Fréttablaðið - 10.11.2008, Síða 30

Fréttablaðið - 10.11.2008, Síða 30
18 10. nóvember 2008 MÁNUDAGUR NOKKUR ORÐ Vigdís Þor- móðsdóttir ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Það er vissulega margt sorglegt við afleiðingar bágborins efnahagsástands þjóðarinnar. Ef litið er fram hjá skelfilegum afleiðingum þess á lífskjör fólksins í landinu er einna sorglegast að hugsa til þeirra áhrifa sem kreppan hefur á menningarlíf landsins. Þá ekki aðeins á hámenninguna, þó svo að fyrirséð sé að ótvíræður samdráttur verði á því sviði, heldur einnig á hina ágætu séríslensku lágmenningu sem þjóðin hefur komið sér upp á síðustu árum. BT-músin gula hefur brætt hjörtu landsmanna á síðustu árum, bæði með kraftmikilli frammi- stöðu sinni í eigin persónu í verslunarkjörn- um landsins á tyllidögum, og einnig með leiklistarhæfi- leikum sínum í bráðsmellnum sjónvarps- auglýsingum BT-verslunarkeðjunnar. Sérlega fyndin er ein sú nýjasta þar sem músin og tölvuleikjahetjan Mario virðast við það að berjast með vopnum á agalega hasarlegan hátt, en enda svo bara á því að fara í kerlingarslag. Óborganlegt. Framtíð músarinnar er síður en svo björt. BT-verslanirnar, eiginlegt heimili mýslu, eru í bráðri hættu sem og sjón- varpsstöðin Skjár einn, en þar hefur músin um árabil átt sitt andlega heimili og athvarf, sérlega í þættinum góða Game Tíví. Ef allt fer á versta veg gæti hreinlega svo farið að músin hverfi fyrir fullt og allt úr íslensku menningarlandslagi. Sem kann við fyrstu sýn að virðast hlutfallslega heldur lítill skaði miðað við sumar aðrar þær hörmungar sem þjóðin gengur nú í gegnum. En það má samt alveg syrgja smáatriði, þótt þau séu ómerkileg. Allt er hverfult í heimi hér Sorrí ef ég er svolítið stressuð... ég er ekki vön því að fljúga. Jæja... þá skulum við koma okkur í jólaskap með einu litlu lagi... Eigum við ekki að kýla á þetta drengir? Þau eru bara góð! Halló! Hef ég ekki alltaf sagt að þau séu góð? Nei! Ókei! Ég bjó til snittur! Snittur? Já, ég fattaði að einhver bið væri á hádegismatnum svo ég tók saman smá forrétt. Mér sýnist að ég hafi uppgötvað nýjan hæfileika hjá mér. Verði ykkur að góðu! En þetta er bara smurostur á salami- pylsu Mmm! Biddu hann um upp- skriftina! Passaðu þig Hann hefur náð dósaopnaranum! Hvað ertu að gera mamma? Ég er að baða litlu systur þína. Lóa er í baði, Lóa er í baði! Einmitt, með nýju baðleik- föngin sín. Er þetta kafbátur? Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.