Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.11.2008, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 28.11.2008, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 28. nóvember 2008 17 HAFNARFJÖRÐUR Á aðalfundi ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði, sem haldinn var á sunnudags- kvöld, var samþykkt að skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að standa vörð um velferðarkerfi Hafnarfjarðar. Í tilkynningu segir að reynsla Finnlands af krepputíð sinni sýni ljóslifandi að skerðing á þjón- ustu við börn, unglinga og ungt fólk sé ávísun á hrikalegar og kostnaðarsamar aðgerðir síðar meir. Því skori Ungir jafnaðarmenn á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að gefa frekar í ef eitthvað er á viðsjáverðum tímum. Ungir jafnaðarmenn bendia einnig á nauðsyn uppbyggingar- verkefnis fyrir atvinnulaust ungt fólk í Hafnarfirði. - kg Jafnaðarmenn í Hafnarfirði: Standi vörð um velferðarkerfi MANNRÉTTINDI Rúmlega fimm milljónir manna hafa undirritað áskorun þar sem sagt er nei við ofbeldi gegn konum. Ban Ki-Moon, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, tók við undirskriftunum á þriðjudaginn við hátíðlega athöfn í aðalskrif- stofum samtakanna í New York. Inés Alberdi, framkvæmda- stjóri UNIFEM, minnti af þessu tilefni á mikilvægi þess að fólk sé meðvitað um ofbeldi gegn konum og mikilvægi þess að samfélög séu virkjuð til að koma í veg fyrir þann heimsfaraldur, sem hún sagði ofbeldi gegn konum vera. - ovd Yfir fimm milljónir undirskrifta: Nei við ofbeldi gegn konum TAÍLAND Íslendingarnir sex sem ekki komust heim vegna mótmæla á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Taílandi í vikunni biðu í gær á hóteli á Pattaya-ströndinni í von um að komast heim. Axel Yngvason, bróðir eins Íslendinganna, taldi að ekki væsti um þau þar. Jason Steinþórsson, námsmaður í Bangkok, segir að flytja eigi ferðamenn til herflugvalla og fljúga þaðan með þá úr landi. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á tveimur flugvöllum og nágrenni þeirra. Utan- ríkisráðuneytið sendi frá sér ferðaviðvörun í gær og ráðlagði Íslendingum frá ferðalögum til Taílands vegna mótmæla og átaka að undanförnu. Þeim sem eru í landinu var ráðlagt að halda sig fjarri mótmælaaðgerðum og þeim sem áttu bókaðar ferðir til og frá Taílandi bent á að setja sig í samband við ferðaskrifstofur þar sem flugvellirnir Suvarnabhumi International Airport og Don Muang Airport voru lokaðir. Holberg Másson er einn sexmenninganna frá Íslandi. Hann býst við að reynt verði að koma ferðamönnunum úr landi í dag eða næstu daga. Ef ekki fari að komast hreyfing á málin þá verði gripið til neyðaráætlana og þjóðir fari hreinlega að senda flugvélar til að sækja sitt fólk. Finnair hefur til dæmis nú þegar flogið til Phuket til að sækja finnska ferðamenn. Jason telur að ekki sé nein hætta á ferðum. „Það er engin hætta á ferðum nema maður sé á vitlausum stað á vitlausum tíma,“ segir hann. Mótmælendur vilji núverandi ríkis- stjórn landsins frá því að hún tengist spillingar málunum og að boðað verði til kosninga. Orðrómur sé um að herinn taki völdin fljótlega. - ghs Íslendingarnir sex sem eru strand í Taílandi biðu á hóteli á Pattaya-ströndinni: Ráðið frá ferðalögum til Taílands ENGIN HÆTTA Jason Steinþórsson býr í Bangkok. Hann segir að flytja eigi ferðamenn til herflugvalla og fljúga þaðan með þá úr landi. Það er engin hætta á ferðum nema maður sé á vitlausum stað á vitlaus- um tíma. JASON STEINÞÓRSSON NÁMSMAÐUR Í BANGKOK HEILBRIGÐISMÁL Íslendingar, sem verða uppiskroppa með lyfin sín, geta farið með íslenska lyfseðla í apótek á Norðurlöndum og fengið lyfin sín en í Svíþjóð er það ekki hægt. Ástæðan er sú að þeir sem framvísa lyfseðli í apóteki í Sví- þjóð verða að hafa sænska kenni- tölu til að geta fengið lyfin afgreidd. Íslendingur hefur framvísað lyfseðli frá íslenskum lækni í apó- tekum í Danmörku og á Álands- eyjum í Finnlandi og fengið afgreiðslu en afsvar í Svíþjóð. „Ef maður kemur inn af götunni þá biðja Svíarnir um sænska kenni- tölu. Í Svíþjóð er þetta kerfislægt, engin lyf til fólks af götunni öðru- vísi en að það hafi sænska kenni- tölu,“ segir íslensk kona. Einar Magnússon, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að Íslendingar eigi að geta framvísað lyfseðlum á öllum norð- urlöndum og fengið lyf. „Samn- ingur gildir um þetta og það á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Það er prinsipp að fólk geti leyst út lyf en vandamálin geta verið prakt- ísk, að ganga úr skugga um að lyf- seðillinn sé ekki falsaður og að læknirinn sé með lækningaleyfi í viðkomandi landi. Svo skilja menn kannski ekki íslensku í apótekinu en prinsippið er alveg klárt. Það er hægt að leysa út þessa lyfseðla,“ segir hann. Siv Friðleifsdóttir alþingismað- ur tók málið upp á Norðurlanda- ráðsþingi í Helsinki í október og fékk þau svör að Kristina Husmark-Pehrsson, samstarfs- ráðherra Svía, myndi kíkja á það. Svör hafa ekki enn borist. - ghs Íslendingar eiga að geta leyst út lyf með íslenskum lyfseðli í Skandinavíu: Svíarnir neita um afgreiðslu DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir og tvö húsbrot. Öll þessi brot framdi maðurinn gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni. Þau áttu sér stað á tímabilinu janúar 2005 til mars 2006. Konan meiddist í árásunum. Dómurinn ákvað að skilorðs- binda fimm mánuði af refsingunni vegna þess að óútskýrður dráttur varð á rannsókn málsins hjá lögreglu og þess að ákærði hafði ekki áður verið fundinn sekur um refsivert brot sem skipti máli. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni 600 þúsund krónur í bætur. - jss Átta mánaða fangelsi: Líkamsárásir og húsbrot KÍKIR Á MÁLIÐ Cristina Husmark- Pehrsson, sam- starfsráðherra Svía, ætlaði að kíkja á það af hverju ekki er hægt að fá lyf út á íslenskan lyfseðil.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.