Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 30
14 12. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þegar ég heyrði og las um möguleika einhliða upptöku evrunnar með svokallaðri Svartfjallalandsleið, leið mér skyndilega eins og björgunarbátur væri í augsýn. Kannski værum við ekki á sökkvandi skipi eftir allt saman – eða öllu heldur vonaði ég að kannski myndu „skipstjórarnir“ loks ranka við sér og hjálpa okkur um borð í björgunarbát- inn, í stað þess að bíða alltaf eftir þeim sem eiga að koma „eftir helgi“. Með því að skipta út krónunni fyrir evruna á svo stuttum tíma væru ótal vandamál leyst. Atvinnulífið færi aftur í gang, verðtryggingin hyrfi og ómæld vaxtagjöld myndu sparast þjóðinni. Bensín og olía myndu einnig snar- lækka, við gætum farið aftur til útlanda án þess að kaupa gjaldeyri dýrum dómum og gætum tekið lán með vöxtum sem aðrir Evrópubú- ar njóta, sem eru að minnsta kosti fimm sinnum lægri en þeir sem eru að sliga heimilin í dag, svo eitthvað sé nefnt. Með þetta til hliðsjónar, er þá ekki þess virði að skoða möguleikann af fullri alvöru áður en við skuldsetjum þjóðina tugi eða hundruð- um ára fram í tímann? Það er ógerlegt að bjarga sökkvandi skipi á meðan „skipstjórarnir“ horfa framhjá hugsanlegum björgunaraðgerðum. Ekki síst þegar einn þeirra kallar alla lýðskrum- ara sem vildu fara í björgunarvesti til að byrja með. Samkvæmt könnunum eru nú 80 prósent þjóðarinnar „lýðskrumarar“ í augum þess harða húsbónda, fyrir það eitt að vilja alvöru gjaldmiðil í stað krónunnar. Við „lýðskrumarar“ megum ekki missa móðinn − heimtum björgunarvestin sem eru um borð og stingum okkur til sunds! Allir „lýðskrumarar“ landsins sameinist! NOKKUR ORÐ Alma Guð- mundsdóttir Bara einn matprjón takk... ég er í megrun. Þúsund þakkir! Innilega! Takk fyrir okkur!!! Asíska matstofan Palli. Ég og pabbi þinn vorum að hugsa um að fara í búðina og kaupa misvandræðalega hluti í snyrtiskápinn þinn. Viltu koma með? Var þetta ekki aðeins of útpælt hjá okkur? Smá tími út af fyrir okkur er vel þess virði. Herra Ninni, af hverju sér maður aldrei gamla mammúta hér um slóðir? Útdauðir... Ég hélt kannski að þeir væru bara feimnir. ... Hundrað. Nú kem ég! Stuna! Á! Á! Ómögu- legt að fela sig. Ég heyrði lætin í hnénu á þér frá forstofunni. Brak! Gamla mammúta? Vitleysing- ur, þeir eru útdauðir!!! Brestir! Opið virka daga kl. 8:00 til 18:00 www.velaland.is VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 577-4500 Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði. Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti Er tímareimin komin á tíma? Fast verð hjá Vélalandi Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Verðdæmi um tímareimaskipti: Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.606 kr. Toyota Land Cruiser 90 3,0D Árgerð 1997-2002 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.427 kr. Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.212 kr. VW Golf 1,6AEE bensín Árgerð 1997-2006 Heildarverð, varahlutur og vinna: 36.213 kr. Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005 Heildarverð, varahlutur og vinna: 39.958 kr. Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Kristján Jóhannsson, tenór Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran Eyjólfur Eyjólfsson, tenór styrktartónleikar í þágu ADHD samtakanna Sunnudagur 16. nóv. kl.16 í Kristskirkju við Landakot Forsala aðgöngumiða eru í Pennanum Eymundsson í Austurstræti og Kringlunni, skrifstofu ADHD samtak- anna Háaleitisbraut 13 og skrifst. kaþólsku kirkjunnar Hávallagötu 14-16. Miðasala einnig við innganginn. ADHD samtökin C Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Atla Heimi Sveinsson, J.S. Bach, Dvorak, Händel, C. Franck, W.A. Mozart, Otto Ohlsson og Sigvalda Kaldalóns. Miðaverð 5.000 kr. Caritas tónleikar 2008

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.