Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 18
4 Fjölskyldan íþróttir iðkum íþrótt sem hentar … Íþróttaiðkun barna hef- ur löngum verið talin af hinu góða og sýnt er að hún hefur forvarnar gildi. Hins vegar er stundaskrá margra þéttskipuð og gæta ber þess að ofgera ekki ungum sálum. Sýnt hefur verið fram á að íþrótta- iðkun barna og unglinga hefur for- varnargildi. Hins vegar má ekki gleyma því að hið sama má segja um allt skipulagt tómstunda- og æskulýðsstarf. Þar fá börn tæki- færi til að efla sjálfsmynd sína og félagslega stöðu með því að sinna hugðarefnum og rækta hæfileika. Það er þó mjög einstaklingsbundið hvað hæfir hverjum og einum og gæta ber þess að álagið verði ekki of mikið. Hinn gullni meðalvegur Markmiðið með íþróttaiðkun barna er að styrkja þau jafnt lík- amlega sem andlega. Til að ná því markmiði er nauðsynlegt að barn- ið sé í jafnvægi og ráði við þau verkefni sem það hefur. Mikill áróður hefur verið fyrir aukinni hreyfingu barna og unglinga í því augnamiði að auka heilbrigði þeirra, koma í veg fyrir offitu sem og að vinna að forvarnarstarfi. „Þátttaka í góðu frístundastarfi styrkir börn og hafa bæði íslensk- ar og erlendar rannsóknir sýnt fram á það. Það er þó alltaf erfitt að alhæfa en almennt séð er ekki óeðlilegt að barn sinni einhvers konar frístundaiðju þar sem það ræktar áhugasvið sitt og sérgáfu og þar sem það tekst á við verk- efni sem styrkja sjálfsmynd og félagsþroska,“ segir Gísli Á. Egg- ertsson, skrifstofustjóri ÍTR, og bætir við: „Barn sem er í eðlileg- um aðstæðum nýtur góðs af því að taka þátt í uppbyggilegu frí- stundastarfi og sem dæmi má nefna bandaríska rannsókn sem sýnir að allt að fimm sinnum í viku hefur mjög styrkjandi áhrif en allt þar yfir fer að vinna gegn barninu.“ Ingólfur Einarsson barnalæknir tekur í sama streng og segir að þrisvar til fimm sinn- um í viku sé ágætis viðmið af hæfilega álagstengdri íþrótt en meira en það sé of mikið. „Það hversu mikið barnslíkaminn þolir er mjög einstaklingsbundið en í raun ættu öll börn að þola fjöl- breytta hreyfingu á hverjum degi. Dagleg hreyfing er í raun æski- leg,“ segir hann Mestu máli skiptir að fylgjast vel með barninu og líðan þess en foreldrar bera ætíð ábyrgð á því að barnið sé ekki að ofkeyra sig. Auk þess er það af hinu góða að foreldrar sýni tómstundum barns- ins áhuga og séu þátttakendur í lífi þess. „Ein mikilvægasta for- vörnin gegn vímuefnum og hegð- unarvanda er að fólk þekki börn sín. Þá á ég við að foreldrar þekki vini barnanna, þekki leikina, þekki tölvuleikina og þekki í raun þann heim sem barnið lifir í,“ segir dr. Urður Njarðvík, barnasálfræðing- ur Streitueinkenni barna Þegar börn finna fyrir streitu átta þau sig sjaldnast á því. Börn geta sýnt andleg og líkamleg einkenni ofkeyrslu og það getur gerst á stuttum tíma. Þá skiptir máli að foreldrar grípi inn í. „Ef þú spyrð barn upp undir tíu og tólf ára hvort það sé kvíðið þá veit það ekki hvað þú ert að tala um. Foreldrar verða að reyna að átta sig á hvort eitt- hvað sé að,“ segir Urður og nefnir einkenni eins og aukna þreytu og að börn séu uppstökkari og pirr- aðri. „Gott er að setjast niður og fara yfir stundaskrá barnsins og athuga hvort það sé einhvers stað- ar hægt að hliðra til. Stundum eru börn í tveimur til þremur íþrótta- greinum og að læra á hljóðfæri, heimanámið bætist síðan við. Þetta getur orðið of mikið en þá þarf að endurskoða hlutina og tryggja að barnið hafi tíma fyrir frjálsan leik og hvíld.“ Ingólfur nefnir breytingu á hegðun, mótþróa og hegðunar- örðug leika þar sem barnið er kannski að mótmæla of miklu álagi á óbeinan hátt. „Það gætu komið fram breytingar á svefn- mynstri eins og til dæmis þegar börn eiga erfitt með að festa svefn á kvöldin vegna kvíða fyrir kom- andi degi,“ útskýrir hann. Gísli segir að þegar grunur leikur á að barn sé undir of miklu álagi sé ráð að skoða líðan þess í skóla, sam- skiptum og víðar og hversu mikið það stundar af tómstundum. Helsta viðvörunin sem Ragnheið- ur Þórdís Ragnarsdóttir og sam- starfsmaður hennar Hreinn Októ Karlsson, íþróttakennarar í Hofs- staðaskóla, nefna er þegar börn komast ekki yfir allt sem þau þurfa að gera. „Þegar börn ná ekki lengur að klára verkefni sín og æfingarnar valda kvíða og vanlíð- an þá er ástæða til að staldra við og endurskoða hlutina,“ segir Ragnheiður og bætir við að stund- um fari börn að kvarta undan verkjum og bera fyrir sig höfuð- verk og magaverk. Gísli bendir þó á að það þurfi ekki að vera vísbending um að barn sé yfirkeyrt þegar það vill loka sig inni í herbergi og hvíla sig. „Börn eru oft undir miklu áreiti og álagi í skólanum og á frí- stundaheimilum. Stundum þurfa þau bara að hvíla sig og þau verða að fá tíma fyrir hinn frjálsa leik.“ Hinn frjálsi leikur Viðmælendur voru sammála um mikilvægi hins frjálsa leiks, þar sem leikurinn er algjörlega sjálf- sprottinn og barnið er á sínum eigin forsendum. „Það er mikil- vægt að barnið eigi frídaga þar sem ekki þarf að mæta einhvers staðar. Hinn frjálsi leikur er nauð- synlegur fyrir líðan barnsins, per- sónuleikaþroska og geðheilsu,“ segir Urður og bendir á að sá frjálsi tími hafi minnkað. Skóla- dagurinn er orðinn lengri og með tilkomu tómstundaheimila eru börn oft í stýrðu umhverfi. Ingólfur bendir á að æskilegt væri að auka hreyfiþjálfun á skólatíma: „Það er verið að færa þessar æfingar og þjálfun seint fram á daginn og dagurinn er nógu langur með skóla, heimanámi og slíku. Íþróttafélögin mættu vera meira tengd inn í skólastarfið. Með því að færa æfingar inn á Aðalatriðið að hlusta á börnin BADMINTON Badminton er sérdeilis skemmtileg íþrótt fyrir pör eða vini. Þótt ekki sé verra að kunna eitthvað fyrir sér þá geta byrjendur skemmt sér konunglega í laufléttum badmintonleik. Hjá TBR er hægt að leigja völl, bæði yfir allan veturinn og einnig eitt skipti í einu. Þar má einnig leigja spaða og kaupa tíma hjá þjálfara ef metnaðurinn eykst. ÞAÐ HVERSU MIKIÐ barnslíkam- inn þolir er mjög einstaklingsbund- ið en í raun ættu öll börn að þola fjöl- breytta hreyfingu á hverjum degi. Fjör í Hofsstaðaskóla. Mikilvægt er að hreyfing barna sé fjölbreytt og efli sjálfsmynd og félagslega stöðu barnsins. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.