Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 4
4 12. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR Suður-Ossetía í ágúst Ljósmyndasýning frá rússnesku fréttastofunni Itar-Tass um stríðsaðgerðirnar í Kákasus-lýð- veldinu Suður-Ossetíu í ágúst-mánuði sl. verður opnuð í húsakynnum félagsins MÍR, Hver sgötu 105,  mmtudaginn 13. nóvember kl. 19. Við opnun sýningarinnar  ytur sendiherra Rússlands, Viktor Tatarintsev, ávarp og sýnd verður kvikmynd. Kaf veitingar. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. MÍR EFNAHAGSMÁL Árni Mathiesen fjármálaráð- herra segist vissulega hafa viljað komast hjá því að úrskurða í máli Kaupþings þegar bankinn vildi gera upp í evrum, eins og fram kom í viðtali við Sigurð Einarsson, fyrrver- andi stjórnarformann bankans, í Markaðnum á Stöð 2 á laugardaginn var en það hafi ekki verið til að losna undan þrýstingi frá Davíð Oddssyni seðlabankastjóra. Í viðtalinu sagði Sigurður að Davíð hefði hótað að taka bankann niður ef þeir hygðust gera upp í evrum og að Árni hefði viljað komast hjá því að taka afstöðu í málinu þar sem það væri „pólitískt óþægilegt“. Forsaga málsins er sú að haustið 2007 sótti Kaupþing um að fá að gera upp í evrum en Ársreikningaskrá hafnaði umsókn bankans. Kaupþing kærði niðurstöðuna til fjármála- ráðherra en eftir fundi við hann var sú kæra dregin til baka. „Ég taldi heppilegra að það mál færi ekki til úrskurðar í fjármálaráðuneytinu,“ segir Árni. „Heldur yrði úrskurður Ársreikninga- skrár látinn nægja. Það gerði ég af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi væri það ekki gott, í þeim kringumstæðum sem við vorum farin að upplifa á þeim tíma, að deilur væru á milli stjórnvalda og stærstu bankanna. Í öðru lagi taldi ég að þessi úrskurður Ársreikningaskrár yrði þá færður á pólitísk- ara plan sem væri óheppilegt fyrir þá umræðu miðað við það stig sem hún var þá á.“ Spurður um deiluna milli stjórnvalda og Kaupþings segir hann hana ekkert síður hafa verið milli Seðlabanka og Kaupþings. „Davíð Oddsson kemur málinu ekkert við. Seðlabankinn er ekki ákvörðunaraðili í þessu máli.“ - jse Fjármálaráðherra segist ekki hafa verið að forðast þrýsting seðlabankastjóra: Skoraðist undan en ekki vegna Davíðs SIGURÐUR EINARSSONÁRNI MATHIESEN VARNARMÁL Stjórnvöld eru ekki til- búin til að greiða 50 milljónir króna fyrir loftrýmiseftirlit Breta í næsta mánuði. Þetta sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanríkis- ráðherra að loknum ríkisstjórnar- fundi í gær. Hún segir að draga verði úr útgjöldum í utanríkis- ráðuneytinu. „Við hljótum í deilum okkar við Breta, eins og aðra, að reyna að leysa þær deilur sem uppi eru, ekki magna þær. Við getum valið þann kost að taka slaginn við Breta á öllum vígstöðvum en ég er ekki viss um að það skili okkur miklum árangri í því erfiða deilumáli sem við eigum. Við ættum ekki að blanda þessum hlutum saman,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær miðast undirbúningur utanríkisráðuneytisins við að af heimsókn bresku flugsveitarinnar verði. Hvorki fékkst í gær uppgef- ið hvort hætt hafi verið við heim- sóknina né hvernig niðurskurði í utanríkisráðuneytinu verði háttað. Heimildir Fréttablaðsins herma að fundað verði um niðurskurðinn með starfsmönnum utanríkisráðu- neytisins í dag. Eftirlitið á samkvæmt áætlun að standa frá 8. til 20. desember. Áætlað er að kostnaður vegna komu Bretanna verði að hámarki 25 milljónir króna, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Fyrirhuguð koma bresku flug sveitarinnar var rædd á Alþingi í gær. Bjarni Benedikts- son, formaður utanríkismála- nefndar Alþingis, sagði að á meðan viðræður væru í gangi við Breta vegna Icesave-deilunnar væri varasamt að grípa til ráðstafana sem geti sett viðræðurnar í upp- nám. „Hins vegar ef þær eru strand og sjónarmið okkar fá engan hljómgrunn get ég sagt það fyrir mitt leyti að mér finnst ekki koma til greina að Bretar komi hingað til þess að sinna loftrýmisvörnum,“ sagði Bjarni. „Það er algerlega fráleitt við núverandi aðstæður að fá Breta hingað til að leika sér með herþot- ur sínar yfir jólamánuðinn á okkar kostnað,“ sagði Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna. „Íslenska þjóðin verður að hafa sjálfsvirðingu til að afþakka það að bresku herþoturnar komi hing- að til lands,“ sagði Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins. Hann sagði enga þörf fyrir loft- rýmiseftirlitið, en vildi þó ekki setja önnur ríki Atlantshafsbanda- lagsins undir sama hatt og Breta. „Við verðum að eiga vini, en Bret- ar eru ekki vinir okkar í dag,“ sagði Jón. brjann@frettabladid.is svavar@frettabladid.is Vilja ekki taka slag á öllum vígstöðvum Ekki hefur verið ákveðið að afþakka komu breskrar flugsveitar til landsins í desember. Formaður utanríkismálanefndar segir að séu Icesave-viðræður við Breta strand komi ekki til greina að Bretar sinni loftrýmisvörnum hér á landi. ORRUSTUÞOTUR Samið var um loftrýmisgæslu á vegum ríkja Atlantshafsbandalagsins í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 20° 11° 7° 11° 10° 11° 11° 7° 9° 9° 22° 11° 10° 27° 3° 12° 17° 8° Á MORGUN Víðast 5-10 m/s FÖSTUDAGUR 3-8 m/s HITI EKKI FJARRI FROSTMARKI Það er ekki sérlega spennandi veðrið næstu daga. Með suðurströnd landsins og sunnan til verður hitinn eitthvað yfi r núllinu að deginum en norðan heiða verður yfi rleitt frost. Vindur verður þokkalega hægur næstu daga og skúrir eða él á víð og dreif. Til kulda horfi r um helgina, einkum á sunnudag. 2 2 5 1 0 -1 -1 0 1 3 -4 3 3 3 3 3 5 3 5 4 4 4 2 1 -1 -3 -1-1 -3 -2 21 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Laun stjórnenda FME Atli Gíslason spyr viðskiptaráðherra hver launakjör æðstu stjórnenda og stjórnarmanna Fjármálaeftirlitsins eru. Starfsmannafjöldi Birkir Jón Jónsson spyr viðskiptaráð- herra hve margir vinni í ráðuneyti hans og hve margir unnu í ráðuneyt- inu í maí 2007. Aðstoðarmenn Valgerður Sverrisdóttir vill vita hve marga aðstoðarmenn ráðherrum er heimilt að ráða, hve margir aðstoð- armenn séu starfandi í dag og hve margir starfsmenn hvers ráðuneytis hafi fengið tímabundna ráðningu. ALÞINGI SVÍÞJÓÐ Efnahagslífið á Íslandi er lent í hinu alræmda „ástandi 22“, þar sem í hvorugan fótinn er hægt að stíga. Þessu heldur sænska viðskiptablaðið Dagens Industri fram. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn IMF bíður nefnilega upplýsinga um hvernig Íslendingum gengur að afla sér viðbótarlána frá öðrum löndum, en þau lönd bíða hins vegar eftir ákvörðun frá IMF um lánveitingu. Í frægri stríðsádeilusögu eftir Joseph Heller var slíkt ástand kallað „Catch 22“, þar sem ólíkir valkostir í stöðunni útiloka hver annan. - gb Sænskt dagblað: Ísland komið í vonlausa stöðu RÚSSLAND, AP Dimitrí Medvedev Rússlandsforseti hefur lagt fram á þingi frumvarp að stjórnarskrár- breytingu sem myndi lengja kjörtímabil forseta úr fjórum í sex ár. Stjórnarskrár- fræðingar segja að breytingin, verði hún samþykkt, taki ekki gildi fyrr en á næsta kjörtímabili, seinna kjörtímabili Medvedevs, kjósi hann að sitja svo lengi. Þetta gæti þýtt að Vladimir Pútín, fyrrverandi forseti og núverandi forsætisráðherra, geti setið í embætti forseta í samtals tólf ár í viðbót. - gb Medvedev Rússlandsforseti: Vill lengra kjör- tímabil forseta DMITRÍ MED- VEDEV SAMFÉLAGSMÁL Tillaga að stofnun sjóðs, sem nota á til að styrkja dagforeldra, var samþykkt á fundi leikskólaráðs 6. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Leikskólasviði Reykjavíkur. Dagforeldrar í Reykjavík munu geta sótt um aðstöðustyrk úr sjóðnum. Þeir dagforeldrar sem lengst hafa verið við störf hafa forgang. Lagt var til að árlega yrði úthlutað aðstöðustyrkjum úr sjóðnum til dagforeldra sem starfa í Reykjavíkurborg, samtals tveimur milljónum króna. - hhs Dagforeldrum býðst styrkur: Tvær milljónir í aðstöðusjóði LEIKVÖLLUR Dagforeldrar munu geta sótt um styrk úr nýstofnuðum sjóði til að bæta aðstöðu sína. Sendiherrum vísað úr landi Stjórnvöld í Þýskalandi vísuðu í gær sendiherra Rúanda úr landi. Ákvörð- unin kom í kjölfar þess að þýska sendiherranum var vísað frá Rúanda eftir að aðstoðarkona forseta Rúanda var handtekin í Þýskalandi. Hún er eftirlýst í Frakklandi í tengslum við morð á forseta Rúanda árið 1994. ÞÝSKALAND GENGIÐ 11.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 230,1081 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 133,91 134,55 208,56 209,58 170,52 171,48 22,905 23,039 19,519 19,633 17,088 17,188 1,3691 1,3771 198,5 199,68 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.