Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 34
18 12. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Milliríkjadómaranum Kristni Jakobssyni hefur verið úthlutað spennandi verkefni af Knattspyrnusambandi Evrópu (UEFA), en hann mun dæma leik í næstu umferð riðlakeppni Meistaradeild- ar Evrópu. „Ég mun dæma leik í Meistaradeildinni annaðhvort 25. nóvember eða 26. nóvember næstkomandi en það liggur ekki alveg ljóst fyrir hvaða leikur það verður. Það skiptir svo sem ekki öllu máli þar sem þetta eru allt toppleik- ir. Það er bara mikill heiður að fá þetta verkefni og eitthvað sem maður er búinn að vera að stefna að lengi, að fá að dæma leiki af þessari stærð. Þetta er líka náttúrulega frábær viðurkenning fyrir íslenska dómara yfirhöfuð,“ segir Kristinn. Kristinn hefur verið að vinna sig jafnt og þétt upp sem milliríkjadómari og segir að þolinmæðin sé nú heldur betur að skila árangri. „Þetta er í fyrsta lagi spurning um að sanna sig og svo í öðru lagi að gera sitt til þess að halda sér í hæsta styrkleikaflokknum. Þolinmæði er dyggð í þessu eins og svo mörgu öðru en það má segja að ég hafi náð að naga mig í gegnum þröskuldinn í þessu í fyrra þegar ég komst inn í efsta gæðaflokk dómara hjá UEFA. Í kjölfarið af því fékk ég verkefnið að vera fjórði dómari á lokakeppni EM síðasta sumar og sú tilnefning sagði mér að ég væri að gera eitthvað rétt. Þar fékk maður smjörþefinn af einhverju stærra, sem nú er raunin,“ segir Kristinn. Kristinn situr ekki á rassinum þó svo að Landsbanka- deildinni sé lokið og gerir sitt til þess að halda sér í formi þegar kallið kemur frá UEFA. „Ég þarf að fylgja eftir æfingaáætlun sem UEFA sendir mér og gerir strangar kröfur um að maður sé í góðu líkamlegu ásigkomulagi. Eins fer ég reglulega utan í ýmis þolpróf og önnur próf til þess að kanna enskukunnáttu og þekkingu á lögum og reglum. Ég reyni líka að fá alla leiki sem eru í boði til þess að undirbúa sig eins vel og mögulegt er. Ég mun reyndar dæma vináttulandsleik á milli Írlands og Póllands í næstu viku og það er fínn leikur til undirbúnings fyrir Meistaradeildina,“ segir Kristinn. KRISTINN JAKOBSSON: DÆMIR LEIK Í NÆSTU UMFERÐ RIÐLAKEPPNI MEISTARADEILDAR EVRÓPU Í FÓTBOLTA Viðurkenning fyrir íslenska dómara yfirhöfuð Hugrún Þorsteinsdóttir Húð- og kynsjúkdómalæknir Hef  utt húðlæknastofu mína í nýja húsið í Glæsibæ, 5. hæð. Sama hús og Hrey ng. Tímapantanir í síma: 554 64 46 Húðlækningar Glæsibær | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Sími 554 6446 | hugrun@hlg.is FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson valdi í gær 18 manna leikmannahóp sem mætir Möltu í vináttulandsleik ytra hinn 19. nóvember næstkom- andi. Garðar Jóhannsson er eini nýliðinn í hópnum. Nokkrir leik- menn fá frí að þessu sinni en það eru Eiður Smári Guðjohnsen, Kristján Örn Sigurðsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Stefán Gísla- son. Theodór Elmar Bjarnason og Ragnar Sigurðsson eru meiddir og fá því hvíld í þetta skiptið. Athygli vakti að Eiður Smári sagði í viðtali við Morgunblaðið í lok síðasta mánaðar að hann sæi ekki fram á að gefa kost á sér í hópinn fyrir Möltuleikinn og því lá beinast við að spyrja landsliðs- þjálfarann að því hvort það væri ákvörðun hans eða Eiðs að vera ekki í hópnum að þessu sinni? „Þetta var ákvörðun sem ég tók. Hvort það var rétt haft eftir honum í þessu viðtali er svo annað mál. Þetta er samt algjörlega mín ákvörðun. Það er ég sem ákveð hverjir fá frí, Eiður er að koma úr meiðslum og því kannski mikið álag að láta hann spila tvo leiki sömu vikuna,“ sagði Ólafur en Eiður hefur verið að stíga upp úr meiðslum og lítið spilað síðustu vikur. Hefur maður eins og hann ekki bara gott af því að koma með til Möltu og spila að lágmarki einn hálfleik? „Auðvitað er alltaf hægt að segja það líka og ég er sammála því en ég tek þessa ákvörðun þó svo hún sé kannski umdeilanleg. Mér finnst allt í lagi að nota þenn- an leik í að láta þá spila sem hafa verið varamenn. Þetta er upplagt tækifæri að skoða þá,“ sagði Ólaf- ur. Jóhannes Karl Guðjónsson hlýt- ur enn og aftur ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans en hann hefur spilað einstaklega vel í ensku 1. deildinni. „Hann er ekki valinn í þetta skiptið en ég endurtek að ég hef ekki lokað hurðinni á hann,“ sagði Ólafur sem viðurkennir að hann hafi ekki verið ánægður með þær skýringar sem hann fékk frá Jóhannesi á sínum tíma er hann gaf ekki kost á sér. „Það er ekkert persónulegt í þessu en ég var ekki 100 prósent ánægður með þær skýringar sem hann gaf fyrir fjar- veru sinni og það hefur kannski átt einhvern þátt í þessu.“ sagði Ólafur. henry@frettabladid.is Ég ákvað að gefa Eiði frí Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari segir það sína ákvörðun en ekki Eiðs Smára að gefa honum frí í vináttuleiknum gegn Möltu sem fer fram eftir viku. Einn nýliði er í landsliðshópi Ólafs. Enn er ekkert pláss fyrir Jóhannes Karl. STJÓRINN Ólafur segist ráða en ekki Eiður Smári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Guðbjörg ætlar að semja við Djurgården Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Vals og lands- liðsins, hefur náð munnlegu samkomulagi við sænska stórliðið Djurgården og er á leiðinni út til Svíþjóðar til þess að skrifa undir tveggja ára samning. Guðbjörg er önnur Valskonan sem leggur í víking til Svíþjóðar því áður hafði þjálfari hennar Elísabet Gunnarsdóttir tekið við Kristianstad. Það þykir líka afar líklegt að Margrét Lára Viðarsdóttir gangi til liðs við Linköping á næstu dögum. Guðbjörg var við það að semja við Djur gården í fyrra en hætti við og var áfram í Val. Hún sleit síðan hásin í apríl og missti af nær öllu tímabilinu en náði restinni af tímabilinu með ótrúlegum vilja og dugnaði. Svíarnir fylgdust vel með endurhæfingunni og misstu aldrei áhugann á íslenska lands- liðsmarkverðinum. LANDSLIÐSHÓPURINN Markverðir: Gunnleifur Gunnleifsson HK Árni Gautur Arason Odd Grenland Aðrir leikmenn: Hermann Hreiðarsson Portsmouth Indriði Sigurðsson Lyn Grétar Rafn Steinsson Bolton Bjarni Ólafur Eiríksson Valur Sölvi Geir Ottesen SönderjyskE Hallgrímur Jónasson GAIS Emil Hallfreðsson Reggina Birkir Már Sævarsson Brann Aron Einar Gunnarsson Coventry Pálmi Rafn Pálmason Stabæk Helgi Valur Daníelsson Elfsborg Arnór Smárason Heerenveen Guðmundur Steinarsson Keflavík Heiðar Helguson Bolton Veigar Páll Gunnarsson Stabæk Garðar Jóhannsson Fredrikstad KÖRFUBOLTI Hamarskonur, eina ósigraða liðið eftir fyrstu fimm umferðirnar í Iceland Express- deild kvenna, fá Íslandsmeistara Keflavíkur í heimsókn í Hvera- gerði í kvöld. Karla- og kvennalið Hamars hafa aldrei byrjað betur í efstu deild en kvenna- liðið í vetur. Hamarsliðið hefur verið erfitt heim að sækja það sem af er vetrar en liðið hefur unnið þrjá heimaleiki sína með 33,7 stigum að meðaltali, nú síðast 16 stiga sigur á Val. Keflavík hefur unnið alla útileiki tímabilsins til þessa (2 í deild og 2 í fyrirtækjabikar) en bæði töp liðsins í vetur hafa komið á heimavelli. Haukar heimsækja Grindavík og Valur tekur á móti KR í hinum leikjum kvöldsins en allir hefjast þeir klukkan 19.15. - óój Sigurganga Hamarskvenna: Mæta meistur- unum í kvöld Enski deildabikarinn: Arsenal-Wigan 3-0 Jay Simpson 2, Carlos Vela. Man. Utd-QPR 1-0 Carlos Tevez, víti. Stoke-Rotherham 2-0 Glenn Whelan, Danny Pugh. Derby-Leeds 2-1 Emanuel Villa, Nathan Ellington - Luciano Becchio Swansea-Watford 0-1 - Lee Williamson ÚRSLIT FÓTBOLTI Fjórir leikir fóru fram í 4. umferð enska deildabikarsins í gærkvöld. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, stillti upp liði táninga líkt og venjulega í þessari keppni og táningar Wengers voru ekki í neinum vandræðum með Wigan sem stillti upp sterku liði. Man. Utd stillti upp reyndara liði gegn QPR en leikmenn byrjunarliðsins hafa flestir fengið takmarkaðan spiltíma í vetur. United lenti í vandræðum með QPR og tókst ekki að brjóta ísinn fyrr en stundarfjórðungi fyrir leikslok er Tevez skoraði úr víti og það dugði til sigurs gegn baráttuglöðu liði QPR sem seldi sig dýrt á Old Trafford. - hbg Enski deildabikarinn: Táningar Ars- enal sprækir CARLOS TEVEZ Var hetja United í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.