Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 17
fasteignir
10. NÓVEMBER 2008
Fasteignasalan Stakfell hefur
til sölu einbýlishús á einni hæð
við Fákahvarf með útsýni yfir
Elliðavatn.
K omið er inn í flísalagða forstofu. Granít er á gólfi sem flæðir upp einn vegg
og rennihurðir úr gleri inn í húsið
sjálft. Granít er á öllum gólfum
nema í svefnherbergjum. Þar er
plankaparket í stíl við innrétt-
ingar í húsinu sem eru hannaðar
af Við og Við. Stofurnar eru tvær
en samliggjandi og er eldhús
einnig opið við stofur. Fjögurra
metra löng eyja er á milli eld-
húss og borðstofu. Sama granít
er á borðplötu og er á gólfum og
er hún 10 sentimetra þykk.
Gluggar í stofu ná niður í gólf
enda útsýnið fallegt. Svefnher-
bergin eru tvö og stór og rúm-
góð. Inn af aðalsvefnherbergi er
baðherbergi, setustofa og fata-
herbergi. Á baðherbergi er bað-
kar, upphengt klósett og granít-
vaskur. Í setustofu er sturta og
bekkur. Stórar hvítar flísar eru á
veggjum og granít er á gólfi í
setustofu og fataherbergi en á
baðherbergi er sama parket og
er á svefnherbergjum. Gestasal-
erni er með sturtu og er það í
sama stíl og aðalbaðherbergi.
Þvottahús er með hvítum
háglansinnréttingum og er gran-
ít milli efri og neðri skápa. Borð-
plata er úr graníti. Innangengt er
úr forstofu í flísalagðan bílskúr.
Eignin er öll mjög björt og
opin enda um 4,5 metra lofthæð
í húsinu. Öll loft eru niðurtekin
með óbeinni lýsingu.
Setustofa, fataherbergi og
bað inn af hjónaherbergi
Gott útsýni er úr stofu yfir Elliðavatn.
Grunnur að góðu lífi
Fasteignasala :: Lágmúla 7 :: 108 Reykjavík :: sími 535_1000
Þorlákur Ó. Einarsson lögg. fasteignasali
Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fasteignasali
Laugavegi 170, 2. hæð • Opið virka daga kl. 9:00-17:00
Sími 552 1400 • Fax 552 1405 • www.fold.is • fold@fold.is
Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali
Þjónustusími sölumanna eftir lokun 694 1401
ÓSKUM EFTIR
FYRIR FJÁRFESTA
.. Einbýli, parhús, raðhús í 107, 101 og 170
Verðbil 50-90 millj.
Bein kaup engin eignaskipti
.. Einbýlishúsi á sjávarlóð á Arnarnesi
.. Sérhæðum í austurbæ, miðbæ og vestur-
bæ Reykjavíkur – Verðbil 35-50 millj.
.. 3ja-4ra herbergja íbúðum í Reykjavík og
Kópavogi – verðbil 18-30 millj.
.. Einstaklings- og 2ja herbergja íbúðum
víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu
– verðbil 10-20 millj.
Gengið frá greiðslumati
Sótt um íbúðalán
Sótt um lengingu og
styttingu á lánstíma
Á ils.is getur þú:
Bráðabirgðamat
Ýmsar reiknivélar
Netsamtal við ráðgjafa
Umsókn um rafrænar
afborganir lána
Önnur þjónusta á ils.is: