Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 12
 12. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR „Verkefnið fór af stað fyrir fjórum árum, á 40 ára afmæli Fé- lagsráðgjafafélagsins. Við áttum ekki von á því að það tæki fjögur ár að koma talinu saman. Við héldum að við gætum gert þetta í hjáverkum, en hefðum í raun þurft að sitja við eins og í fullu starfi,“ segir Rannveig Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og meðlimur í ritnefnd fyrsta Félagsráðgjafatalsins, sem kom nýverið út á vegum Félagsráðgjafafélags Íslands. Rannveig segir Félagsráðgjafatalið hafa verið tímabært þar sem félagsráðgjafastéttin hafi vaxið ört hérlendis síðustu ár. „Önnur fagfélög hafa oft verið orðin eldri en fertug þegar þau ráðast í að taka saman félagsmannatal, en félagsráðgjaf- ar voru bara orðnir svo margir á þessum tímamótum að okkur þótti þetta við hæfi.“ Í bókinni eru nöfn og æviágrip allra þeirra félagsráðgjafa sem starfa eða starfað hafa á Íslandi fram til ársins 2007, auk ágrips af sögu Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa sem stofnað var 1964, en nafninu var breytt í Félagsráðgjafafélag Íslands árið 2007. Þá er rakin þróun náms í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Rannveig segir bókina því heimild um sögu og þróun félagsráðgjafar hér á landi, en einnig veita félags- ráðgjöfum tækifæri til að fræðast um aðra í stéttinni. „Megintilgangurinn með talinu er að gefa félagsráðgjöfum möguleika á að þekkjast innbyrðis. Eftir því sem félagsráð- gjöfum fjölgar fækkar tækifærum til þess að hittast augliti til auglitis og kynnast. Aftur á móti eiga félagsráðgjafar í mikl- um samskiptum sín á milli vinnunnar vegna og því gott að geta lesið sér til um fólkið sem maður á í samskiptum við.“ Rannveig segir félagsráðgjafanámið búa nemendur undir störf á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. „Starfssvið félagsráð- gjafa hefur breikkað mjög á síðustu árum. Áður unnu félags- ráðgjafar aðallega hjá opinberum stofnunum, á spítölum og hjá félagsmálastofnunum, en á seinni árum eru þeir farnir að vinna mikið í einkageiranum, hjá endurhæfingarmiðstöðvum og öðru slíku, þannig að félagsráðgjafamenntunin nýtist víða í atvinnulífinu.“ Félagsráðgjafatalið verður ekki selt í bókabúðum en er fá- anlegt hjá Félagsráðgjafafélaginu og verður til á bókasöfnum. „Auðvitað er útgáfan öðrum þræði til þess að gera okkar fag- hóp örlítið sýnilegri,“ segir Rannveig. „Þó að bókin verði ekki til í bókabúðum verður hún til á bókasöfnum og getur því virk- að sem kynning á stéttinni.“ vigdis@frettabladid.is FÉLAGSRÁÐGJAFATALIÐ: KEMUR ÚT Í FYRSTA SINN Vaxandi stétt SAT Í RITNEFND Rannveig Gunnarsdóttir félagsráðgjafi segir stétt félagsráðgjafa hafa verið í örum vexti hér á landi á síðustu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR AUGUSTE RODIN FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1840. „Ekkert er tímaeyðsla ef reynslan er notuð viturlega.“ Franski listamaðurinn Auguste Rodin er einn frægasti myndhöggv- ari allra tíma. Verk hans þóttu fyrst of raunsæis- leg en síðan sló hann í gegn og var með marga aðstoðarmenn í vinnu. Bretinn Robert Scott háði kapphlaup við Norðmanninn Roald Amundsen um að verða fyrstur til að komast á suður- pólinn. Scott hafði áður reynt að komast þangað en ekki tek- ist. Skip Amundsens og Scotts komu til Suðurskautslandsins í janúar 1911. Scott var með vél- sleða, smáhesta og hunda til að draga sleða sína en Amundsen hafði eingöngu hunda. Eftir að hafa setið veturinn af sér hófst leiðangur Scotts á suðurpól- inn í byrjun nóvember. Hann og fjór- ir af mönnum hans komust á pólinn 17. janúar 1912. Þar uppgötvuðu þeir sér til sárra vonbrigða að Amundsen hafði verið á undan þeim fimm vikum áður. „Það versta hefur gerst!“, skrif- aði Scott í dagbók sína. Þeir hófu 1.300 kílómetra leið sína til baka tveim dögum seinna. Fyrsti maðurinn lést um miðj- an febrúar og sá næsti fór burt frá hópnum í von um að það gæti bjargað þeim sem eftir voru. Scott ritaði síð- ast í dagbók sína 29. mars og er talinn hafa látist þann dag, síðastur sinna manna. Leitarflokkur úr sveit Scotts fann lík hans 12. nóvember. Hann var umsvifa- laust gerður að hetju í heimalandi sínu en síðan hefur leiðangursstjórn hans verið gagnrýnd. Aðalmistök hans eru sögð vera að treysta ekki á að hundarn- ir einir gætu séð um að draga sleðana. ÞETTA GERÐIST: 12. NÓVEMBER 1912 Lík Roberts Scott finnst timamot@frettabladid.is LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Við hönnum legsteininn að þínum óskum. Komdu við eða kíktu á heima- síðuna og skoðaðu úrvalið. 15% lækkun á innfluttum legsteinum. Elskulegur faðir okkar, Gunnlaugur Magnússon Fellaskjóli, Grundarfirði, lést að morgni 8. nóvember. Þuríður Jóna Gunnlaugsdóttir Finnbogi Gunnlaugsson Helle Martensen Valur N. Gunnlaugsson Sigurbjörg Hoffrits Jónína Gunnlaugsdóttir Magnús Árni Gunnlaugsson Sigríður Halldórsdóttir Benjamín S. Gunnlaugsson Þóra Soffía Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkur, tengdafaðir, afi og langafi, Halldór B. Jakobsson fyrrv. forstjóri, Skólavörðustíg 23, er látinn. Guðrún Halldórsdóttir Sigurbjörg Halldórsdóttir Magnús Haraldsson Jakob Halldórsson Súsanna Kjartansdóttir Steinn Halldórsson Guðlaug Hafsteinsdóttir Ólöf Halldórsdóttir Jón Hjaltason og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn Auðunsson pípulagningameistari frá Ysta-Skála Eyjafjöllum, til heimilis að Dalbraut 14 Reykjavík, lést mánudaginn 10. nóvember á Landspítalanum. Jóna Sigurðardóttir Ragnar Kristinsson Erna Kristín Siggeirsdóttir Jón Auðunn Kristinsson Guðríður Pétursdóttir Þórunn Kristinsdóttir Einar Kárason Kristín Kristinsdóttir Birgir Vagnsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Einarsson frá Núpi, Berufjarðarströnd, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum Fáskrúðsfirði miðvikudaginn 5. nóvember. Jarðsungið verður frá Heydalakirkju í Breiðdal laugardaginn 15. nóvember kl. 13.00. Einar Jóhann Gunnarsson Aðalheiður Jónsdóttir Hólmar Víðir Gunnarsson Jarþrúður Baldursdóttir Sigurður Borgþór Gunnarsson Hrafnhildur S. Þórarinsdóttir Svavar Júlíus Gunnarsson Sigríður H. Georgsdóttir Ómar Valþór Gunnarsson Guðleif S. Einarsdóttir Þuríður Ósk Gunnarsdóttir Steinar Þ. Ólafsson Stefán Benedikt Gunnarsson Hólmfríður S. Pálsdóttir Björgvin Rúnar Gunnarsson Vilborg Friðriksdóttir og fjölskyldur. Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, Ólafíu Kristínar Gísladóttur Kópavogsbraut 1B, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. október síðastliðinn. Björg Atladóttir Hilmar Pétur Þormóðsson María Lára Atladóttir Hörður Hagelund Guðmundsson Gísli Árni Atlason Kornelía Kornelíusdóttir Arngunnur Atladóttir Ragnar Már Einarsson Ásgerður Atladóttir Hilmar Sigurgíslason barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við frá- fall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, Sigrúnar Guðmundsdóttur kennara, Efstalandi 20, (áður til heimilis að Skeiðarvogi 1). Aðstandendur Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns, föður og bróður, Jósefs Skaftasonar læknis. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B7 á LSH í Fossvogi og lækna innkirtladeildar fyrir einstaka umönnun í veikindum hans. Elín Guðmundsdóttir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir og systkini hins látna. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og sonur, Gestur Sigurgeirsson Ystaseli 29, Reykjavík, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 4. nóvember, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 14. nóvember kl. 13.00. Svala Ingimundardóttir Sigrún Gestsdóttir Gunnar Jón Yngvason Hlíf Gestsdóttir Reynir Valdimarsson Ingimundur Gestsson Elín Björk Björnsdóttir Elísabet Gestsdóttir Hilmar Jacobsen barnabörn og Hlíf Gestsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdafaðir og afi, Haraldur Ragnarsson atvinnurekandi, Auðbrekku 32, Kópavogi, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 4. nóvember. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsam- legast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að leyfa líknar- og vinafélaginu Bergmáli og Krabbameinsfélaginu að njóta þess. Perla María Hauksdóttir Harpa Lind Haraldsdóttir Berglind Haraldsdóttir Ragnar Haraldsson Halla Óska Haraldsdóttir Róbert Örn Albertsson Sigrún Elín Haraldsdóttir Sigrún Einarsdóttir Ragnar Haraldsson og barnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.