Fréttablaðið - 28.11.2008, Síða 31

Fréttablaðið - 28.11.2008, Síða 31
3 Konurnar í Stígamótum bregðast við kreppunni með óhefðbundinni fjáröflun. Þær hyggjast annars vegar selja og hins vegar bjóða upp töskur og veski og bjóða konum sem vilja styrkja gott mál- efni að láta töskur og veski af hendi rakna. „Átakið hófst í byrjun vikunnar og erum við strax búnar að fá fullt af framlögum,“ segir Karen Linda Eiríksdóttir, fjölskylduráðgjafi hjá Stígamótum og forsprakki fjáröflunarinnar, en tekið er við tösku- og veskjaframlögum í hádeginu fram til 13. desember. Þann dag verða húsakynni Stíga- móta að Hverfisgötu 115 opnuð, sum veskin seld en heldri veski boðin upp. „Boðið verður upp á kaffi og með því og vonumst við til að fólk vilji líta við og gera sér glaðan dag.“ Ágóði fjáröflunarinnar rennur í rekstur Stígamóta en samtökin finna fyrir samdrætti eins og aðrir. „Við fáum styrki frá ríki og sveitarfélögum en framlög frá einstaklingum og fyrirtækjum hafa dregist saman. Í stað þess að sitja auðum höndum og vera leið- ar ákváðum við að taka til okkar ráða og gera eitthvað jákvætt og skemmtilegt. Undirtektirnar hafa verið ótrúlegar og eru konur að senda til okkar veski utan af landi. Hjörtun í íslenskum konum virðast því ekki hafa lent í kreppu eins og bankarnir,“ segir Karen. Hún hefur starfað sem fjöl- skylduráðgjafi í Palm Beach í Bandaríkjunum í fjölmörg ár en þar hafa sams konar töskuuppboð farið fram. „Þau eru haldin ár eftir ár með góðum árangri og þegar við vorum að fara yfir hvernig við gætum brugð- ist við datt mér þetta í hug.“ Karen hvetur konur til að safna saman veskjum og töskum og hreinsa í leiðinni út fyrir jólin. Hún vonast síðan til að sjá sem flesta laugardaginn 13. desember en þar verður án efa fjölbreytt úrval. vera@frettabladid.is Töskuuppboð Stígamóta Stígamótakonur taka þessa dagana við töskum og veskjum sem þær hyggjast ýmist selja eða bjóða upp. Uppátækið er liður í því að kljást við kreppuna og hafa viðbrögðin farið fram úr björtustu vonum. LA BELLE ÉPOQUE eða fallega tímabilið var tímabilið frá 1895 til 1914 kallað í Frakklandi. Glæsileg- ar hárgreiðslur, fyrirferðarmiklir hattar, fallegir kjólar og mikið skreyttur undirfatnaður voru áberandi. „Hjörtun í íslenskum konum virðast ekki hafa lent í kreppu eins og bankarnir,“ segir Karen Linda Eiríksdóttir, for- sprakki fjáröflunarinnar, en Stígamótakonur hafa meðal annars tekið við veskjum utan af landi. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA Laugaveg 54, sími: 552 5201 Hlý jólagjöf Ullarjakkar og stuttkápur kr. 14990 margar gerðir Stærðir 36-48 P IP A R • S ÍA P IP A R • S ÍA Opið til kl. 18.00 laugardag afsláttur af öllum nýjum vörum um helgina LÍKA AF TILBOÐSVÖRUM DÆMI - JAKKAFÖT: VERÐ 29.900 kr. TILBOÐ 19.900 kr. 20% 15.900 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.