Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 2
2 12. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR ATVINNUMÁL Áform um byggingu átta til níu vatnsverksmiðja hér á landi hafa ekki breyst þrátt fyrir erfiðleika í efnahagslífinu. Fram- kvæmdir eru hafnar við bygg- ingu tveggja verksmiðja og fimm til sex aðrar eru á hugmyndastigi. Verksmiðjurnar munu skapa nokkur hundruð störf gangi áætl- anir eftir en ljóst að brugðið getur til beggja vona með verkefnin í því árferði sem nú ríkir í efnahag landsins. Nokkur sveitarfélög hafa á undanförnum tveimur árum lagt drög að því að setja á fót verk- smiðjur og hefja vatnsútflutning. Hugmyndirnar eru mislangt komnar. Þegar hefur fyrirtæki hafið framleiðslu í Þorlákshöfn í nýju og fullkomnu verksmiðju- húsnæði. Í Vestmannaeyjum og Snæfellsbæ eru framkvæmdir hafnar. Á fimm til sex stöðum eru verksmiðjur áætlaðar og til dæmis hafa samningar um aðstöðu og sölu á vatni verið und- irritaðir í Hafnarfirði og á Ísa- firði. Þar sem verksmiðjurnar eru lengst komnar er áætlað að allt að fimmtíu manns muni vinna í hverri verksmiðju. Þetta er þó misjafnt eftir tegund framleiðslu og tæknistigi hvers fyrirtækis. Er því ljóst að fyrirtækin munu skipta töluverðu máli í atvinnu- uppbyggingu á landsbyggðinni, komist þau á legg. Icelandic Water Holdings ehf., fyrirtæki athafnamannsins Jóns Ólafssonar, gangsetti í lok sept- ember nýja verksmiðju í landi Hlíðarenda í Ölfusi. Verksmiðjan er um 6.700 fermetrar að stærð og mun í fyrri áfanga anna átöpp- un um 100 milljón lítra á ári. Á annan tug manna vinnur nú í verksmiðjunni. Í Snæfellsbæ, nánar tiltekið á Rifi, hófust fram- kvæmdir við byggingu verk- smiðju á sama tíma. Miðað við áætlanir mun átöppun þar hefjast haustið 2009. Í Vestmannaeyjum eru framkvæmdir nýhafnar. Að sögn Kristins Jónassonar, bæjarstjóra í Snæfellsbæ, er það kanadískur fjárfestingasjóður sem stendur að baki framkvæmd- um á Rifi og í Eyjum. „Ég held ég geti sagt með vissu að þegar þeir gerðu sínar áætlanir þá stóð geng- isvísitalan í 115 en er nú í vel yfir 200 stigum. Þeir eru að koma með fjármagn inn í landið og því er það mjög hagstætt fyrir þá að halda hratt áfram.“ Verksmiðjurnar sem um ræðir eru bæði hugsaðar sem átöppun- arverksmiðjur en einnig til útflutnings á vatni í gámum sem fer til lyfja- eða vínframleiðslu. Söluaukning á vatni á heimsmark- aði hefur verið um fimm prósent á undanförnum árum. svavar@frettabladid.is Áætlanir standa um vatnsverksmiðjur Áform um byggingu og rekstur vatnsverksmiðja standa þrátt fyrir efnahags- kreppu. Framkvæmdir við tvær verksmiðjur eru hafnar. Fimm aðrar eru á hugmyndastigi. Mörg hundruð störf skapast ef áætlanir ná fram að ganga. VATNSVERKSMIÐJUR Á ÍSLANDI Hugmynd að verksmiðju Framkvæmdir við verksmiðju hafnar Framleiðsla hafinÍsafjörður Hvammstangi Rif Þorlákshöfn Vestmannaeyjar Seyðisfjörður Fjarðabyggð Höfn í Hornafirði Hafnar- fjörður Gunnar, er ekki líka allt að fara í kaldakol? „Nei, nú fer fyrst að hitna í kolun- um.“ Aldrei hefur verið meira annríki í Kola- portinu en nú. Gunnar Hákonarson er framkvæmdastjóri Kolaportsins. STJÓRNMÁL Samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra um stofnun sérstaks embættis saksóknara sem rannsaka á grunuð lögbrot í aðdraganda hruns bankanna njóta uppljóstrarar sérstakrar verndar. Verður saksóknara heimilt að falla frá saksókn á hendur þeim starfsmanni eða stjórnarmanni bankanna sem hefur frumkvæði að því að láta í té upplýsingar eða gögn sem tengjast alvarlegu broti. Gilda strangar reglur um meðferð heimildarinnar. Gert er ráð fyrir níu föstum stöðugildum á skrifstofu sérstaks saksóknara; fjórum lögreglu- mönnum, lögfræðingi, endurskoð- anda og tveimur skrifstofumönn- um auk saksóknara sjálfs. Þurfa starfsmennirnir að hafa góða tungumálakunnáttu og alþjóðlega menntun eða tengsl. Áætlaður kostnaður við emb- ættið er 76 milljónir króna á næsta ári. Í þeirri fjárhæð er ekki reikn- að með aðkeyptri sérfræðivinnu – innlendri eða erlendri − en í frum- varpinu er mælt fyrir um heimildir til slíkra kaupa. Gert er ráð fyrir að skipað verði í embætti hins sérstaka saksókn- ara svo fljótt sem verða má eftir að frumvarpið verður að lögum og embættið taki þá þegar til starfa. - bþs Ráðgert að níu vinni að rannsókn bankahrunsins á grundvelli sérstakra laga: Uppljóstrarar njóti verndar BJÖRN BJARNASON dómsmálaráðherra. Frumvarpi um sérstakan saksóknara var dreift á þingi í gær. ALÞINGI Eitt hundrað þúsund króna frítekjumark örorkulífeyr- isþega verður í gildi þar til nýtt örorkumatskerfi hefur verið smíðað. Félagsmálaráðherra upplýsir þetta í svari við fyrirspurn Guðmundar Magnússonar, VG. Ákvæði um frítekjumarkið er til bráðabirgða í almannatrygg- ingalögunum og gildir til áramóta. Var í bígerð að þá tækju gildi breytingar á örorkulífeyriskerf- inu. Hefur vinnu við þær breyt- ingar seinkað vegna efnahags- ástandsins og ætla stjórnvöld því að tryggja að frítekjumarkið verði áfram í gildi. - bþs Nýju örorkumatskerfi seinkar: Frítekjumarkið framlengt EFNAHAGSMÁL Bresk stjórnvöld hafa á engan hátt reynt að stöðva lánveitingu Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (IMF) til Íslands. Þetta fullyrðir talsmaður breska fjármálaráðuneytisins í samtali við Frétta- blaðið. „Staðreyndin er sú að breska ríkisstjórnin styður lánveitingu IMF til Íslands, og væntir þess að þetta mál verði afgreitt hratt,“ segir talsmaðurinn. Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, sagði ríkisstjórn Hollands andvíga láni til Íslands nema leist væri úr ágreiningi vegna Icesave-reikninganna fyrst, að því er fram kemur á vef breska dagblaðs- ins Financial Times. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að hann tryði því ekki að bresk og hollensk stjórnvöld beittu sér gegn Íslandi innan IMF. Þvert á móti njóti umsókn Íslands víðtæks stuðnings. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir erfitt að finna vettvang til að leiða til lykta lögfræðilegan ágreining Íslendinga, Hollendinga og Breta vegna Icesave-reikninganna. Hún segir málið jafnframt pólitískt í eðli sínu sem flæki mjög úrvinnslu og tefji að niðurstaða fáist. Ingibjörg sagði að ríkisstjórnarfundi loknum að ekki væri mögulegt að fara með málið fyrir Evrópu- dómstólinn þar sem Íslendingar séu ekki aðilar að ESB. Einnig að mál gegn Bretum verði ekki lagt fyrir EFTA-dómstólinn. - bj, shá Talsmaður breska fjármálaráðuneytisins segir Bretland ekki andsnúið láni frá IMF: Beita sér ekki gegn Íslandi MENNTUN Háskóli Íslands hefur frestað því að taka ákvörðun um formlega afstöðu skólans til skólagjalda. Fyrirhugað var að sú ákvörðun yrði tekin á háskóla- fundi í lok þessa mánaðar. „Við höfum ákveðið að fresta þessari umræðu í ljósi aðstæðna,“ segir Kristín Ingólfs- dóttir rektor. „Við vitum til að mynda ekki hvernig okkar fjármál verða á næsta ári þar sem endurskoðuð fjárlög hafa ekki komið fram.“ Í fyrradag var tilkynnt um að Evrópska rannsóknaráðið hafi veitt Háskólanum 400 milljónir króna í rannsóknastyrk, það er stærsti rannsóknastyrkur sem skólinn hefur hlotið. Hann verður nýttur til að koma á fót rannsókna- setri í lífverkfræði. - jse Háskóli Íslands: Fresta afstöðu til skólagjalda BANDARÍKIN, AP Átta ára drengur í Arizona var á mánudag ákærður fyrir að hafa síðastliðinn miðvikudag orðið föður sínum og öðrum manni að bana með riffli. Drengurinn sat í réttarsalnum við hlið móður sinnar, sem bjó annars staðar og hafði ekki forræði yfir drengnum. Dómari ákvað að réttarhöldin færu fram fyrir luktum dyrum. Lögreglan lítur svo á að drengurinn hafi fyrirfram verið búinn að ákveða að myrða mennina. Drengurinn játaði á sig brotin, en lögreglan er að kanna hvort hann hafi orðið fyrir einhvers konar misnotkun af hálfu mannanna. - gb Átta ára drengur í Arizona: Varð föður sín- um að bana ROY MELNICK Lögreglustjóri í St. Johns í Arizona. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Starfsmenn Skattrann- sóknarstjóra framkvæmdu húsleit á skrifstofu Stoða, áður FL Group, í gær. Þeir höfðu á brott með sér afrit af bókhaldsgögnum frá síðustu þremur rekstrarárum. Þetta er staðfest í tilkynningu frá stjórn Stoða. Í tilkynningunni segir að fá fyrirtæki hafi verið meira á milli tannanna á fólki undanfarin ár en FL Group. Að mati stjórnarinnar hafi stór hluti umræðu um fyrirtækið einkennst af sögusögn- um og vanþekkingu. Því sé rannsókn Skattrannsóknarstjóra til þess fallin að eyða vafa um ákveðna þætti í rekstri félagsins. - bj Skatturinn leitar hjá Stoðum: Fengu gögn allt frá árinu 2005 INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR GEIR H. HAARDE LÖGREGLUMÁL Eins árs gamalt barn var í sumarbústaðnum í Grímsnesi þar sem meint manndráp átti sér stað á laugar- dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Það er í umsjá barnaverndaryfirvalda. Auk hins látna voru fjórir fullorðnir í afmælisveislu í bústaðnum þegar til átaka kom. Fólkið situr allt í gæsluvarðhaldi, en það er ættað frá Litháen eins og hinn látni. Beðið er niðurstöðu krufningar. - bj Rannsaka meint manndráp: Eins árs barn í bústaðnum KRISTÍN ING- ÓLFSDÓTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.