halda því fimm stiga forskoti á FH á toppnum. Guðmundur Steinarsson átti góðan leik fyrir Keflavík, skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara og hann var ánægður í leikslok. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur gegn flottu og vel spilandi liði. Við vorum mjög ákveðnir að ná sigri hér í dag eftir að hafa tapað fyrir þeim á heimavelli. Við áttum að vera búnir að skora þegar þeir komust yfir en það eru ákveðin þroska- merki á liðinu að ná að jafna og komast yfir eftir það,“ sagði markahæsti leikmaður deildar- innar í leikslok. - sjj Guðmundur Steinarsson var maðurinn á bak við sigur Keflavíkur á Fjölni í gær: Baráttusigur hjá Keflvíkingum DAUÐAFÆRI Fjölnismaðurin Pétur Georg Markan er hér kominn einn í gegn á móti Ómari Jóhannssyni, markverði Keflavíkur, en hann náði ekki að skora. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.