Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 26
MARKAÐURINN 12. NÓVEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Magnús Sveinn Helgason, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@ posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorn.ingi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@ markadurinn.is l msh@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is N ýjustu fregnir frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum herma að formlegt erindi Íslands þar sem grein er gerð fyrir efna- hagsráðstöfunum vegna láns sjóðsins til landsins hafi enn ekki borist stjórn sjóðsins. Geir H. Haarde forsætisráð- herra segist ekki vita hvernig á þessu kunni að standa, bréfið hafi verið sent sjóðnum þriðja þessa mánaðar. Þriðja nóvember voru hins vegar liðnir heilir tíu dagar frá því að samkomulagið við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn (svokallað letter of intent) var kynnt á blaða- mannafundum bæði ríkisstjórnar og sjóðsins í Reykjavík. Á fundinum 24. október var látið að því liggja að stjórn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins myndi fjalla um samninginn og lán til landsins að viku til tíu dögum liðnum. Hvern hefði getað grunað að eftir þá tíu daga væri fyrst verið að koma bréfinu í póst? „Það hlýtur að vera eitthvert innanhússkerfi hjá þeim sem stjórnar því hvað plögg ganga hratt til stjórnarinnar,“ segir forsætisráðherra í forsíðufrétt Frétta- blaðsins í gær og bætir því við að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé stór og þunglamaleg stofnun. Letileg vinnubrögð virðast hins vegar víðar viðhöfð fyrst ekki tókst einu sinni að koma erindinu af stað héðan fyrr en eftir rúma viku frá því að það hafði verið dregið upp í öllum 30 liðum. Sá grunur vaknar að hér feti stjórnvöld sömu slóð og Finnar gerðu í hruni efnahagslífsins þar í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Finn- ar létu nefnilega reka á reiðanum í ein tvö ár. Í erindi sem Jaakko Ki- ander, forstöðumaður rannsóknarstofnunar í vinnumarkaðshagfræði við Helsinki-háskóla, hélt við Háskóla Íslands fyrir helgi kom fram að í fyrstu hafi aðgerðir Finna nefnilega hvorki verið samræmdar né úthugsaðar og mörg alvarleg mistök gerð. Þannig hafi atvinnuleysi „verið leyft“ að fara úr böndunum áður en gripið var til aðgerða og alvarleg mistök verið gerð þegar látið var hjá líða að aðstoða skuld- settar fjölskyldur. „Frekar en að láta fólk missa heimili sín í nauðung- arsölum, sem leiddi til stórra útlánatapa hjá bönkunum, sem síðan varð að aðstoða með almannafé, hefði verið betra ef ríkið hefði hjálp- að fólki og fyrirtækjum með skuldbreytingum lána. Þess í stað horfði það aðgerðalaust á fjöldagjaldþrot sem leiddu til meira atvinnuleys- is,“ sagði Jaakko Kiander. Finnar þurftu að ganga í gegnum ómældar hörmungar áður en þeir náðu áttum, en árið 1992 sóttu þeir um aðild að Evrópusambandinu og gripu til uppbyggingar sem komið hefur þeim í fremstu röð meðal þjóða heimsins. Samt glíma Finnar enn við vandamál sem rekja má til efnahagsþrenginganna þar. Finnski sérfræðingurinn sem okkur sótti heim bendir hins vegar á að vandamál Íslendinga séu mun alvarlegri en Finna vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar og því verði þrautin þyngri að fjármagna hér nauðsynlegar aðgerðir. Því er deginum ljósara að ekki verður búið við þann doða og glund- roða sem einkenna virðist stjórnunarhætti hér. Ef ekki tekst að fá menn til að draga hausinn upp úr sandinum þarf að kalla nýtt fólk til verka og það sem fyrst. Tímanum er þá betur varið í að kjósa upp á nýtt á næstu vikum fremur en að gera ekki neitt. Í kjölfarið væri þá kannski von til þess að hægt verði að koma Seðlabankanum í starf- hæft ástand, en þar á bæ er alvarlegum ásökunum látið ósvarað, líkt og þeim sem fram komu í viðtali við fyrrum stjórnarformann Kaup- þings um helgina, sem og eðlilegum fyrirspurnum fjölmiðla um hvort farið hafi verið að lögum um bankann í síðustu vaxtaákvörðunum. Sömuleiðis er með ólíkindum að blásinn hafi verið af hefðbundinn fundur með blaðamönnum þegar kynnt voru Peningamál og óbreyttir vextir Seðlabankans síðasta fimmtudag. Við hvað eru menn hræddir? Getur verið að í stjórnkerfi landsins ríki slíkur doði og óreiða að einföldustu verk séu mönnum ofviða? Illu heilli virðist nú finnska leiðin fetuð Óli Kristján Ármannsson Undanfarið hefur oft verið talað um „finnsku-“ eða „sænsku leiðina“ sem lausn á fjármálakreppunni, en þessi lönd gengu í gegnum alvarlega banka- og efna- hagskreppu í upphafi tíunda áratugarins. Í banda- rískum fjölmiðlum hefur oftar verið horft til Sví- þjóðar eftir fyrirmynd, en hér á landi Finnlands. Bæði löndin leystu bankakreppuna með yfir- töku þeirra banka sem verst stóðu. Sérstaða Finn- lands felst helst í því að áfallið var alvarlegra en í Svíþjóð. Finnar brugðust við kreppunni með því að fjárfesta í menntakerfinu og rannsóknum og þróun og að auki efla þekkingariðnað og ýta undir útflutn- ing með lágu gengi. Aðgerðunum fylgdi umtals- verð umtalsverða kjaraskerðing fyrir almenning, og því þurftu stjórnvöld að vinna náið með verka- lýðshreyfingunni. Eftir að bankakerfið var endurreist, stöðugleika náð og gjaldmiðlinum leyft að falla, gengu Finnar inn í Evrópusambandið og tóku upp evru. Þar sem gengi gjaldmiðilsins var tiltölulega lágt þegar geng- ið var inn styrkti það stöðu útflutningsatvinnuveg- anna. Þó kreppan hefði verið þung í Finnlandi var með þessu lagður grunnur að miklum hagvexti á seinni hluta tíunda áratugarins og árunum eftir aldamótin. Þótt oft sé talað eins og stjórnvöld hafi fylgt fyrir fram ákveðinni áætlun er það rangt. Aðgerðir stjórnvalda einkenndust af skammtímaviðbrögðum við utanaðkomandi áföllum, enda voru gerð mörg mistök. Finnska leiðin Það er margreynt lögmál að gjald- eyriskreppur og bankakreppur eru tvíburakreppur þar sem hin fyrri leiðir hina seinni. Þetta lög- mál hefur því miður sannast á Ís- landi og þegar þetta er skrifað er þegar nokkur fjöldi annarra landa sem þarf að glíma við þær tvíburasystur. Smáir gjaldmiðlar skapa vand- ræði fyrir fjármálastarfsemi vegna þess að þeir missa auð- veldlega greiðsluhæfi sitt og frysta þannig eignamarkaði í við- komandi landi. Það veldur því að jafnvel bankar með þokkalega eignastöðu geta lent í lausafjár- vanda þar sem þeir sitja uppi með ógreiðsluhæfar (e. illiquid) innlendar eignir en erlendar lausafjárkröfur sem getur endað með greiðsluþroti – líkt og gerð- ist hérlendis nú í október. Það er engum blöðum um það að fletta að íslenska krónan, eða öllu held- ur sú ákvörðun Íslendinga að prenta sinn eigin gjaldmiðil, á stóran þátt í þeirri efnahagslægð sem nú gengur yfir landið. Það er einnig til efs að krónan geti verið framtíðargjaldmiðill Íslendinga – sérstaklega ef það er haft í huga að öll helstu efnahagsvandamál landsins frá sjálfstæði hafa með einverjum hætti tengst gjaldeyr- ismarkaðinum eða peningamála- stjórnun landsins. En samt sem áður. Lausn vand- ans felst því ekki í því að skipta myntinni út einhliða við núver- andi aðstæður. Flest bendir raun- ar til þess að það geti gert málin enn verri þar sem einhliða upp- taka veldur því að peningafram- boðið verður ytri stærð og velt- ur á lánaaðgengi ríkissjóðs á erlendri grund. Þannig stæðu íslensku bankarnir án lánveit- enda til þrautarvara á innlend- um markaði og gætu því hæg- lega lent í nýju bankaáhlaupi af hálfu innlendra sparifjáreig- enda. Staðan er einfaldlega sú að landsmenn þurfa á krónunni að halda næstu misserin við endur- reisn hagkerfisins og aðlögun að nýjum vaxtarferli sem hlýtur að miðast við útflutning. Við þess- ar aðstæður er fátt annað í stöð- unni en að byggja upp nýtt traust á þjóðargjaldmiðlinum og fleyta honum á nýjan leik eins fljótt og unnt er. Flest bendir til þess að slík fleyting geti gengið vel ef fjárstyrkur fæst að utan – og ef landsmenn sjálfir ákveða að treysta gjaldmiðli sínum á nýjan leik en tapa ekki þeirri orrustu áður en hún hefst. EINHLIÐA UPPTAKA GETUR SKAPAÐ BANKAÁHLAUP Ríkisstjórn Íslands getur hæg- lega breytt um verðmæli í land- inu og sett erlent grunnfé í um- ferð til fjármálakerfisins þannig að íslenskar innstæður standi í evrum. Sú ráðstöfun ein og sér fjölgar þó ekki þeim evrum sem raunverulega eru til staðar í landinu. Einhliða upptaka felur það í rauninni í sér að gjaldeyrissjóð- ur landsins er ekki lengur til hlið- ar við fjármálakerfið, á reikn- ingum Seðlabankans, til varnar greiðsluhæfi krónunnar. Þess í stað er gjaldeyrissjóðnum varp- að inn í bankakerfið sem grunnfé sem peningamargföldunin byggir á (e. the money multiplier proc- ess). Ef til að mynda, almenning- ur fær vantraust á fjármálakerf- inu, óttast afskipti stjórnmála- manna, afnám bankaleyndar og svo framvegis, og ákveður að millifæra innstæður sínar út úr landinu felur það í sér útflæði út úr íslensku bönkunum sem skap- ar lausafjárskort. Það gæti síðan hæglega þróast til þess að vera fullkomið bankaáhlaup þar sem fólk reynir að ná evruseðlum út úr bankanum sínum. Í slíkum að- stæðum getur Seðlabanki Íslands ekki brugðist við sem lánveitandi til þrautarvara þar sem peninga- prentun í krónum er ekki lengur möguleg en verður að taka erlent lán til þess að mæta lausafjár- þörf bankanna. Mjög hæglega er hægt að sjá fyrir sér atburða- rás sem endar með nýju banka- gjaldþroti hérlendis þar sem al- menningur dregur allt lausafé út úr bankakerfinu á sama tíma og íslensk stjórnvöld standa ráða- laus hjá. NÝJA ÍSLAND BYGGIR Á ÚTFLUTNINGI Þrátt fyrir að krónan eigi nokkra sök á því hvernig komið er fyrir efnahagslífi landsins, eins og að ofan er lýst, hlýtur tilvist þjóð- armyntar að hjálpa til við lausn vandans þegar litið er til næstu missera. Lágt gengi hefur þann kost að útflutningsgeirar efna- hagslífsins verða ákaflega hag- kvæmir og munu því geta farið að færa út kvíarnar um leið og fjármálakerfið kemst í starf- hæft form. Þannig munu skap- ast ný störf og hagvöxtur. Og þannig mun einnig skapast af- gangur á viðskiptum við útlönd sem mun geta greitt niður er- lendar skuldir og byggt upp eignastöðu landsins á nýjan leik. Lágt gengi þýðir aftur á móti lægri kaupmátt og lakari lífskjör um einhvern tíma. En um leið og útflutningsgeirinn byggist upp skapast jafnframt forsend- ur fyrir gengishækkun og verð- mætahækkun á krónusparnaði landsmanna. Skipti á krónum og evrum við núverandi lággengi er að mörgu leyti ósanngjörn fyrir sparifjáreigendur lands- ins þar sem þeir sitja uppi með varanlegt verðmætatap með því að þurfa að skipta öllum sínum fjármunum í evrur á núverandi gengi en geta ekki notið hagnað- ar af efnahagsbata landsins og gengishækkun. KRÓNAN ER ÖRYGGISVARI Vitanlega er bankaáhlaup með þeim formerkjum sem lýst er að ofan vel mögulegt í fjármálakerfi þar sem grunnféð er í krónum – til að mynda þegar opnað verð- ur fyrir frjáls gjaldeyrisviðskipti að nýju. Hins vegar gefur þjóð- argjaldmiðill mun meiri mögu- leika á að bregðast við slíku, s.s. með prentun peninga. Auk- inheldur mun gjaldeyrismarkað- urinn refsa áhlaupendum með verðfalli á krónunni. Af tvennu illu er mun betra að búa við of lágt skráðan gjaldmiðil en banka- kerfi án lausafjár. Eins og stað- an er nú hefur tiltrú almennings veikst á fjármálakerfi og stjórn- kerfi landsins auk þess sem Ís- land virðist ekki hafa neinn trú- verðugan bakhjarl sem t.d. getur tryggt aðgang landsins að er- lendu lausafé. Við þessar aðstæð- ur verður ekki annað séð en að einhliða upptaka geti mjög verið mjög áhættusöm. Sá sem hér ritar hefur allt frá fæðingu evrunnar 1999 verið þeirrar skoðunar að upptaka hennar í myntsamstarfi við Evr- ópu þjóni best hagsmunum lands- ins. Það verður aðeins gert með aðstoð ESB í aðlögunarferli sem kennt er við ERM II þar sem upp- tökugengi og efnahagur lands- ins er stilltur saman – allt þar til þess að Seðlabanki Evrópu kaup- ir upp allt krónuframboð lands með evrum og Seðlabanki Íslands fær ákveðin réttindi sem lánveit- andi til þrautarvara. Ekki er loku fyrir það skotið að einhliða upp- taka annarrar myntar í framtíð- inni ef þátttaka í myntbandalagi er af einhverjum ástæðum ekki möguleg – en það getur alls ekki gerst á tímum fjármálakreppu líkt og nú. Það verkefni blasir nú við landsmönnum að endurreisa fjármálakerfið og það verður að- eins gert með því að treysta á þjóðargjaldmiðilinn sem við sjálf höfum stjórn á. Af hverju einhliða upptaka evru er ekki góður kostur Ásgeir Jónsson forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. O R Ð Í B E L G MARKAÐURINN á www.visir alla daga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.