Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Þegar ég og maðurinn minn komum til hafnarborgarinnar Algeciras á lestarferðalagi okkar um Spán rétt fyrir jól ákváðum við að drífa okkur yfir Gíbraltar- sund til Marokkó, en maðurinn minn vann fyrir sér sem götulista- maður þar á yngri árum og flækt- ist um í fjöllunum. Ég var því mjög forvitin um land og þjóð,“ segir Auður Jónsdóttir rithöfund- ur. „Í stað þess að fara með Euro- line eins og flestir vildi maðurinn minn fara með „local“ ferðaskrif- stofu. Við fundum feitan karl í kjallara sem seldi okkur ferð yfir sundið með marokkósku skipafé- lagi. Auður og maður hennar biðu í marga tíma eftir því að fá að kom- ast um borð og sífellt versnaði veðrið. „Á endanum gengum við, mar- okkósk fjölskylda og dularfullur rannsóknarlögreglumaður um borð. Ég hafði rétt áður skotist inn á krá og sporðrennt spænskri upphitaðri pajelu þrátt fyrir að hafa eindregið verið ráðið frá því. Til að gera langa sögu stutta þá lentum við í hræðilegu verðri og fengum öll skelfilega í mag- ann. Ég vissi þó ekki hvort ég var sjóveik eða með matareitrun. Sem betur fer beið okkar gisting í hafnarborginni Tangier í Mar- okkó þar sem við gengum á land. Þar ældi ég í tuttugu tíma þangað til kallað var á lækni sem spraut- aði mig niður.“ Auður lá inni á hótelherberg- inu í þrjá daga en þann fjórða gat hún farið út og fengið sér te. „Ég var þó mjög máttvana og lykt- næm og ágeng musk-lykt allt í kring gerði bara illt verra. Á fjórða degi snerum við því aftur til Spánar. Við sigldum til baka á sólríkum vetrardegi og fylgd- umst með þyrlum og eftirlits- skipum í leit að ólöglegum flótta- mönnum á meðan við ferðamennirnir fengum að vera óáreittir. Það situr í mér.“ Þessa reynslu notar Auður í ákveðna framvindu í nýjustu bók sinni Vetrarsól. „Svona veikindi á framandi stað hafa mikil áhrif á mann og fannst mér ég hafa fæðst upp á nýtt þegar ég rankaði við mér þarna á hótelherberginu.“ Auður er ákveðin í því að gera í framtíðinni aðra tilraun til að sækja Marokkó heim. „Maðurinn minn var ofsalega ánægður með fyrri ferð sína þangað og langar mig að sjá landið með fullri með- vitund.“ vera@frettablaðið.is Auður sigldi yfir Gíbraltarsundið með marokkósku skipafélagi í aftakaveðri og var veik í marga daga á eftir. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R Í móki í Marokkó Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir hefur ferðast víða. Fyrir nokkrum árum var hún á lestarferðalagi um Spán ásamt eiginmanni sínum og ákváð að fara yfir til Marokkó. Þeirri ferð gleymir hún seint. P R E N T S N IÐ HEILDARLAUSNIR Í DRIFSKÖFTUM Landsins mesta úrval af hjöruliðum og drifskaftsvörum Jafnvægisstillingar Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Bókunarsími:5553565  www.elding.is Sunnudagatilfimmtudaga kl20:00fráSkarfabakka  Tveggjatímaferðmeðleiðsögn Friðarsúlanskoðuðfrásjóoglandi  Fullorðnir2.000kr Börn715ára1.000kr Börn06áraFrítt Fjölskylduafsláttur  Viðeyjarstofaopinmeðkaffiveitingar IMAGINEPEACE kvöldsiglingar NÁMSKEIÐ um almenn skattskil og virðisaukaskatt verður haldið laugardaginn 29. nóvember frá klukkan 10 til 17 í þingsölum Hótels Loftleiða. Námskeiðsgjald er 12.800 krónur og innifalin eru nám- skeiðsgögn og veitingar. Skráning fer fram á www.rsk.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.