Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 12. nóvember 2008 3 Persónulegir, handgerðir hlutir eru dýrgripir hverrar fjölskyldu og fegurstu gjafir sem hljóta má. „Perlusaumur er aldagömul iðja sem ástunduð hefur verið í flest- um heimshornum, en þekktastur er grænlenskur perlusaumur á kraga og skinnstígvél, sem og skreytingar og skart á klæðnaði indjána,“ segir Guðfinna Hjálm- arsdóttir, eigandi Lita og fönd- urs, þar sem fer fram námskeið í Stenboden-perlusaumi næstkom- andi mánudagskvöld, 17. nóvem- ber. „Stenboden-perlur eru í hæsta gæðaflokki; jafnar, vandaðar og áferðarfallegar, ásamt því að vera með öllu litekta, ljósekta og þvott ekta. Saumaskapurinn er ákveðin kúnst og nákvæmnis- vinna, þar sem saumað er þétt í perlurnar með sérstaklega styrktum tvinna og allan sauma- skap þarf að telja út,“ segir Guð- finna, sem tók við umboði á Sten- boden-perlum af Völusteini fyrir þremur árum. „Stenboden er danskt merki sem hannar kynstrin öll af munstrum fyrir flest tækifæri lífsins, hvort sem það eru jól, páskar, brúð- kaup, fermingar, fatn- aður, skart, sköft á ostaskera eða hvað annað sem hægt er að hugsa sér. Á hverju ári bæt- ast tólf munstur við úrvalið frá árinu 1983, en gömlu munstrin eru enn fáanleg,“ segir Guðfinna þar sem hún hand- leikur forláta jólabjöllu úr perlusaum. „Þeim sem ástunda perlusaum ber saman um að það sé dásam- leg dægradvöl, róandi, ljúf og nærandi fyrir sálina. Eftir standa ákaflega fallegir hlutir sem margir eru hreinustu gersemar og eftirsóttir erfðagripir. Í perlu- saumi er því mikil vinna lögð í hvern saum,“ segir Guðfinna sem einnig heldur vikuleg námskeið í olíu- og akrílmálun, og úrval spennandi jólanámskeiða eru fram undan, svo sem jólakorta- gerð, kertaskreytingar og fleira. Nánari upplýsingar og skráningar á www. litirogfondur.is og í síma 552 2500. thordis@frettabladid.is www.tskoli.is Raftækniskólinn • Grunnnám rafiðna • Grunnnám rafiðna - hraðferð • Kvikmyndasýningastjórnun • Rafeindavirkjun • Rafveituvirkjun • Rafvélavirkjun • Rafvirkjun • Hljóðtækni Fjölmenningarskólinn • Sérdeildir • Nýbúabraut Hársnyrtiskólinn • Hársnyrtiðn Upplýsingatækniskólinn Upplýsinga- og fjölmiðlabraut • Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina • Bókband • Grafísk miðlun (prentsmíð) • Kvikmyndagerð • Ljósmyndun • Prentun Tölvubraut • Forritun, nettækni, tölvutækni Margmiðlunarskólinn Skipstjórnarskólinn • Skipstjórn A (< 24 metrar) • Skipstjórn B (< 45 metrar) • Skipstjórn C (Öll fiskiskip + 3000 BT) • Skipstjórn D (Öll skip, alþjóðaréttindi) Véltækniskólinn • Vélstjórn A (VA og ≤750 kW) • Vélstjórn B ( ≤1500 kW) • Vélstjórn C ( ≤3000 kW) • Vélstjórn D (Vélfræðingur) Hönnunar- og handverksskólinn • Grunnnám fataiðnbraut • Fatatæknir • Almenn hönnun • Almenn hönnun – hraðbraut • Fataiðnbraut - kjólasaumur • Fataiðnbraut - klæðskurður • Gull- og silfursmíði • Handverkshönnun Endurmenntunarskólinn • Meistaraskólinn, dagskóli • Meistaraskóli, kvöldskóli • Framleiðslustjórnun • Lýsingarfræði • Mótun • Rafeindavélfræði • Framleiðsla og stjórnun • Diplóma nám í rekstri og stjórnun • Hljóðtækni Innritun í dagskóla fyrir vorönn 2009 lýkur 21. nóvember. Innritun í kvöldskóla og fjarnám hefst mánudaginn 10. nóvember og lýkur 30. desember. Allar nánari upplýsingar á www.tskoli.is og í síma 514 9000. ækifæri Guðfinna Hjálmarsdóttir er listmálari og eigandi Lita og föndurs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jólabjöllur gerðar með Stenboden- perlusaumi. Gersemar úr perlum MÁLÞING 2008 Æskan á óvissutímum 13. nóvember á Grand Hótel kl. 13.00-16:30 Setning: Þorsteinn Fr. Sigurðsson formaður Æskulýðsvettvangsins Ávarp menntamálaráðherra: Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur Söngur: Flytjandi KK Ísland í efnahagslegu fárviðri: Magnús Fjalar Guðmundsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands Raunveruleiki heimilanna: Lára Björnsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs í Félags- og tryggingamálaráðuneytinu. Kaffi Barnið í kreppunni: Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur Mikilvægi æskulýðsstarfs á óvissutímum: Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustöðvar Hvernig spegla ég ástandið?: Jóhann Þorsteinsson, svæðisfulltrúi KFUM og KFUK á Norðurlandi Fundarstjóri: Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður og formaður Æskulýðsráðs Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Bandalag íslenskra skáta Alla föstudaga Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.