Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 12. nóvember 2008 — 310. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Þegar ég og maðurinn minn komum til hafnarborgarinnar Algeciras á lestarferðalagi okkar um Spán rétt fyrir jól ákváðum við að drífa okkur yfir Gíbraltar- sund til Marokkó, en maðurinn minn vann fyrir sér sem öm ð „Á endanum gengum við, mar- okkósk fjölskylda og dularfullur rannsóknarlögreglumaður um borð. Ég hafði rétt áður skotist inn á krá og sporðrennt spæn k i upphitað i kring gerði bara illt verra. Á fjórða degi snerum við því aftur til Spánar. Við sigldum til baka ásólríkum vetr d Auður sigldi yfir Gíbraltarsundið með marokkósku skipafélagi í aftakaveðri og var veik í marga daga á eftir. FRÉTTAB LAÐ IÐ /ARN ÞÓ R Í móki í MarokkóRithöfundurinn Auður Jónsdóttir hefur ferðast víða. Fyrir nokkrum árum var hún á lestarferðalagi um Spán ásamt eiginmanni sínum og ákváð að fara yfir til Marokkó. Þeirri ferð gleymir hún seint. P R E N T S N I Ð HEILDARLAUSNIRÍ DRIFSKÖFTUM Landsins mesta úrvalaf hjöruliðum ogdrifskaftsvörum Jafnvægisstillingar Vagnhöfða 7 110 ReykjavíkSími: 517 5000 Sunnudagatilfimmtudagakl20:00fráSkarfabakka TveggjatímaferðmeðleiðsögnFriðarsúlanskoðuðfrásjóoglandi  Fullorðnir2.000krBörn715ára1.000krBörn06áraFríttFjölskylduafsláttur Viðeyjarstofa i IMAGINEPEACE kvöldsiglingar NÁMSKEIÐ um almenn skattskil og virðisaukaskatt verður haldið laugardaginn 29. nóvember frá klukkan 10 til 17 í þingsölum Hótels Loftleiða. Námskeiðsgjald er 12.800 krónur og innifalin eru nám- skeiðsgögn og veitingar. Skráning fer fram á www.rsk.is. VEÐRIÐ Í DAG AUÐUR JÓNSDÓTTIR Fór í ógleymanlega siglingu til Marokkó • á ferðinni • nám Í MIÐJU BLAÐSINS Ört vaxandi stétt Félagsráðgjafafé- lagið gefur út fyrsta félagatalið sem varpar ljósi á sögu og þróun greinarinnar á Íslandi. TÍMAMÓT 12 Eiður í fríi Ólafur Jóhannesson lands- liðsþjálfari gaf Eiði Smára frí og valdi hann ekki í hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Möltu. ÍÞRÓTTIR 18 FÓLK „Þetta er ofsalegur heiður og ofboðslega spennandi,“ segir Ingi Þór Jónsson, sem hefur verið ráðinn sem verktaki og verkefnastjóri stærstu listamið- stöðvar Norður- Bretlands, The Novas Contemp- orary Urban Cent- er. Fyrsta verkefni hans í næstu viku verður að taka á móti leikstjóran- um Guy Ritchie og þeim Jude Law og Robert Downey Jr. sem verða með aðstöðu í listamiðstöð- inni í tengslum við tökur á stórmyndinni Sherlock Holmes. „Það verður gaman og þetta er líka góð auglýsing fyrir það sem við erum að gera,“ segir Ingi. - fb / sjá síðu 22 Ingi Þór Jónsson í nýju starfi: Starfar með stjörnunum INGI ÞÓR JÓNSSON FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR DRÖFN ÖSP SNORRADÓTTIR Kennir útlendingum að versla á Íslandi Flugfélag skipuleggur verslunarferðir til Íslands FÓLK 22 Rómantískt skáld Stefán Máni sendi unnust- unni kveðju í einkamáladálki Fréttablaðsins. FÓLK 22 Varðveitum þekkinguna „Reynsla víða um lönd sýnir að endurreisn þróttmikils atvinnulífs verður ekki nema fyrir tilstuðlan háþróaðs fjármálakerfis,“ skrifar Finnur Sveinbjörnsson. Í DAG 10 VIÐSKIPTI „Við tökum gjaldeyri heim í gegnum Seðlabankann en erum í helvítis vandræðum. Þetta hefur þó aðeins verið að koma inn síðustu tvo daga,“ segir Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrysti- hússins Gunnvarar. Íslensk útflutningsfyrirtæki hafa átt í vandræðum með gjaldeyrisviðskipti í gegnum Seðlabankann frá ríkisvæðingu bankanna þriggja fyrir mánuði og hafa gjaldeyristekjur nokkurra þeirra horfið í nokkra daga innan veggja bankans. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að útflutningsfyrirtæki hafi brugðið á það ráð að fara fram hjá Seðlabankanum í viðskiptum sínum við útlönd með hjáleið í samstarfi við íslensk fjármálafyrirtæki erlendis. Þetta þykir áhættusöm leið. - jab / sjá Markaðinn Fara fram hjá Seðlabanka: Erum í helvítis vandræðum EFNAHAGSMÁL Umsókn Íslands hefur ekki verið sett á dagskrá stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þar sem ekki hefur tekist að útvega fjármagn. Þetta hefur Markaðurinn eftir talsmanni sjóðsins. Rætt hefur verið um að sjóðurinn láni Íslendingum um tvo milljarða Bandaríkjadala, en aðrir bæti fjór- um milljörðum við. Talsmaðurinn bætir því við að vel gangi að fá loforð fyrir fé og búist sé við að stjórn sjóðsins taki málið fyrir fljótlega. Lilja Mósesdóttir, doktor í hagfræði, telur hins vegar að ekki eigi að styðjast við aðstoð sjóðsins nú. Hún tekur sem dæmi nýlega vaxtahækkun Seðlabankans, sem á að hindra útstreymi erlends fjármagns, ásamt lánsfénu. „Um það eru fjölmörg dæmi að vaxtahækkun dregur ekki úr útstreymi fjármagns í fjármálakreppu,“ segir Lilja. Hún vill heldur horfa til ríkja umhverfis okkur. „Þau lækka vexti og auka ríkisútgjöld með því að lána fyrirtækjum og heimilum sem standa illa.“ Lilja leggur til efnahagsaðgerðir í sjö liðum, meðal annars að útstreymi fjármagns úr landi verði skattlagt verulega. Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður telur það hins vegar illframkvæmanlegt. Það hljóti að brjóta í bága við EES-samninginn. - ikh / sjá Markaðinn Hagfræðidoktor leggur til að ekki verði fengin aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins: Aðstoðin strandar á öðrum lánum FROSTLAUST SYÐRA Í dag verður yfirleitt hæg, suðlæg eða breytileg átt. Rigning eða slydda sunnan til annars yfirleitt úrkomulítið. Frost- laust syðra annars vægt frost. VEÐUR 4 2 1 2 -10 EFNAHAGSMÁL Fjölda fyrirspurna um efnahagsástandið er ósvarað í ýmsum geirum stjórnkerfisins. Ráðherrar og forsvarsmenn nefnda, ráða, stofnana og fyrir- tækja í ríkiseigu hafa hunsað fyr- irspurnir. Á sama tíma tala stjórn- völd um mikilvægi upplýsingagjafar og forsætisráð- herra segir hvern sem ber sig eftir þeim fá þær. „Upplýsingaflæðið hefði mátt vera betra. Það er betra að hafa umræðuna upplýsta svo menn hafi skýra sýn,“ segir Árni Páll Árna- son, þingmaður Samfylkingarinn- ar. Hann telur ýmsar skýringar vera á upplýsingaskortinum. „Fyrst voru stjórnvöld afar mikið í rústabjörgun. Síðan kemur þetta upp með Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn og það leggur ákveðinn grunn. Það mál frestast síðan aftur og aftur og tefur aðra þætti.“ Árni telur mikilvægt að almenn- ingur fái skýrar upplýsingar. „Það þarf fljótlega að koma skýr sýn á hvert við stefnum. Við sjáum það á mótmælum til dæmis að þau verða mjög ómarkviss. Maður veit eiginlega ekki hverju er verið að mótmæla. Það er betra fyrir alla að hafa skýra sýn.“ Pétur H. Blöndal, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að bæta hefði mátt upplýsingagjöf. Menn verði þó að átta sig á því að við lifum á óvissutímum. „Auðvitað má bæta þetta en við megum heldur ekki gera neitt annað en að safna upplýsingum. Menn hafa nóg að gera við að bregðast við ástandinu. Við í efna- hags- og viðskiptanefnd höfum ekki fengið svör við öllum okkar fyrirspurnum og það er bara skilj- anlegt. Það er mikið að gera hjá öllum sem koma að þessum málum.“ Í Fréttablaðinu í dag getur að líta dæmi um þær fyrirspurnir sem ekki hafa fengist svör við. - kóp / sjá síðu 6 Stendur á svörum hjá ráðamönnum Fréttamenn reka sig iðulega á að fátt er um svör hjá stjórnvöldum og stofnun- um við fyrirspurnum þeirra um efnahagsvandann. Fjölda spurninga er ósvarað á sama tíma og ráðamenn tala um mikilvægi þess að upplýsa almenning. HÁTÍÐ Pólverjar fögnuðu í gær að liðin eru 90 ár frá því landið fékk sjálfstæði. Hinn 11. nóvember 1918 lauk fyrri heimsstyrjöld- inni og Pólland endurheimti sjálfstæði sitt. Til að minnast tímamótanna gerðu margir Pólverjar sér glaðan dag í húsakynnum pólska konsúlatsins við Skúlatún en þar var áður fundarsalur borgarstjórnar Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.