Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 28. nóvember 2008 — 326. tölublað — 8. árgangur föstudagur NÆLDI Í GÍTARLE Ragnheiður Gröndal söngkona gefur út nýja plötu og er yfir sig ástfangin, en hún var með það á fimm ára plani að ná íG ð FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 28. nóvember 2008 RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Dreymdi um vinsældir á eigin forsendum FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Ljósmyndarinn Finnbogi Marinós-son tók allar ljósmyndir í mat-reiðslubókina Meistarinn og áhugamaðurinn. Bókin kom út fyrir skemmstu og segist Finn-bogi nýr og betri maður í eldhús-inu eftir. „Við undirbúning bókarinnar fékk ég alveg nýja sýn á fisk og lærði að hann getur verið veislu-matur,“ segir Finnbogi en hanngefur lesend Það er búið að umpóla þeirri hug-mynd minni að ef eitthvað á að elda flott þá þurfi það að vera kjöt.“ Spurður hvort hann sé þá dug-legur að elda og bjóða fólki heim segist hann mjög duglegur að bjóða fólki í mat, færri sögum hafi hins vegar farið af eldamennsk-unni fram að þessu Þó h grillinu. Karlmenn eru einfaldar sálir. En eftir að hafa kynnst þeim strákum Friðriki V. og Júlíusi er ég farinn að nálgast hráefni á allt annan hátt. Ég er farinn að snerta það, prófa og skilja af hverju hlut-irnir eru svona en ekki hinsegin.“Fjölskyldan er að vonum ámeð ýj Tók fiskinn loks í sátt Finnbogi Marinósson ljósmyndari segist hafa lært að meta fisk sem veislukost eftir vinnu sína við mat- reiðslubókina Meistarinn og áhugamaðurinn. Áður pantaði hann aldrei fisk á matsölustað. Finnbogi ljósmyndari fær ráðleggingar hjá Friðriki V. við val á saltfiski í réttinn góða, en þeir unnu ásamt Júlíusi Júlíussyni að matreiðslubókinni Meistarinn og áhugamaðurinn. MYND/FINNBOGI MARINÓSSON MÁLVERK færeyska málarans Bárðar Jákupssonar verða til sýnis í Galleríi Fold um helgina en sýningunni lýkur eftir það. Opið er á morgun frá klukkan 11.00 til 16.00 og á sunnudaginn frá klukkan 14.00 til 16.00. Verð 7.250 kr. JólahlaðborðPerlunnar20. nóvember - 30. desemberLifandi tónlist: Þrjár raddir alla fimmtudaga og sunnudaga, Þórir Baldurs og Óli Sveinn Jónssonalla föstudaga og laugardaga. 23. des. Skötu- og jólahlaðborð í hádeginu 1. jan. Nýárskvöldverður Perlunnar 6. jan. Þrettándakvöld í Perlunni Sannkölluð þrettándastemmning! Flugeldar Al Gjafabréf Perlunnar Gefðu einstaka kvöldstund í jólagjöf!FINNBOGI MARINÓSSON Lærði að fiskur getur verið veislumatur • matur • tíska • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS Rauðir og rómantískir Sýningin Jólakjólar verður opnuð á morgun í Listasafni ASÍ. TÍMAMÓT 32 ÍS LE N SK A /S IA .I S /N AT 4 40 74 1 0/ 08 Tilboðið gildir frá 27.11.08 til 29.11.08 Syngja með Söndru Friðrik Ómar og Eurobandið syngja með Söndru Kim í Þýskalandi. FÓLK 54 -5 -6 -5-5 -6 SNJÓÉL NYRÐRA Í dag verða norðan 5-13 m/s, hvassast austan og suðaustan til með snörpum hviðum. Él norðan og austan til, annars yfirleitt bjart veður. Frost 4-12 stig, kaldast til landsins. VEÐUR 4 KERTIN STANDA Á GRÆNUM GREINUM Aron Hansen, starfsmaður Orkuveitunnar, var í óða önn við að skreyta Óslóartréð á Austurvelli í gær. Tréð, sem þykir mjórra en oft áður, verður skreytt 288 ljósaperum. Kveikt verður á trénu á sunnudaginn kemur. Þetta er í 57. sinn sem kveikt verður á Óslóartrénu á Austurvelli sem er vinagjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMFÉLAGSMÁL „Nú hefur það gerst í fyrsta sinn í sautján ár að íbúum hefur fjölgað hér í Vestmannaeyj- um,“ segir Elliði Vignisson bæjar- stjóri. „Í fyrra vorum við 4.040 en síðast þegar ég gáði 4.080.“ Hann segir þetta ekki einungis skrifast á versnandi atvinnuástand á höfuðborgarsvæðinu. „Ég segi það vegna þess að hlutfallslega var fjölgunin meiri á fyrri hluta árs.“ En hvað veldur? „Sveitarfélagið hefur verið að styrkjast seinustu árin, íbúar hafa miklar væntingar til bættra samgangna og svo hefur sjávarútvegurinn verið að eflast og fyrirtækin hér eru engin undan- tekning.“ Bæjarstjórinn lofaði bæjarbúum allsherjar veisluhöldum þegar íbúum færi að fjölga og segist hann nú þurfa að fara að huga að því. - jse Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum lofar íbúum veislu : Fólki fjölgar í Eyjum EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn fær heimild til að setja reglur sem tak- marka eða stöðva tímabundið til- tekna flokka fjármagnshreyfinga milli landa, samkvæmt frumvarpi sem Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gærkvöldi. Í athugasemdum við efni frumvarpsins segir að talsverð hætta sé á að aðilar sem eiga veru- legar fjárhæðir í krónum muni leggja kapp á koma fjármununum úr landi. Slíkir fjármagnsflutningar geti leitt til verulegrar gengislækk- unar íslensku krónunnar. Þá er vísað til áætlunar stjórn- valda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hækkunar stýrivaxta og aðhalds. Óvíst sé hvort þær aðgerðir nægi til að koma í veg fyrir fjármagnsútflæði og er því talið óhjákvæmilegt að beita tímabundnum takmörkunum á gjaldeyrisviðskipti. Slíkum gjald- eyrishöftum fylgi hins vegar ýmis neikvæð hliðaráhrif svo stefnt er að því að afnema þau svo fljótt sem auðið er. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Seðlabankinn geti sett reglur um að skylt sé að skila erlendum gjaldeyri sem innlendir aðilar hafa eignast. Málið var ekki útrætt þegar blaðið fór í prentun. - ovd Viðskiptaráðherra mælti fyrir frumvarpi um gjaldeyrishöft á Alþingi í gær: Takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum Úrræði í peningamálum Reiði almennings vegna kreppunn- ar er skiljanleg en ekki má gleyma að hún er alþjóðleg sem bitnar ekki aðeins á Íslendingum, skrifar Hannes Hólmsteinn. UMRÆÐAN 26 Aftur sigur Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann sinn annan sigur í röð í undankeppni HM. ÍÞRÓTTIR 50 VEÐRIÐ Í DAG VINNUMARKAÐUR Skorið verður niður um 550 til 600 milljónir króna í rekstri Ríkisútvarpsins ohf. vegna aðstæðna í efnahagslífinu. Á milli tuttugu og þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp störfum, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Endurskoðuð rekstraráætlun Ríkisútvarpsins verður kynnt í dag. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er niðurskurðurinn nálægt fimmtán prósentum af rekstri fyrir yfirstandandi starfs- ár. RÚV var ætlað um þrír millj- arðar í starfsfé í fjárlagafrum- varpi ársins 2009 sem er nú til endurskoðunar. Að auki fær stofn- unin rúmlega milljarð króna í tekjur af auglýsingum. Niður- skurðurinn nemur því um 550 til 600 milljónum. Niðurskurðinum fylgja uppsagn- ir tuttugu til þrjátíu starfsmanna stofnunarinnar, samkvæmt heim- ildum. Ómar Benediktsson, stjórnar- formaður RÚV, og Páll Magnús- son útvarpsstjóri staðfestu við Fréttablaðið í gær að endurskoðuð rekstraráætlun yrði kynnt í dag en vildu að öðru leyti ekkert tjá sig um málið. Fjármagnskostnaður stofnun- arinnar er að sliga reksturinn, samkvæmt heimildum blaðsins, eins og fleiri fyrirtækja og stofn- ana hérlendis. Eins að mikil óvissa sé um reksturinn vegna upptöku nefskatts 1. janúar næstkomandi, sem ekki hefur verið gengið frá, og fyrirséð að heimildir stofnun- arinnar til að beita sér á auglýs- ingamarkaði verða takmarkaðar. Aðgerðirnar sem kynntar verða í dag séu því til að bregðast við stöðunni eins og hún er í augna- blikinu en aðeins sé um fyrstu skref að ræða. Búast megi við mun harkalegri niðurskurðar- aðgerðum þegar allt hefur verið talið og kynning rekstraráætlun- ar á morgun sé fyrsta skrefið af mun sársaukafyllri aðgerðum. - shá 550 milljóna niðurskurð- ur hjá RÚV Ný rekstraráætlun Ríkisútvarpsins verður kynnt í dag. Rekstrarniðurskurður er um 550 milljónir króna. Um þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.