Fréttablaðið - 28.11.2008, Síða 22

Fréttablaðið - 28.11.2008, Síða 22
22 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Evran og Norðurlönd Þessi forna og fjölmenna hafnarborg á norðvestanverðum Indlandsskaga er þekktust undir heitinu Bombay, sem er sá ritháttur sem varð ríkjandi eftir að Bretar náðu yfirráðum á þessum slóðum á 17. öld. Portúgalar voru fyrstu Evr- ópumennirnir sem komu sér upp bækistöð í borginni, en á portúgölsku heitir borgin Bombaim. Af því heiti er enska heitið dregið. ■ En elsta portúgalska heimildin fyrir nafni borgarinnar er frá árinu 1516. Þar er talað um Benamajambu eða Tena-Maiambu. Í portúgalskri orðsifja- bók er þetta heiti rakið til Mumba-Devi, hindúagyðju sem staðurinn heitir eftir á Marathi, tungumáli heimamanna í þessum hluta Indlands. Á 16. öld hafi Portúgalar tíðkað að nota ritháttinn Mombaim en frá því um 1600 hafi Bombaim fest í sessi. ■ Hið maratíska nafn borgarinnar, Mumbai, var valið sem opinbert nafn í stað Bombay af yfirvöldum þar árið 1996. Á hindí, útbreiddasta tungumáli Indlands, og úrdú heitir borgin hins vegar eftir sem áður Bambai. ■ Útbreiddur misskilningur er að Bombay-nafnið eigi rætur sínar að rekja til „Góða flóa“ á portúgölsku, þar sem bom þýðir góður og baía flói á því máli. En samsett væri „góðiflói“ á réttri portúgölsku „boabaía“, ekki „bombaía“. FBL-GREINING: UPPRUNI NAFNS BORGARINNAR MUMBAI Nafn borgarinnar rakið til gyðjuheitis TAJ-MAHAL-HÓTELIÐ Í MÚMBAI Eftir hryðjuverkaárás á miðvikudag. Það er víðar en á Íslandi sem áhrif alþjóðlegu fjármálakreppunnar eru að breyta viðhorfum fólks til evrunnar. Bæði í Dan- mörku og Svíþjóð sýna nýj- ustu skoðanakannanir að stuðningur við að ganga til liðs við evrusvæðið hefur stóraukist á síðustu vikum. Danir sömdu um undanþágu frá þátttöku í Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu (EMU) – og reyndar frá þremur öðrum þátt- um ESB-samstarfsins – eftir að þeir felldu staðfestingu Maastricht-sáttmála Evrópusam- bandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992. Þeir kusu síðast árið 2000 um það hvort þeir ættu að falla frá þessari undanþágu, en 53,2 prósent danskra kjósenda valdi þá að gera það ekki. Þess í stað hafa dönsk stjórnvöld alveg frá því að evran varð að veru- leika, fyrst sem bókfærslugjald- miðill árið 1999 og síðan sem seðlar og mynt í umferð árið 2002, fylgt fastgengisstefnu gagnvart Evrópumyntinni (með vikmörkum). Reyndar hefur sú stefna gengið svo langt að Danir taka þátt í ERM II-fastgengis- kerfi ESB, og hafa uppfyllt öll aðildarskilyrði myntbandalags- ins þrátt fyrir undanþáguna. Samkvæmt niðurstöðum við- horfskönnunar sem Synovate- stofnunin gerði og birt var í dag- blaðinu Politiken í byrjun nóvember er stuðningur meðal Dana við að ganga alla leið inn í myntbandalagið kominn í 52 pró- sent. Aðeins hálfum mánuði áður mældist þessi stuðningur sjö pró- sentustigum minni. Í annarri könnun sem gerð var fyrir Dans- ke Bank á tímabilinu 1.-17. nóv- ember mældist stuðningurinn við evru-aðild 44 prósent, en hlutfall þeirra sem vilja halda dönsku krónunni 37,8 prósent. Af þeim sem tóku afstöðu var stuðningur- inn í þessari könnun þar með líka vel yfir helmingi aðspurðra. Gengis- og vaxtaórói „Það virðist vera af völdum óróans í kring um dönsku krón- una, sem stuðningurinn við mynt- bandalagsaðild hefur aukist,“ skrifa aðalhagfræðingar Danske Bank, Steen Bocian og Tore Dam- gaard Stramer, í skýringum við niðurstöður könnunarinnar. Þeir leiða líkum að því að fjölmiðla- umræða um aukinn vaxtakostnað Dana af því að standa utan við evrusamstarfið hafi þau áhrif að æ fleiri Danir séu að komast á þá skoðun að réttast væri að ganga til liðs við það. Hagfræðingarnir slá þó þann varnagla, að þótt skoð- anakannanir sýni nú gott forskot evru-sinna þá væri of snemmt að fullyrða nokkuð um hvort sam- þykki fengist við inngöngu í myntbandalagið ef ný þjóðar- atkvæðagreiðsla yrði haldin fljót- lega. Þegar Írar höfnuðu staðfest- ingu Lissabon-sáttmálans svo- nefnda í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní sagði danski forsætisráð- herrann Anders Fogh Rasmussen að frysta yrði öll áform um að gefa Dönum færi á að kjósa á ný um ESB-undanþágurnar fjórar uns tekist hefði að finna lausn á því hvað yrði um þá uppfærslu á stofnana- og ákvarðanatökukerfi sambandsins sem stóð til að inn- leiða með hinum nýja sáttmála. Að sögn Politiken er það nú svo sársaukafullt fyrir danskt efna- hagslíf að standa utan við evruna að svo virðist sem Fogh hafi breytt þessari afstöðu sinni. „Það er alveg hægt að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu (um undanþág- urnar í Danmörku) án þess að öll aðildarríki ESB hafi lokið full- gildingu Lissabonsáttmálans,“ sagði Fogh Rasmussen á blaða- mannafundi í Brussel 7. nóvem- ber. En hann tók jafnframt fram að danska stjórnin hefði enn sem komið er ekki tekið neinar ákvarðanir þar að lútandi. Efnahagslegur og pólitískur kostnaður Í úttekt sem danska alþjóðamála- rannsóknastofnunin DIIS gerði fyrir danska þjóðþingið fyrr á árinu um þróun mála varðandi dönsku ESB-undanþágurnar síðan árið 2000 segir, að kostnað- ur dansks efnahagslífs við að standa utan evrusamstarfsins geti verið verulegur á óróleika- tímum, en minni á stöðugleika- tímum. Sá kostnaður felist helzt í hærri vöxtum og gengiskostnaði. Fyrir danska þjóðarhagsmuni muni hins vegar mestu um pólit- íska kostnaðinn sem hlýzt af því að standa utan evru-samstarfs- ins, að mati sérfræðinga DIIS. Með því að eiga ekki aðild að samráði fjármálaráðherra evru- svæðisins, sem hittast jafnan á sérfundi fyrir mánaðarlega sam- ráðsfundi svonefnds Ecofin-ráðs fjármálaráðherra allra hinna 27 ESB-ríkja séu Danir útilokaðir frá vettvangi fyrir efnahagspól- itíska stefnumótun innan sam- bandsins, sem hefur reynzt verða æ mikilvægari á síðustu árum. Danskir fulltrúar séu líka útilok- aðir frá samstarfi seðlabanka evru-landanna um stefnumótun í peningamálum, en peningamála- stefna evru-svæðisins hefur bein áhrif á dönsku krónuna vegna fastgengisstefnunnar. Flokkarnir átta sem eiga full- trúa á danska þjóðþinginu eru klofnir í tvo hópa í afstöðunni til evru-aðildar. Þeir flokkar sem vilja hana, og njóta þar stuðnings margra forkólfa dansks atvinnu- lífs sem og verkalýðsfélaga, telja myntbandalagsaðild vera til þess fallna að veita dönsku efnahags- lífi vernd á óróatímum sem þeim sem nú ríkja, og auka áhrif Dana innan ESB. Flokkarnir sem vilja halda í undanþáguna frá evru- samstarfinu óttast hins vegar það fullveldisframsal sem í því fælist. Minni hreyfing í Svíþjóð Þetta síðastnefnda viðhorf er líka það sem hefur verið ríkjandi í Svíþjóð, allt frá því Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1995. Þjóðaratkvæðagreiðsla var hald- in um málið fyrir rúmum fimm árum, og reyndust þá 55 prósent landsmanna vilja halda tryggð við sænsku krónuna. Skoðana- könnun sem Synovate gerði fyrir Dagens Nyheter nú í nóvember sýndi mikla aukningu meðal evru-inngöngusinna. Frá því í síðustu könnun í maí uxu herbúð- ir þeirra um níu prósent, úr 35 í 44 prósent. En þrátt fyrir það mælast evru-andstæðingar enn fleiri, eða 48 prósent. Þar sem meðal borgaraflokk- anna fjögurra, sem setið hafa í stjórn í Svíþjóð síðan haustið 2006, er einn sem barðist gegn evru-aðild í þjóðaratkvæða- greiðslunni 2003, hefur það ekki verið á dagskrá stjórnarinnar að beita sér fyrir nýrri atlögu að því að endurskoða afstöðu Svía til evrunnar. Ljóst er þó að verði áþreifanleg hreyfing á málinu í Danmörku mun sænska stjórnin telja það vera ærið tilefni til að skoða málið upp á nýtt. Aðdráttarafl evru eykst í Danmörku og Svíþjóð VIÐHORFSBREYTING Sænskur andstæðingur evru-aðildar dreifir áróðri fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í september 2003. Áhrif fjármálakreppunnar hafa nú orðið mörgum Svíum og Dönum tilefni til að endurskoða hug sinn til evrunnar. NORDICPHOTOS/AFP FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.