Fréttablaðið - 26.10.2008, Qupperneq 38
22 26. október 2008 SUNNUDAGUR
HVAÐ SEGIR MAMMA?
„Ég er voðalega ánægð með
dóttur mína. Á þessum tímum
er bara gott að eiga góð börn
og fjölskyldu. Hún er alltaf að
semja bæði lög og texta og það
er vonandi að hún haldi þessu
áfram því það er svo gaman að
þessu.“
Hrönn Júlíusdóttir, móðir Halldóru
Ársælsdóttur, sem sá bankahrunið fyrir
með ljóði sem tryggði henni sigur í ljóða-
samkeppni í desember.
Hvað er að frétta? Allt gott. Frumsýn-
ing á Dansaðu við mig á föstudag
eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur í
Iðnó.
Augnlitur: Blár.
Starf: Leikkona.
Fjölskylduhagir: Á 7 ára son, hann
Róbert Vilhjálm.
Hvaðan ertu? Reykjavík.
Ertu hjátrúarfull? Nei, ekkert sér-
staklega.
Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Horfi
of lítið á sjónvarp til að eiga uppá-
halds svoleiðis.
Uppáhaldsmaturinn: Lambakjöt og
sushi.
Fallegasti staðurinn: Borgarfjörð-
urinn.
iPod eða geislaspilari: Bæði.
Hvað er skemmtilegast? Vinna að
leiksýningu með frábæru fólki og
hlæja með góðum vinum.
Hvað er leiðinlegast? Að þurfa að
flýta mér og stundum að elda mat.
Helsti veikleiki: Meðvirkni.
Helsti kostur: Jákvæðni og húmor.
Helsta afrek: Að hafa alið barn í
þennan heim.
Mestu vonbrigðin? Að hafa ekki sjálf
skrifað verkið Dansaðu við mig.
Hver er draumurinn? Að lifa í
núinu á hverjum degi.
Hver er fyndnastur/fyndn-
ust? Sonur minn, hann fær
mig til að hlæja á hverjum
degi og líka Inga María
vinkona mín.
Hvað fer mest í taugarnar
á þér? Tilgerð og óheið-
arleiki.
Hvað er mikilvægast?
Vakna glöð með sól í
hjarta.
HIN HLIÐIN ÞRÚÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR LEIKKONA
Dreymir um að lifa í núinu hverju sinni
„Að vissu leyti kemur þetta andóf
upp vegna þess að prestar hafa
verið að spila sig svolítið stórt í
kreppunni. Hafa verið í nánast
öllum fréttatímum að segja fólki
hvernig það eigi að haga sér,“
segir Matthías Ásgeirsson, rit-
stjóri Vantrúarvefsins. Þar hefur
verið rekin hörð gagnrýni á hend-
ur Þjóðkirkjunni síðan efnahags-
fárviðrið reið yfir landið. Vantrúar-
menn gagnrýna kirkjunnar menn
fyrir hræsni og græðgi og telja
það tvískinnung að á meðan þeir
fari í heimsóknir á vinnustaði, tali
um nauðsyn þess að spara, séu
þeir sjálfir meðal hæst launuðu
embættismanna ríkisins. „Það er
verið að tala um að hækka fram-
lög enn frekar til kirkjunnar á
meðan það vofir yfir að skera
þurfi niður ríkisútgjöldin. Við telj-
um að það væri réttast að byrja á
kirkjunni í þeim efnum,“ segir
Matthías og bendir á þar gæti
sparast tveir og hálfur milljarður.
Í nýlegri færslu á Vantrú birtir
Þórður Ingvarsson, liðsmaður síð-
unnar, lista yfir laun prestana.
Þar kemur fram að laun þeirra
geta numið frá hálfri milljón og
upp í milljón á mánuði. Þar að
auki vísar Þórður í launalista sem
birtist á vefsíðunni fyrir tveimur
árum með launum helstu presta
landsins. Efstur þá var Hjálmar
Jónsson dómkirkjuprestur. „Þjóð-
kirkjan er ekki rétti aðilinn til að
segja fólki að spara á meðan
starfsmenn hennar þiggja nánast
ofurlaun,“ segir Matthías.
„Óvissutímar eru þeirra sóknar-
færi en okkur finnst eitthvað vit-
laust við þetta.“
Matthías telur jafnframt lítið
athugavert við færslu þar sem
birt var glæsikerra þjóðkirkju-
prests. „Þetta var reyndar ekki
bíllinn hans sem sést á myndinni,“
segir Matthías. En Teitur Atlason,
annar liðsmaður vefsíðunnar, tók
sig hins vegar til og birti mynd af
umræddum bíl og tilgreindi um
hvaða prest væri rætt: séra Pálma
Matthíasson, sóknarprest í
Bústaðakirkju. Bíllinn er ekki af
verri gerðinni: Mercedes Benz-
jeppi.
„Þeir eru bara að reyna að búa
til leiðindi í garð presta og nota
hvert tækifæri til þess. Það eru
ekki við heldur kjararáð sem
ákveður launin okkar. Ef það finn-
ast hins vegar dæmi um presta
sem berast á og fylgja ekki eigin
sannfæringu þá er alveg sjálfsagt
að Vantrú ræði við þá,“ segir Ólaf-
ur Jóhannsson, formaður Presta-
félags Íslands.
freyrgigja@frettabladidi.is
MATTHÍAS ÁSGEIRSSON: GRÆÐGI OG HROKI EINKENNA ÞJÓÐKIRKJUNA
Gagnrýna ofurlaun presta
OSCAR BJARNASON Oscar, sem hefur verið tvöfaldaður á myndinni, hefur vakið
athygli víða fyrir hönnun sína.
„Ég vona að Gordon Brown hætti að nota
Ísland til að afvegleiða fólk frá vandamálinu
sem snertir í raun alla Vestur-Evrópu.
Græðgin kom okkur á þennan stað en nú þarf
að stoppa og byrja að hugsa upp á nýtt,“ segir
Emilíana Torrini í viðtali við breska blaðið
The Sun. Torrini segir að aðstæðurnar á
Íslandi séu í raun harmleikur. „Ísland hefur
sterka vinnu-siðferðiskennd. Við gleymdum
því hins vegar að maður þarf að vinna
hörðum höndum til að afla sér fjár. Það er
ekki hægt með því að vera breyta tölum í
tölvu og reyna að láta sig líta út fyrir að vera
stærri en maður er í raun og veru,“ bætir
Emilíana við.
Söngkonan er að kynna plötu sína Me and
Armini sem hefur fengið prýðisgóða dóma og
þykir fylgja Fisherman‘s Woman, sem kom út
fyrir þremur árum, vel eftir. Emilíana er
spurð hvað hafi staðið upp úr frá uppvaxtar-
árunum á Íslandi. „Stjörnubjartur himinn
þegar maður var á leið í skólann, mamma að
skauta eftir götunni þegar þær voru ísi-
lagðar. Sumrin fyrir austan hjá afa og svo
sunnudagsbíltúrarnir með pabba og
mömmu.“
Emilíana upplýsir jafnframt að hún hafi
ætlað að syngja annað lag í söngkeppni
framhaldsskólanna en I Will Survive. „Ég
hálf skammaðist mín í raun fyrir það,“ segir
hún. „Ég var svo mikið fyrir indie-tónlist á
þessum tíma og hafði sungið lag eftir Mazzy
Star (amerísk hljómsveit) í undankeppninni,“
heldur Torrini áfram. „En ég fékk ekki að
flytja það og var eiginlega bara sagt að
syngja I will Survive. Vinur minn þýddi síðan
lagið yfir á íslensku og við fengum tvo vini
okkar til að dansa. Annar var Íslandsmeistari
í dansi en hinn var algjörleg taktlaus. Okkur
fannst þetta alveg drepfyndið og bjuggumst
alls ekki við að vinna.“ - fgg
Emilíana Torrini biðlar til Browns
HARMLEIKUR Emilíana Torrini segir ástandið á Íslandi
vera harmleik. Menn hafi gleymt vinnusiðferðinu.
Grafíski hönnuðurinn Oscar
Bjarnason hefur að undanförnu
unnið þrenn verðlaun fyrir
hönnun sína. Fyrst ber að nefna
Wolda-verðlaunin þar sem bestu
lógóin og vörumerkin í heimin-
um voru valin. Vann Oscar fyrir
hönd Íslands með lógó sem hann
bjó til fyrir byggingafyrirtækið
Birkifell frá Akureyri. „Þarna
er þrískipt dómnefnd. Fyrst
gefa hönnuðir einkunn, svo
markaðsstjórar og svo almenn-
ingur og þess vegna var fínt að
vera svona ofarlega,“ segir
Oscar, sem var tilnefndur í fyrra
fyrir lógó sitt fyrir veitingastað-
inn Domo.
Oscar vann einnig samkeppni
sem Hönnunarmiðstöð Íslands
efndi til um merki félagsins en
alls voru 180 merki send inn.
Tók Oscar á móti verðlaununum
úr höndum sjálfrar Dorritar
Moussaieff. „Ég hafði aldrei
verið það heppinn að vera í sama
herbergi og hún. Hún er indælis
kona og það er eitthvað krútt-
legt við hana.“ Sama kvöld var
honum síðan tilkynnt um að
hann hefði unnið lokaða keppni
um merki fyrir Sjúkratrygging-
ar Íslands, sem kom honum
skemmtilega á óvart.
Oscar fékk verðlaunafé fyrir
tvær síðastnefndu keppnirnar
og er sérlega þakklátur fyrir
það. „Það er betra að fá pening
en ekki verðlaunaplagg í þessu
ástandi sem er í dag,“ segir
hann.
Oscar hefur áður vakið athygli
fyrir hönnun sína því fyrir ári
var hann á meðal átta sérfræð-
inga sem heimasíða dagblaðsins
New York Times leitaði álits hjá
um nýtt merki hjá leigubílum
New York-borgar. Einnig keypti
japanski fataframleiðandinn
UNIQLO af honum merki hans
Systm fyrir fatalínu sína.
- fb
Þrenn Oscars-verð-
laun í höfn á árinu
ÓSÁTTIR
Matthías Ásgeirsson og
Vantrúar-menn eru ósáttir við
presta Þjóðkirkjunnar og telja
að þeir ættu að líta eigin
barm áður en þeir tjá sig um
kreppuna. Ofurlaunin svipti
þá trúverðugleika. Ólafur
Jóhannsson bendir hins
vegar á að kjararáð ákveði
laun presta. Ef það finnist
hins vegar prestar sem berist
á og fylgi ekki eigin sannfær-
ingu sé alveg sjálfsagt fyrir
Vantrú að ræða við þá.
31. 03. 1973