Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2008, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 26.10.2008, Qupperneq 40
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar með ánægju F í t o n / S Í A Við erum hagkvæm og leiðandi í framboði ódýrra fargjalda. Frábært verð, þægindi og góð þjónusta eru órjúfanleg heild hjá Iceland Express. Bókaðu ferðina þína á www.icelandexpress.is Þegar þú brosir, þá brosum við! Fyrir nokkrum árum átti ég afar eftirminnilegt spjall við gamla frænku mína. Við ræddum haustið 1918 og atburði þess, en þá var hún nýskriðin af barnsaldri. Þetta haust gekk á með einhverjum mestu frosthörkum í manna minnum. Þá var húsakostur landsmanna mun lakari en nú. Heilu fjölskyldurnar hírðust í þröngum kytrum þar sem einangrun var bágborin og hita- veita var auðvitað með öllu óþekkt. ÞETTA haust geisaði spænska veikin. Hún lagðist þungt á Íslend- inga. Þegar verst lét voru tveir af hverjum þremur Reykvíkingum rúmfastir. Öll lyf kláruðust, athafnalíf lamaðist og jafnvel sam- skipti við útlönd féllu niður. Erfitt var að anna líkflutningum og gripið var til þess ráðs að jarða fólk í fjölda grafreit. Tæplega 500 Íslend- ingar dóu í spænsku veikinni, þar af 258 í Reykjavík. Þá er ekki tekið tillit til fósturláta sem töluvert var um. ÉG vissi um spænsku veikina því ég hafði lesið um hana. Það sem sló mig var að hún skyldi ekki heyra sögunni til, heldur vera lifandi fólki í fersku minni. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hve stutt var í raun síðan og hve lífsskilyrðum þjóðarinnar hefur fleygt fram á ekki lengri tíma en tæpum manns- aldri. FLEIRI hörmungar hafa dunið á Íslendingum síðan þá. Þjóðin fór ekki varhluta af blóðtöku seinni heimsstyrjaldarinnar, en hún kost- aði ríflega 200 Íslendinga lífið. Árið 1995 var þjóðarsorg þegar 34 Íslendingar létu lífið í tveimur snjó- flóðum. Sá harmur er engum gleymdur. HAUSTIÐ 2008 kom síðan kreppa. Fullt af fólki tapaði miklum pening- um og margir misstu vinnuna. Í umræðunni hafa einhverjir leyft sér að kalla þetta mestu hörmungar sem dunið hafa á þjóðinni. Ég er hins vegar ansi hræddur um að frænku minni sálugri þætti lítið til þessara þrenginga koma. Hvar eru líkin? Hvar eru fjöldagrafirnar? ÁSTÆÐULAUST er að gera lítið úr þeim erfiðleikum sem við stönd- um núna frammi fyrir. En við höfum séð það svartara. Gleymum ekki að við erum rík þjóð með góðan húsakost, hátt menntunar- stig og gnægð náttúrulegra auð- linda. Mér finnst því að við ættum að sýna þeim fjölmörgu Íslending- um, sem misstu annað og meira en peninga í þeim raunverulegu hörm- ungum sem dunið hafa á þjóðinni, þá virðingu að gæta tungu okkar þegar við börmum okkur yfir blankheitum. Hörmungar Í dag er sunnudagurinn 26. október, 300. dagur ársins. 8.53 13.12 17.29 8.46 12.56 17.06

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.