Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 20
ÓKEYPIS KORT af ýmsu tagi má finna á products.is.map24.com. Tengja má kortin við eigin hugbúnað eins og til dæmis síma, GPS-tæki og heimasíðu. „Við buðum upp á þennan leik fyrst í sumar og hann hefur verið geysivinsæll,“ segir Björn Guð- mundsson, verkefnisstjóri hjá Ferðasmiðjunni Eskimos, sem býður smærri og stærri hópum upp á ratleik um Reykjavík. „Við byggjum leikinn á grunni eldri leiks. Þarna er keppt fót- gangandi um miðbæ Reykjavík- ur en við getum stytt leikinn og lengt eftir hentisemi. Önnur útgáfan snýr að minna þekktari Reykjavík, bakhúsum og stöðum sem eru ekki áberandi og svo erum við með útgáfu sem gengur út á þekktari staði.“ Leikurinn fer þannig fram að hópnum er skipt upp í lið. Hvert lið fær tösku sem í er að finna gps-tæki, myndavél og hefti með gps-punktum. Spurningar fylgja hverjum punkti sem þarf að svara til að finna út næsta áfanga- stað. Þær eru tengdar hverjum stað eða Reykjavík almennt. Hlutverkum er úthlutað, einn er myndasmiður, annar leiðsögu- maður, sá þriðji heldur utan um gáturnar og svo framvegis. „Inntakið í leiknum er að það eru engar reglur. Það þarf bara að klára leikinn eða eins mikið af honum og þú getur. Það má hringja í vini til að fá svör við gátunum eða fara á netið og leita svara. Það má meira að segja reyna að múta leiðsögumönnun- um en við höfum ekki enn þá tekið við peningum,“ segir Björn hlæjandi. „Þegar árferðið var gott þá tóku margir leigubíl milli punkta en svo settum við þá reglu að leikurinn færi fram fótgangandi. Lokapunkturinn er svo yfirleitt einhver veitingastaður þar sem hópurinn sest niður og borðar. Liðin leysa einnig ljósmynda- þrautir og eru hvött til að taka mikið af skemmtilegum mynd- um. Í lokin eru veitt stig fyrir myndir og hópurinn fær þær líka brenndar á disk til eignar.“ Björn segir Eskimos geta snið- ið leikinn að þörfum hvers hóps og þetta sé skemmtilegur kostur fyrir vinnuhópa utan af landi sem ætli að gera sér dagamun í borg- inni. Leikurinn er ekki árstíða- bundinn og engan sérútbúnað þarf til að taka þátt. Einungis þarf að klæða sig eftir veðri en leikurinn getur tekið upp í þrjá tíma. „Við brýnum bara fyrir fólki að vera vel skóað, þetta er smá rölt en þó ekkert sem allir ráða ekki við.“ Nánar á heimasíðu Eskimos, www.eskimos.is. heida@frettabladid.is Ratleikur um Reykjavík Vina- og vinnustaðahópar sem vilja gera sér dagamun geta farið í skemmtilega ratleiki um Reykjavíkur- borg. Ferðasmiðjan Eskimos býður upp á ratleiki fyrir fótgangandi hópa um miðbæinn. Björn, verkefnisstjóri hjá Ferðasmiðjunni Eskimos, segir ratleikinn sniðugan kost fyrir vina- og vinnustaðahópa utan af landi sem vilja gera sér dagamun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ratleikirnir um Reykjavíkurborg hafa verið geysivinsælir og oft verið glatt á hjalla. MYND/ESKIMOS Vetrarstígvél Alla mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.