Fréttablaðið - 26.10.2008, Side 25

Fréttablaðið - 26.10.2008, Side 25
matur 5 Salir fyrir öll tækifæri brúðkaup • fermingar • fundir • ráðstefnur • afmæli • árshátíðir • þorrablót • jólahlaðborð Veislur - fundir- ráðstefnur Veislusalurinn Rúgbrauðsgerðin ehf Borgartúni 6 • 105 Reykjavík • Sími 517 6545 www.rugbraudsgerdin.is berjamónum Björn Ingi Björnsson er matreiðslumaður á Hótel Flúðum. Hann leggur áherslu á staðbundið hráefni í sinni matargerð enda staddur í miðjum grænmetisgarði Íslands. Svo er hann líka veiðimaður. Kemur beint úr Bráð í búrið Gæs er meðal okkar albestu villibráðar,“ segir Björn Ingi og kveðst harður á því að nýta allan fuglinn. „Bæði af virðingu við bráðina og til að ekkert bragð fari til spillis,“ segir hann. Heiðagæsin er í uppáhaldi hjá honum. „Hún er bragðmeiri en önnur gæs sem kemur af því að hún er alla jafnan í berjamó á haustin áður en hún sest í akrana. Af þeim sökum finnst mér viðeigandi að hafa ber í uppskriftinni,“ lýsir hann og segir unga fugla betri í þennan rétt en þá eldri. „Þeir síðarnefndu henta betur í heilsteikingu þar sem þeir þurfa lengri eldun.“ - gun NATNI Í HRÁEFNISNOTKUN OG MATARGERÐ Björn Ingi er veiðimaður af guðs náð. Hamflettið og úrbeinið tvær heilar heiðagæsir. Takið úr bringur og læri. Haldið skipum, hjörtum, fóarni og lifur eftir fyrir soðið. SOÐ Bein, læri og innmatur af 2 gæsum (hjörtu, lifur og fóarn) 2 gulrætur 5 skallottlaukar 1 grænt epli 1/2 búnt ferskt blóð- berg 5 rósmaríntoppar, slitnir af stilk 2 til 3 lárviðarlauf 1/2 tsk. svört piparkorn 1 dl púrtvín 2,5 l vatn Brúnið bein og læri í ofni við 170 °C. Skerið fóarnið sundur og skolið úr því allan sand. Skerið grænmeti gróft og léttsteikið í potti ásamt innmat. Bætið kryddjurt- um og beinum út í. Sjóðið vínið niður um helming og bætið vatninu út í. Látið malla við vægan hita í um það bil þrjá tíma og fleytið hratið ofan af með reglulegu millibili. Sigtið og kælið. Lærin geta verið gott snakk á meðan lokið er við matreiðsluna. SÓSAN 4 skallottlaukar saxaðir 2 hvítlauksgeirar saxaðir 1/2 dl púrtvín 1 l gæsasoð 1 dl rjómi Léttsteikið lauk við vægan hita í potti, bætið víninu út í og sjóðið það niður um helming. Hellið gæsasoðinu út í og sjóðið niður um helming, sigtið sósu og bætið með rjóma. Má þykkja. Smakkið til. STEINSELJURÓTAR- MOUSSE 250 g steinseljurót 2 dl rjómi 1 dl vatn Salt Flysjið steinseljurót og skerið í bita, sjóðið í rjóma. Sigtið rjómann frá og maukið rótina í matvinnsluvél ásamt örlitlu af rjómanum sem hún var soðin í þar til útkoman verður áferðar- fallegt mauk. Smakkið til með salti. FONDANT-KARTÖFLUR 4 bökunarkartöflur 200 g smjör 2 stilkar rósmarín Bræðið smjörið við vægan hita; látið standa í smástund og fleytið fitunni ofan af. Skrælið kartöflur og skerið í form. Brúnið kartöflu á pönnu og bakið í smjöri ásamt rósmaríni við 150 °C í um það bil 30 mínútur. Gott er að steikja hana á pönnu rétt áður en hún er borin fram. Geymið afgangs- smjörið til að brúna gæsa- bringur og steikja gulrætur og rófur upp úr. BLÁBERJARAUÐKÁL 1 íslenskur rauðkálshaus 2 dl bláberja- eða sólberjasaft 100 g sykur 1/2 dl borðedik 4 stk. negulnaglar 3 kanilstangir 1/2 tsk. salt 1 grænt epli 100 g íslensk bláber 1 dl þurrt hvítvín eða rauðvín Skerið rauðkál fínt. Leysið sykur upp í vatni og ediki ásamt kryddi og látið sjóða í þrjár mínútur og fjarlægið þá krydd. Bætið rauðkálinu í ásamt salti og það látið seyðast við lágan hita þar til það er orðið meyrt eða í um það bil einn og hálfan til tvo tíma. Flysjið epli, kjarnhreinsið og skerið í litla teninga. Látið bláberin standa í skál og hellið hvít- eða rauðvíni yfir og látið það standa í skálinni meðan rauðkálið er að seyðast. Bætið eplum og vínlegn- um bláberjunum í rétt áður en kálið er borið fram og látið hitna með kálinu í eina til tvær mínútur. RÓFUR OG GULRÆTUR 1 íslensk rófa 4 íslenskar gulrætur 2 rósmaríntoppar Flysjið rófu og gulrætur og skerið í jafna teninga: Snöggsjóðið í 1/2 mínútur og kælið. Brúnið á pönnu upp úr smjöri ásamt rósmaríni rétt áður en réttur er borinn fram. Saltið eftir smekk. GÆSABRINGUR Brúnið bringur vel á heitri pönnu upp úr hreinsuðu smjöri. Bakið þær síðan í ofni við 100 °C þar til kjarnhiti er 57 °C og látið síðan hvíla smástund áður en þær eru skornar niður HEIÐAGÆS Á BLÁBERJARAUÐKÁLI Fyrir 4 FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA Heiðagæs á blá- berjarauðkáli ásamt fondant-kartöflu, íslensku rótargræn- meti og steinselju- rótar-mousse. A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.