Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.09.2008, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 14.09.2008, Qupperneq 59
SUNNUDAGUR 14. september 2008 23 Verslunareigendum ber skylda til að verðmerkja allar vörur samkvæmt lögum. Þetta á jafnt við inni í verslunum sem í búðargluggum. Verð- merking á að vera vel sýnileg og ekki má fara á milli mála til hvaða vöru hún vísar. Oft getur verið ertt að átta sig á hagkvæmustu kaupunum þar sem úrval af vörum er mikið og pakkningar misstórar. Til að auðvelda þér að bera saman verð hafa því verið settar reglur sem skylda verslunareigendur til að gefa upp mælieiningarverð vöru, auk söluverðs. Notaðu rétt þinn. Neytendastofa Borgartúni 21 • 105 Reykjavík • Sími 510 1100 • Bréfasími 510 1101 postur@neytendastofa.is • www.neytendastofa.is GRINDAVÍK 1-3 FYLKIR 0-1 Haukur Ingi Guðnason (9.) 0-2 Ian Jeffs (39.) 1-2 Marinko Skaricic (43.) 1-3 Halldór Hilmisson (50.) Grindavíkurvöllur, áhorf.: 610 Einar Örn Daníelsson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–11 (4–8) Varin skot Zankarlo 5 – Fjalar 3 Horn 5–8 Aukaspyrnur fengnar 9–10 Rangstöður 2–1 Grindavík 4–5–1 Zankarlo Simunic 5 - Bogi Rafn Einarsson 5 (81. Emil Daði Símonarson -), Zoran Stamen- ic 4, Marinko Skaricic 5, Jósef Kristinn Jósefsson 4 - Scott Ramsay 3, Jóhann Helgason 4 (46. Aljosa Gluhovic 6), Eysteinn Húni Hauksson 7, Orri Freyr Hjaltalín 4 - Tom- asz Stolpa 4 (Alexander Veigar -), Gilles Mbang Ondo 4 Fylkir 4–5–1 Fjalar Þorgeirsson 7 - Andrés Már Jóhannesson 7, Þórir Hannesson 6, Valur Fannar Gíslason 6, Kjartan Ágúst Breiðdal 7 - Ingimundur Níels Óskarsson 7, Kristján Valdimarsson 6, Halldór Arnar Hilmisson 7, Ian David Jeffs 7 (90. Davíð Þór Ásbjörnsson -), Jóhann Þórhallsson 5 (79. Friðrik ingi Þráinsson -) - *Haukur Ingi Guðnason 9 (53. Allan Dyring 3) FÓTBOLTI Fylkir vann mikilvægan útisigur á Grindavík, 3-1, í fall- baráttu Landsbankadeildar karla. Fylkir er nú fjórum stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Fylkir skipti um þjálfara ekki alls fyrir löngu og var allt annað að sjá til liðsins en í síðustu deildarleikjum. „Það er ekkert léttari andi í lið- inu, bara öðruvísi nálgun. Við gátum þetta allan tímann en þetta var ekki að smella. Það small núna og það er frábært. Við lyft- um okkur upp fyrir Þrótt sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Valur Fannar Gísla- son, fyrirliði Fylkis, í leikslok. „Þetta var líka svona í bikar- leiknum á móti Fjölni og var þetta í raun framhald af þeim leik. Við höldum ótrauðir áfram. Þetta er undir okkur komið, við þurfum að klára þetta sjálfir og við erum að gera það.“ Fylkir sigraði andlaust lið Grindavíkur sannfærandi og var besti leikmaður heimamanna, Eysteinn Húni Hauksson, allt annað en sáttur en hann virtist vera eini leikmaður liðsins sem lagði sig fram og vildi vinna leikinn. „Ég ætla ekki að segja það. En ég var að hugsa þetta sama inni í klefa. Það vantar þennan sanna baráttuanda. Það er eins og það sé einhver þreyta í mönnum og þegar maður lítur í andlitin á mönum þá er ekki sérlega bjart yfir. Þessu þurfum við að kippa í lag hver og einn. Það er fyrir neðan allar hellur að bjóða upp á svona. Við vorum ekki að gera neitt inni á vellinum. Við vorum eins og menn sem voru mættir í leiðinlega vinnu og bíða eftir að þetta gerðist af sjálfu sér og yrði flautað af. Það vantaði þennan sanna keppnis- anda,“ sagði Eysteinn. - gmi Fylkir vann öruggan sigur á slöku Grindavíkurliði og náði 4 stiga forystu á HK: Fylkismenn fjarlægðust fallsætið FRÁBÆR Haukur Ingi Guðnason átti stórleik með Fylki í Grindavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI KR skaust upp í þriðja sæti Landsbankadeildar karla með 2-1 sigri gegn botnbaráttuliði HK. Varamaðurinn Atli Jóhannsson skoraði sigurmarkið á 89. mínútu. „Það var ekki leiðinlegt að koma inn með þessum hætti. Annars fann maður sig náttúrlega vel í rigningunni, þetta var bara svona hálfgert Eyjaveður,“ segir Eyja- peyinn Atli. Vallaraðstæður voru annars gríðarlega erfiðar á KR-vellinum vegna úrhellisrigningar en leik- mennirnir létu það ekki á sig fá og buðu upp á einkar fjörugan leik. HK-ingar voru meira með bolt- ann framan af leik án þess þó að finna glufu á þéttum varnarmúr KR-inga. Vesturbæingar voru svo fljótir að snúa vörn í sókn og fyrsta mark leiksins kom einmitt upp úr vel skipulagðri skyndisókn á 18. mínútu. Guðmundur Pétursson fékk stungusendingu upp hægri kant- inn og kom boltanum á fjærstöng á Gunnar Örn Jónsson sem lagði hann út í teiginn og þar mætti Jónas Guðni Sævarsson og skor- aði af stuttu færi. Kennslubókar- dæmi um góða skyndisókn. HK-ingar jöfnuðu svo leikinn undir lok fyrri hálfleiks þegar Sinisa Kekic skoraði úr víti og þannig stóðu leikar þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var ekki mikið fyrir augað. Lítið var um opin marktækifæri og leikurinn ein- kenndist af miðjumoði, illa tíma- settum tæklingum og feilsending- um á báða bóga. Sigurmark varamannsins Atla Jóhannssonar á 89. mínútu fyrir KR, kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti. KR batt þar með enda á þriggja leikja sigurgöngu HK en það var enginn uppgjafartónn í fyrirliðan- um Gunnleifi, sem var að vanda öflugur í marki HK. „Stöðu okkar vegna í deildinni komum við hingað til þess að taka þrjú stig. Það skiptir engu hver mótherjinn er, við komum til að vinna og ef það gengur ekki þá gengur það bara ekki. Við höldum bara ótrauðir áfram og næst er það Grindavík,“ segir Gunnleifur ákveðinn. - óþ Atli Jóhannsson tryggði KR öll stigin gegn HK: KR stoppaði HK Á SKOTSKÓNUM Jónas Guðni Sævarsson skoraði fyrsta mark KR gegn HK. Hér er hann á ferðinni í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR 2-1 KR-völlur, áhorf.: 1032 KR HK TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 19–12 (10–2) Varin skot Stefán Logi 2 – Gunnleifur 7 Horn 13–4 Aukaspyrnur fengnar 12–16 Rangstöður 7–1 HK 4–4–2 *Gunnleifur Gunnleif. 7 Finnbogi Llorens 7 Ásgrímur Albertsson 6 Erdzan Beciri 5 Hörður Árnason 7 Hörður Magnússon 6 (86. Hörður Már -) Finnur Ólafsson 5 Almir Cosic 6 (61. Goran Brajkovic 5) Aaron Palomares 6 Sinisa Kekic 6 (65. Rúnar Már 4) Iddi Alkhag 5 *Maður leiksins KR 4–4–2 Stefán Logi Magnús. 6 Skúli Jón Friðgeirss. 5 Grétar Sigurðarson 7 Pétur Marteinsson 6 Guðm.Reynir Gunn. 6 Gunnar Örn Jónsson 6 (77. Atli Jóhannsson -) Jónas Guðni Sævars. 7 Bjarni Guðjónsson 4 (84., Óskar Haukss -) Viktor Bjarki Arnarss. 7 Guðmundur Péturss. 7 Björgólfur Takefusa 4 1-0 Jónas Guðni Sævarsson (18.) 1-1 Sinisa Kekic, víti (41.) 2-1 Ati Jóhannsson (89.) Þóroddur Hjaltalín (6)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.