Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 42
22 5. október 2008 SUNNUDAGUR Enska úrvalsdeildin Sunderland-Arsenal 1-1 1-0 Grant Leadbitter (86.), 1-1 Cesc Fabregas (90.). WBA-Fulham 1-0 1-0 Roman Bednar (61.). Wigan-Middlesbrough 0-1 0-1 Jeremie Alladiere (89.). Blackburn-Man. Utd 0-2 0-1 Wes Brown (31.), 0-2 Wayne Rooney (64.). Enska b-deildin Reading-Burnley 3-1 1-0 Noel Hunt (4.), 2-0 Stephen Hunt (52.), 3-0 Shane Long (64.), 3-1 Chris McCann (89.). Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku allan leikinn fyrir Reading og Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn með Burnley. Coventry-Southampton 4-1 1-0 Jay Tabb (19.), 2-0 Leon McKenzie (33.), 3-0 Leon Best (47.), 3-1 Andrew Surman (63.), 4-1 Jay Tabb (87.). Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Coventry. Skoska úrvalsdeildin Hearts-Kilmarnock 1-2 0-1 Mehdi Taoull (19.), 1-1 Laryea Kingston (34.), 1-2 Craig Bryson (82.). Eggert Gunnþór Jónsson lék ekki með Hearts. Spænska úrvalsdeildin Barcelona-Atletico Madrid 6-1 1-0 Rafael Marquez (3.), 2-0 Samuel Eto‘o (6.), 3-0 Lionel Messi (9.), 3-1 Rodriguez Maxi (13.), 4-1 Samuel Eto‘o (18.), 5-1 Eiður Smári Guðjohn- sen (28.), 6-1 Thierry Henry (73.). Ítalska úrvalsdeildin Inter-Bologna 2-1 1-0 Zlatan Ibrahimovic (25.), 2-0 Adriano (50.), 2-1 Vangelis Moras (56.). N1-deild kvenna í handbolta Valur-Fram 22-21 (12-11) Mörk Vals (skot): Mörk Vals: Ágústa Edda Björnsdóttir 7/3 (9/3), Dagný Skúladóttir 4 (6), Eva Barna 4 (5), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (2), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 2 (14), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Arna Grímsdóttir (1) Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 17 (38/4 44,7%) Hraðaupphlaup: 6 (Dagný 2, Eva 2, Ágústa, Kristín) Fiskuð víti: 3 (Hildigunnur, Hafrún, Dagný) Utan vallar: 12 mínútur Mörk Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 10/4 (18/4), Pavla Nevarilova 4 (4), Stella Sigurðar- dóttir 4 (7), Marthe Sördal 2 (3), Þórey Rósa Stefánsdóttir 1 (3), Sara Sigurðardóttir (1), Karen Knútsdóttir (3/1), Ásta Birna Gunnarsdóttir (5) Varin skot: Gabriela Cristescu 15 (36/2 41,7%), Sunneva Einarsdóttir (1/1) Hraðaupphlaup: 5 (Pavla 2, Sigurbjörg 2, Marthe) Fiskuð víti: 5 (Ásta 2, Karen, Sigurbjörg, Pavla) Utan vallar: 6 mínútur HK-Haukar 29-35 Fylkir-FH 23-28 Grótta-Stjarnan 18-28 ÚRSLIT WEST HAM FULHAM W W W. I C E L A N DA I R . I S 16.–18. JANÚAR Verð á mann í tvíbýli frá 56.900KR. Icelandair er samstarfsaðili West Ham og býður ferðir á alla heimaleiki liðsins í vetur. Fjölmargir leikir framundan, s.s. á móti Hull, Man.Utd. og Man.City. + Nánari upplýsingar: www.icelandair.is/ithrottaferdir HANDBOLTI Valur marði Fram, 22- 21, í kaflaskiptum og spennandi leik í N-deild kvenna í gær. Valsstelpur byrjuðu leikinn af krafti og voru sex mörkum yfir, 12-6, þegar átta mínútur voru til leikhlés. Næsta mark Vals kom 17 mínútum síðar eftir að Fram hafði skorað átta mörk í röð. Þegar Valsstúlkur höfðu loks fundið leiðina að marki Fram á ný tóku þær frumkvæðið í leiknum sem þær héldu allt til leiksloka. Naumt var það þó því Sigurbjörg Jóhannsdóttir skaut í slá úr síð- asta skoti leiksins þegar hún hefði getað jafnað leikinn. „Við vorum ótrúlega nálægt því að taka stigið hérna. Heilt yfir fannst mér gríðarlega ósanngjarnt að tapa þessum leik. Mér fannst við eiga skilið að fá eitt ef ekki bæði stigin úr þessum leik en ég er virkilega ánægður með liðið mitt. Þær sýndu gríðarlegan kar- akter og styrk í leiknum,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, í leikslok. „Við fáum þvælu í 2 mínútur hérna í seinni hálfleik sem eru mjög dýrmætar og það fer mikil orka í það. Þegar ég segi þvælu í 2 mínútur þá er ég að skamma sjálf- an mig og leikmenn mína. Við eigum að halda betur haus. Þá hefðum við klárað þennan leik. Ég er mjög stoltur af liðinu mínu og fannst þær spila mjög vel en hund- fúll yfir töpuðu stigi eða stigum.“ Stefán Arnarson, þjálfari Vals, var ánægður með stigin tvö. „Við spiluðum mjög góðan fyrri hálf- leik en erum síðan sex mínútur færri í lok fyrri hálfleiks og þær komast inn í leikinn. Í stöðunni 19- 17 fáum við gott færi, klúðrum, fáum hraðaupphlaup og klúðrum og fáum mark í bakið. Við áttum að vera búin að klára þennan leik miklu fyrr. Um vandræðin í sóknarleiknum segir Stefán: „Við erum með góða markvörslu og góða vörn og erum að vinna í þessu vandamáli. Þetta gerðist líka á móti Stjörnunni. Ég hef alltaf sagt að byrjunin gæti orðið þung fyrir Valsliðið en við eigum eftir að bæta okkur.“ „Það eru nýjar áherslur, nýir leikmenn og við byrjuðum svolítið seint að æfa. Þetta tekur tíma og því er ég fyrst og fremst ánægður með að taka tvö stig hér. Valsliðið mun gera betur í vetur.“ - gmi Sautján markalausar mínútur komu ekki að sök fyrir Valsstúlkur í N1-deild kvenna í gær: Valur hafði betur í toppslag gegn Fram BARÁTTA Valsstúlkan Hafrún Kristjánsdóttir fær hér óblíðar mótttökur frá Framvörn- inni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem hæst bar að Sunderland gerði jafntefli við Arsenal og Manchest- er United vann Blackburn. Arsenal hefði getað skotist á topp deildarinnar með sigri gegn Sunderland á útivelli en jafntefli var niðurstaðan. Sunderland lék stífan varnarleik og reyndi að sækja hratt á Arsenal-vörnina þegar tækifæri gafst og það gekk bara nokkuð vel hjá knattspyrnu- stjóranum Roy Keane. Arsenal var miklu meira með boltann en náði ekki að opna vörn andstæðinganna með jafn bein- skeyttum hætti og oft áður. Það þurfti einhverja snilld til þess að brjóta leik liðanna upp og hún kom ef til vill úr frekar óvæntri átt þar sem Sunderland- maðurinn Grant Leadbitter tók sig til rétt utan teigs og þrumaði bolt- anum efst í markhornið á Arsenal- markinu. Cesc Fabregas var þó ekki tilbú- inn að játa sig sigraðan og jafnaði leikinn í blálokin með góðu skalla- marki og niðurstaðan jafntefli. „Sunderland spilaði stífan varn- arleik í níutíu mínútur og þetta var leikur sóknar á móti vörn allan tímann. Við vorum því miður ekki nógu ákveðnir til þess að bera sigur úr býtum,“ segir Arsene Wenger í leikslok. Keane viðurkenndi að Sunderland hafi lagt höfuðáherslu á varnarleikinn og útskýrði ástæð- una fyrir því í leikslok. „Ef ég hefði haft allan minn leikmanna- hóp til þess að velja úr þá hefði ég eflaust spil- að meiri sóknarleik en ella en það var ekki tilfellið í þetta skiptið og ég reyndi því að nýta styrk okkar sem best,“ segir Keane. Auðvelt hjá United Vallaraðstæður voru erfiðar á Ewood Park-leikvanginum í gær vegna rigningar en Englands- meistarar United létu það ekki á sig fá og unnu þar verðskuldaðan 0-2 sigur gegn Blackburn. Wes Brown kom United yfir með skallamarki þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum eftir sendingu frá Wayne Rooney. En Blackburn menn voru ósáttir með að markið hafi fengið að standa þar sem þeir töldu að Nemanja Vidic hefði brotið á markverðin- um Jason Brown í aðdraganda marksins. Rooney sá svo sjálfur um að skora seinna mark United eftir rúman klukkutíma leik eftir góðan undirbúning Cristianos Ronaldo og þar við sat. „Sjálfstraustið í liðinu var gott og að koma á þennan erfiða útivöll og vinna með þessum hætti er mikið afrek,“ segir Sir Alex Fergu- son, knattspyrnustjóri United. Paul Ince, knattspyrnustjóri Blackburn, var verulega ósáttur við dómara leiksins í leikslok. „Ef dómari getur ekki séð svona atvik [meint brot Vidic á Brown] þá á hann að gera eitthvað annað en að vera dómari. Ég ætla samt ekki að segja að leikurinn hafi tap- ast á því.“ omar@frettabladid.is Fabregas bjargaði stigi fyrir Arsenal Stórliðin Arsenal og Manchester United voru í eldlínunni í ensku úrvalsdeildinni í gær. Arsenal mistókst að komast á topp deildarinnar og varð að sætta sig við jafntefli við Sunderland á meðan Englandsmeistarar Manchester United áttu ekki í miklum erfiðleikum gegn Paul Ince og lærisveinum hans í Blackburn. MARKASKORARINN Rio Ferdinand fagnar hér markaskoraranum Wes Brown, sem á það til að læða inn marki við og við. NORDIC PHOTOS/GETTY JÖFNUNARMARKIÐ Cesc Fabregas hefur betur í baráttunni við varnarmenn og markmann Sunderland og skorar hér jöfnunarmark Arsenal á leikvangi Ljóssins í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn með Barcelona í 6-1 stórsigri Katalóníurisans gegn Atletico Madrid á Nývangi í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Eiður Smári var frábær á miðjunni hjá Barcelona og skoraði meðal annars fimmta mark liðsins en yfirburðir Börsunga voru gríðarlegir í leiknum, sér í lagi í fyrri hálfleik. Þetta var klárlega besta frammistað liðsins síðan knatt- spyrnustjórinn Pep Guardiola tók við stjórnartaumnum á Nývangi í sumar. - óþ Eiður Smári skoraði í gær: Markaveisla á Nývangi FÖGNUÐUR Eiður Smári, Lionel Messi og Andres Iniesta fagna einu af mörkum Barcelona í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.