Fréttablaðið - 26.10.2008, Side 26

Fréttablaðið - 26.10.2008, Side 26
6 matur Fiskbollurnar hennar Kristínar frá Prestshúsum í Vík eru vel þekktar meðal yngstu og elstu borgara Víkur í Mýrdal. Kristín starfar sem matráður á dval- arheimili staðarins þar sem hún eldar líka fyrir grunnskólann og leikskólann. Oft eru þar um 140 manns í mat. „Yfirleitt geri ég bollurnar af fingrum fram,“ segir Kristín þegar hún er beðin um uppskrift að fiskbollunum en fæst þó til að punkta niður hráefn- in og miðar uppskriftina við sex til átta. Stundum kveðst hún breyta til með því að brytja papriku smátt og setja út í deigið. Spurð hvað henni finnist best við bollurnar svarar Kristín brosandi. „Það besta er að þær borðast alltaf vel.“ - gun BORÐAST ALLTAF VEL Þegar matreiða skal án þess að eyða fúlgum fjár koma fiskbollur sterkar inn. Kristín Einarsdóttir í Vík gerir oftast bollurnar af fingrum fram. Búbót ÓDÝR, GÓÐUR OG HOLLUR MATUR MATREIÐSLUBÓKIN Þeir sem luma á brauðvélum á heimilum sínum eru heppnir því fátt er notalegra en að finna ilm af nýbökuðu brauði þegar komið er í eldhúsið í morgunsárið. Bókin Brauð, kökur og annað góðgæti geymir fjölda spennandi uppskrifta sem hentar að baka í slíkum vélum. Mældir eru nákvæmir skammtar í hnoðunarskálina, prógramm valið og tímastillir settur í gang. Svo er brauðið tilbúið á þeim tíma sem óskað er. Brauð, kökur og annað góðgæti kom út árið 2003 og er eftir Fríðu Sophiu Björnsdóttur. Auk fjöl- breyttra brauð- og kökuuppskrifta birtir hún uppskriftir að súpum og alls konar kæfum og sultum. Áherslan er þó á að kenna fólki að nýta möguleika brauðvélarinnar því, eins og hún segir í formálan- um, „fjölbreytileg heimabökuð brauð breyta einföldustu máltíð í veislu“. - gun Góð brauð breyta ein- földustu máltíð í veislu 1 kg ýsa (gott að hakka ýsu og þorsk saman) 4 laukar, hakkaðir 3 egg 1 msk. salt 2 msk. Aromat 1 tsk. pipar 1 tsk. sítrónupipar 2 dl mjólk 1 1/2 bolli kartöflumjöl 2 1/2 bolli hveiti 2 tsk. lyftiduft Hrærið fisk, lauk og krydd saman. Bætið eggjum og mjólk í og síðast þurrefnun- um. Hrærið allt vel. Mótið bollurnar með ískúluskeið sem dýft er í vatn á milli og steikið í olíu á pönnu. Sjóðið í 10 til 15 mínútur. Berið kartöflur og ferskt grænmeti fram með bollunum, ásamt laukfeiti eða einhverskonar sósu. GÓÐAR Í KREPPUNNI Gott grænmeti er gulls ígildi. Fiskbollur Kristínar með kartöflum og fersku grænmeti. M YN D IR /Þ Ó RI R KJ A RT A N SS O N N O RD IC PH O TO S/ G ET TY IM A G ES BLÓÐMÖR OG LIFRARPYLSA Lifrarpylsa varð vinsæl á íslenskum heimilum í lok 19. aldar. Kvenna- fræðarinn eftir Elínu Briem kom út um áramótin 1888/89 og þar voru meðal annars uppskriftir að lifrarpylsu. Lifrarpylsunnar er þó getið í íslenskum heimildum frá 18. öld. Blóðmör er fyrst nefnd í heimildum á 17. öld en gæti hafa þekkst fyrr. Blóðmör er til dæmis þekkt sem viðurnefni í Noregi frá miðöldum, segir á visindavefur.is, og að orðið slátur merki allt kjötmeti af slátur- dýrum þótt það sé yfirleitt notað yfir lifrarpylsu og blóðmör. Við gerð lifrarpylsu er hakkaðri lifur hrært saman við mjólk, salt, haframjöl og rúgmjöl og mör bætt út í eftir smekk. Í blóðmör er hrært saman blóði, vatni, salti, haframjöli og rúgmjöli og mör. Stundum er rúsínum eða fjallagrösum bætt út í til bragðbætis. Vambirnar úr skepnunni eru notaðar undir hræruna en í dag eru líka mikið not- aðar tilsaumaðar gervivambir. Ó

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.