Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 28
568 18 2400milljarðar dollarar er stærð efnahags-örvunarpakkans sem kínversk stjórnvöld kynntu um helgina. prósent er stærð kínverska efnahagsörvun-arpakkans sem hlutfall af landsframleiðslu Kína, sem var 3300 milljarðar dollara í fyrra. milljarðar dollara væri stærð hlutfallslega jafn stórs björgunarpakka í Bandaríkjunum og kynntur hefur verið í Kína. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Íslendingar hafa löngum haft gaman af því að rýna í bækur og lista þar sem hulunni er svipt af auðmönnum Íslands. Markaðurinn er hvergi saklaus af leiknum en í það minnsta einu sinni ef ekki oftar síðastliðið árið hefur blaðið leitað uppi og beitt ýmsum reikningskúnstum til að benda á ríkasta einstakl- inginn. Eins og allir vita hefur áttavitinn nú snúist í allt aðra átt. Í samræmi við þróunina er rökréttasta framhaldið að leita uppi skuldsettasta einstakling- inn. Það verður svo aftur spurn- ing hvort bók um skuldugt fólk komist nokkurn tíma á metsölu- lista. Íslenskir fátæklingar Stoðtækjafyrirtækið Össur var valið markaðsfyrirtæki ársins á verðlaunahátíð ÍMARK fyrir viku. Markaðsmaður ársins var svo Magnús Geir Þórðarson, hinn síkviki og hugmyndaríki leikhússtjóri Borgarleikhússins. Ekki er vitað til þess að margir hafi farið í bollaleggingar í kjöl- farið. Faðir Magnúsar er nefni- lega Þórður Magnússon, sem einmitt er varaformaður stjórn- ar Össurar. Til að flækja málið lítið eitt er Þórður sömuleiðis stjórnarformaður fjárfestingar- félagsins Eyris Invest, sem er stærsti hluthafi bæði Össurar og Marel Food Systems. Forstjóri Eyris er svo Árni Oddur, bróð- ir Magnúsar Geirs, og stjórnar- formaður Marel Food Systems. Æra má óstöðugan og segja að Árni Oddur hafi sömu- leiðis hlotið verð- laun ÍMARK með ó b e i n u m hætti í g e g n u m eignastöðu félagsins í Össuri. Stjórnendapabbi Í grein í nýjasta hefti Management Today er viðtal við fyrrverandi starfsmann fjárfest- ingarbankans Lehman Brothers um Dick Fuld, framkvæmda- stjóra Lehman, stjórnunarstíl hans og ábyrgð á hruni bankans. Fuld er sagður hafa verið afleit- ur stjórnandi og raunar verið eins og leiðtogi í sértrúarsöfn- uði, umkringdur jámönnum. Fuld á að hafa verið sann- færður um að hann gæti með viljastyrk setið af sér kreppuna, og hafi því slegið á öll tilboð um aðstoð og hjálp. Því hefur verið haldið fram að ein ástæða þess að Lehman hafi ekki verið bjargað hafi verið hroki Fuld sem hafi í raun komið í veg fyrir að ríkið gæti rétt bankanum hjálparhönd. Greinin rennir stoðum undir þá kenn- ingu. „Paulson missti þolinmæð- ina og lét okkur rúlla,“ segir starfsmaðurinn. Sértrú hjá Lehman Hannaðu heimilið með Tengi Smiðjuvegi 76 Kópavogur | Baldursnes 6 Akureyri | www.tengi.is | Opið virkadaga 8.00 -18.00 laugardaga 10.00 -15.00 Mikið úrval hreinlætistækja

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.