Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 18
Tæknimenntaskólinn • Almenn námsbraut • Náttúrufræðistúdent - Flugtækni • Náttúrufræðistúdent - Skipstækni • Náttúrufræðistúdent - Raftækni • Náttúrufræðistúdent - Véltækni • Stúdentspróf af list- og starfsnámsbrautum • Tæknistúdentspróf (frumgreinanám) Byggingatækniskólinn • Veggfóðrunar- og dúklagningabraut • Tækniteiknun • Múrsmíðabraut • Málarabraut • Húsgagnasmíðabraut • Húsgagnabólstrun • Húsasmíðabraut • Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina Ný t „Tungumálin eru veigamikill þátt- ur í náminu. Nemendur hafa um japönsku eða kínversku að velja og eiga svo kost á að taka menningar- og samfélagstengd námskeið innan tungumálanna hvors um sig. Hing- að til hafa reyndar allir valið kín- versku enda er japanska kennd sem grein í Háskólanum í annarri deild,“ segir Geir um námsfyrir- komulag í Austur-Asíufræðum. „Við byrjuðum bara haustið 2007 og höfum verið með tólf til fimmt- án nemendur bæði skólaárin.“ Best segir Geir að hafa bæði áhuga og þrjósku og einhverskon- ar forvitni til að stunda þessi fræði. „Maður þarf líka að vera vinnu- samur. Það er byrjað á grunni en farið hratt yfir og mikið lagt á nem- endur. Áhersla lögð á talmálið til að byrja með og á annarri önn er vikið að ritmálinu. Þá læra þeir táknin.“ Fullt nám er 60 einingar. Þar af eru 40 í tungumálunum en þá eru 20 eftir „Við erum með tvö sögu- námskeið og svo eitt sem tengist Kína nútímans, efnahagsmálum, samfélagsuppbyggingu og stjórn- málum. Líka heimspeki, túarbrögð- um, kvikmyndum og bókmenntum. Fjórða námskeiðið verður eftir áramót og tekur á Austur-Asíu sem menningarsvæði, þróun þess og vestrænum túlkunum. Öll samfé- lagstengdu námskeiðin eru opin nemendum í öðrum greinum.“ Allir nemendur Austur-Asíu- fræðanna fara til Kína á öðru ári að sögn Geirs. „Við erum með átta nemendur núna í Ningbo, sem er lítil borg á kínverska vísu, rétt fyrir sunnan Sjanghæ. Það hefur gengið verulega vel hjá þeim.“ Geir er heimspekingur og sér- hæfði sig í kínverskri heimspeki í Bandaríkjunum. „Meðan ég var í doktorsnámi eyddi ég tveimur árum í Kína og lærði kínversku.“ Hann er starfsmaður Konfúsíusar- stofnunarinnar Norðurljós, einni af um það bil 220 áþekkum stofn- unum í heiminum sem stuðla að fræðslu um kínverska tungu og menningu. Svipar til Alliance France og Göthestofnunar en er alltaf staðsett innan háskóla og starfar náið með tilteknum kín- verskum háskólum. „Í framtíðinni vonumst við til að geta haft ein- hverja fræðslu um Kóreu,“ segir hann. „Við erum bara ekki komin svo langt.“ gun@frettabladid.is Áhugi og þrjóska eru vænlegust til árangurs Austur-Asíufræði er nýleg námslína við Háskóla Íslands, nánar tiltekið rúmlega ársgömul. Umsjónar- maður hennar er dr. Geir Sigurðsson, sem segir best að búa yfir áhuga og þrjósku til að stunda fræðin. „Það er byrjað á grunni en farið hratt yfir,“ segir dr. Geir um kínverskunámið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NEYTENDASAMTÖKIN halda námskeið í heimilisbókhaldi og neytenda- rétti mánudaginn 17. nóvember frá klukkan 18.30 til 21.00. Heimilisbókhald og áætlanagerð, réttindi og skyldur neytenda verða á dagskrá. Ókeypis er fyrir félagsmenn en 4.000 krónur kostar fyrir utanfélagsmenn. Nánar á ns.is. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Alla mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.