Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 35
SUNNUDAGUR 26. október 2008 19 N1-deild karla Stjarnan-FH 27-31 (15-14) Mörk Stjörnunnar (skot): Fannar Friðgeirsson 9 (15/1), Fannar Þorbjörnsson 6 (6), Hermann Björnsson 5 (11), Vilhjálmur Halldórsson 3 (12), Kristján Kristjánsson 2 (5), Daníel Einarsson 1 (1), Ragnar Helgason 1 (2), Ólafur Sigurjónsson (1), Hrafn Ingvason (1), Guðmundur Guðmunds- son (3) Varin skot: Svavar Ólafsson 8/1 (24/43 33,3%), Styrmir Sigurðsson 4 (12 33,3%), Árni Þorvarðar- son 7 (14 50%) Hraðaupplaup: 6 (Fannar F. 3, Fannar Þ. 2, Daníel) Fiskuð víti: 1 (Hermann) Utan vallar: 12 mínútur Mörk FH (skot): Guðmundur Pedersen 8/3 (10/4), Aron Pálmarsson 8 (15), Ólafur Guð- mundsson 7 (13), Ásbjörn Friðjónsson 4 (8), Sigurður Ágústsson 3 (3), Jón Helgi Jónsson 1 (2), Hjörtur Hinriksson (1), Guðni Már Kristinsson (1), Ari Þorgeirsson (1) Varin skot: Magnús Sigmundsson 5 (19 26,3%), Daníel Andrésson 15 (28 53,6%) Hraðaupplaup: 5 (Sigurður, Aron, Jón, Guð- mundur, Ólafur) Fiskuð víti: 4 (Sigurður, Aron, Sigursteinn, Ólafur) Utan vallar: 10 mínútur STAÐA EFSTU LIÐA 1. FH 6 3 2 1 +8 8 2. Akureyri 6 4 0 2 +5 8 3. Valur 6 3 2 1 +19 8 4. Fram 5 3 1 1 +9 7 N1-deild kvenna Valur-Haukar 22-24 (12-8) Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 13/5 (20/5), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (4), Eva Barna 2 (7), Hildigunnur Einarsdóttir 1 (1), Dagný Skúladóttir 1 (3), Kristín Guðmundsdóttir 1 (4), Ágústa Edda Björnsdóttir 1 (5/1), Drífa Skúladótt- ir 1 (7), Anna Grímsdóttir 0 (1). Varin skot: Berglind Hansdóttir 25/2(49/3, 51%) Hraðaupphlaup: 2 (Íris Ásta, Eva). Fiskuð víti: 6 (Drífa 2, Íris Ásta, Eva, Hildigunnur, Ágústa Edda). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Hauka (skot): Tatjana Zukovska 7 (13), Ramune Pekarskyte 5 (17), Hekla Hannesdóttir 4 (5), Hanna G. Stefánsdóttir 4/1 (10/3), Nína Arnfinnsdóttir 2 (4), Herdís Hallsdóttir 1 (1), Nína K. Björnsdóttir 1 (3), Ester Óskarsdóttri 0 (2). Varin skot: Guðrún Bryndís Jónsdóttir 22 (44/6, 50%). Hraðaupphlaup: 2 (Hanna 2). Fiskuð víti: 3 (Nína 2, Hanna). Utan vallar: 4 mínútur. Fylkir-Grótta 24-26 (11-14) Mörk Fylkis: Sunna Jónsdóttir 6, Katrín Andrés- dóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 3, Hanna Rut Sigurjónsdóttir 3, Ásdís Rut Guðmundsdóttir 3, Nataly Sæunn Valencia 1, Kristín Kara Collins 1. Mörk Gróttu: Anett Köbli 7, Harpa Baldursdóttir 6, Arndís María Erlingsdóttir 4, Ragna Karen Sigurðardóttir 4, Laufey Guðmundsdóttir 3, Hildur Andrésdóttir 1, Karólína Gunnarsdóttir 1. Fram-FH 32-24 (17-12) Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 10, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Ásta B. Gunnarsdóttir 4, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Sara Sigurðardóttir 3, Marthe Sördal 3, Karen Knútsdóttir 2, Hildur Knútsdóttir 1, Elísa Viðarsdóttir 1. Mörk FH: Hildur Þorgeirsdóttir 10, Ebba Særún Brynjarsdóttir 3, Guðrún Helga Tryggvadóttir 3, Herdís Guðmundsdóttir 2, Birna Haralds- dóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 2, Sigrún Gilsdóttir 1, Birna Íris Helgadóttir 1. STAÐAN Í DEILDINNI 1. Stjarnan 5 5 0 0 +31 10 2. Haukar 5 4 0 1 +13 8 3. Valur 5 3 0 2 +16 6 4. HK 5 2 0 3 -5 4 5. Fram 5 2 0 3 +2 4 6. Grótta 5 2 0 3 -16 4 7. FH 5 2 0 3 -7 4 8. Fylkir 5 0 0 5 -34 0 ÚRSLIT HANDBOLTI FH tyllti sér á topp N1- deildar karla við hlið Vals og Akur- eyrar þegar Hafnfirðingar lögðu Stjörnuna, 31-27, í gær. Stjarnan mætti mun ákveðnari til leiks og náði mest fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik en kaflaskil urðu í leiknum undir lok fyrri hálfleiks. FH minnkaði muninn í eitt mark fyrir hlé, 15-14, með því að skora tvö síðustu mörk hálfleiksins og bætti um betur í upphafi þess síð- ari þegar liðið skoraði sjö fyrstu mörkin og náði sex marka forystu, 21-15. „Við mættum andlausir til leiks. Þetta virkaði ekki hjá okkur í byrjun enda héldu þeir forskotinu fram að hálfleik. Við peppuðum hver annan upp í hálfleik og komum tvíefldir til leiks í síðari hálfleik. Við slátruðum þeim á fyrstu mínútunum,“ sagði Aron Pálmarsson, leikstjórnandi FH. FH náði mest átta marka for- ystu í síðari hálfleik en Stjarnan náði að minnka muninn í tvö mörk þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. „Við slökuðum of mikið á og tókum ótímabær skot. Við megum ekki detta í þann pakka. Við erum svolítið í þessu. Við verðum að læra að halda haus allan leikinn. Ég skrifa þetta á reynsluleysi en við lærum með hverjum leiknum,“ sagði Aron. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur við þátt dómaranna undir lokin þegar FH skoraði tvö síðustu mörk leiks- ins og tryggði sér fjögurra marka sigur. „Það verða mikil læti í FH- áhorfendum í lokin og þá missa dómararnir haus eins og við í byrj- un hálfleiksins. FH-ingarnir voru þeir einu sem héldu haus allan leikinn,“ sagði Patrekur. „Fyrstu 10 mínúturnar í síðari hálfleik missa menn haus. Það er kannski hluti af því að vera með nýtt lið og unga leikmenn.“ - gmi FH gerði góða ferð í Garðabæ í gær og er nú komið á topp N1-deildar karla eftir 31-27 sigur: Öskubuskubyrjun FH heldur áfram FRÁBÆR Aron Pálmarsson skoraði átta mörk fyrir FH í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Kvennalandslið Íslands leikur fyrri leik sinn gegn Írlandi í umspili um laust sæti á úrslita- keppni EM 2009 í dag en leikurinn fer fram á Richmond Park-vellin- um í Dublin og hefst kl. 15. Lands- liðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson telur Ísland vera með sterkara lið en Írland á pappírun- um en ítrekar að enginn leikur sé unninn fyrirfram og öllu máli skipti að íslensku stelpurnar mæti tilbúnar til leiks. „Við unnum þær 4-1 á Algarve Cup í byrjun árs en gerðum 1-1 jafntefli við þær á sama móti ári áður þar sem hvort liðið um sig hefði getað unnið leikinn. Ég á því von á að báðir leikirnir verði spennandi og skemmtilegir. Írland hefur verið að ná góðum úrslitum upp á síðkastið og þær líta svolítið á þennan leik eins og við að þetta sé stærsti leikur í sögu kvenna- knattspyrnunnar í sínu landi. Þær munu því gefa allt sitt í leikina og við verðum að gera slíkt hið sama. Mér finnst við vera með betra lið en þær, en maður hefur aldrei unnið neitt í fót- bolta bara á því að vera sterk- ari á pappírunum. Við þurf- um að mætta á fullu til leiks og nýta okkar yfirburði,“ segir Sig- urður Ragnar. Íslensku stelpurn- ar voru grátlega nálægt því að tryggja sér farseðil- inn á lokakeppnina í Finnlandi þegar þær töp- uðu, 2-1, í algjörum úrslitaleik gegn Frakk- landi um hvort liðið kæm- ist beint upp úr riðlin- um en Sigurður Ragnar telur að sá leikur geti hjálpað liðinu fyrir leikina gegn Írlandi. „Frakklandsleik- urinn fór í reynslu- bankann hjá liðinu og hefur tvímælalaust hjálpað okkur í undir- búningnum fyrir kom- andi leiki og vonandi verðum við því enn betri núna gegn Írlandi en við vorum gegn Frakklandi,“ segir Sigurður Ragnar von- góður. Varnarleikur Íslands hefur verið sér í lagi frábær upp á síð- kastið og Sigurður Ragnar leggur áherslu á að stelpurnar haldi áfram á sömu braut þar en liðið fari hins vegar inn í leikinn til þess að vinna og ekkert annað, vit- andi að mark eða mörk á útivelli geti reynst drjúg. „Það hefur verið áhersluatriði í öllum leikjum okkar að halda markinu hreinu og það hefur geng- ið vel en það er mikilvægt að hafa það í huga að mark á útivelli getur haft úrslitaáhrif í svona viður- eignum. Annars förum við í þessa leiki eins og aðra leiki sem við höfum spilað með því hugarfari að sigra,“ segir Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar hefur ekki sér- stakar áhyggjur af markmanns- stöðunni þrátt fyrir að hin reynslu- mikla Þóra Björg Helgadóttir hafi ekki getað gefið kost á sér í leikina gegn Írlandi. „Við erum mjög vel mönnuð í markmannsstöðunni og ég er með tvær góðar stelpur sem eru báðar klárar í slaginn og við skildum líka meira að segja einn mjög góðan markmann eftir heima. Þannig að það er afar jákvætt hversu mikil samkeppni er um þessa stöðu í liðinu og við erum með meiri breidd í henni en mörg- um öðrum stöðum,“ segir Sigurð- ur Ragnar að lokum. omar@frettabladid.is Þurfum að nýta okkar yfirburði Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson er bjartsýnn fyrir umspilsleikina mikilvægu gegn Írlandi. Hann telur íslenska liðið vera sterkara á pappírnum, en öllu máli skipti að sýna það inni á vellinum. VONGÓÐUR Sigurður Ragnar telur íslenska liðið vera sterkara en það írska og stefnir ótrauður á sigur í fyrri leiknum á útivelli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ALLT LAGT Í SÖLURNAR Kvennalandslið Íslands leikur mikilvægustu leiki í íslenskri knattspyrnusögu gegn Írlandi, en sigurveg- ari einvígisins tryggir sér farseðilinn til Finnlands á lokakeppni EM 2009. Á myndinni má sjá, talið frá vinstri, Margréti Láru Viðarsdóttur, Dóru Maríu Lárusdóttur og Ástu Árnadóttur einbeittar á svip í upphitun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Haukar og Valur höfðu sætaskipti í N1-deild kvenna í gær þegar Haukastúlkur skutust upp í annað sæti eftir 22-24 sigur gegn Valsstúlkum í gær. Valsstúlkur réðu ferðinni allan fyrri hálfleikinn og markvörður- inn Berglind Íris Hansdóttir sá til þess að Valur var alltaf skref- inu á undan og varði sextán skot í fyrri hálfleik. Staðan var 12-8 fyrir Val í hálfleik og liðið virtist hafa leikinn í hendi sér. Haukastúlkur mættu hins vegar grimmar til leiks í síð- ari hálfleik og náðu með frábærri vörn og mark- vörslu frá Guðrúnu Bryndísi Jónsdóttur að vinna sig aftur inn í leikinn. Allt var í járnum á loka- kaflanum en Haukastúlkur innbyrtu að lokum sætan sigur, 22-24. Hjá Haukum var Tatjana Zukovska atkvæðamest með sjö mörk en Guðrún Bryndís var einnig öflug í markinu og varði 22 skot. Hjá Val var hin reynslu- mikla Hrafnhildur Skúladóttir potturinn og pannan í sóknar- leiknum og skoraði 13 mörk og Berglind Íris átti einnig mjög góðan leik og varði 25 skot. „Þetta var vissulega sætur sigur en mér fannst þetta ekki sérlega góður leikur hjá okkur sóknar- lega, en varn- arlega var þetta fínt,“ segir Díana Guðjóns- dóttir, þjálfari Hauka. - óþ Haukar sóttu sigur gegn Val að Hlíðarenda í gær: Sætur Haukasigur DUGÐI EKKI TIL Stórleikur Berg- lindar Írisar í markinu dugði Val ekki til sigurs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.